Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Breyttir tímar

Það er af sem áður var að örfáar íslenskar kvikmyndir komu út á Íslandi með nokkurra ára millibili. Nú er kvikmyndagerð orðin atvinnugrein og því gaman að sjá þegar vel gengur að selja þær kvikmyndir sem framleiddar eru.

Köld slóð er feykigóð kvikmynd og nokkuð raunsæ miðað við spennumynd. En raunveruleikinn er nú oft lygilegri en sögurnar svo það er kannski ekki gott viðmið. Leikararnir í myndinni stóðu sig vel og ég hafði gaman af því hverni "kaldir litir" voru notaðir við vinnslu myndarinnar.

En kvikmyndaiðnaðurinn er einn af þeim nýju atvinnugreinum sem tengjast menningu sem er farinn að skila okkur arði í ýmsu samhengi og mikilvægt að gæta þess að svo verði áfram.


mbl.is Köld slóð seld til sjö landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð á meðferð

Ég hef áður gert það að umræðuefni að ábyrgð á meðferð fíknisjúklinga virðist lítil sem engin af samfélaginu. Þessi sjúkdómur, sérkennilegt nokk, virðist hafa verið einkavæddur og því áhættusamari en ella. Nú þegar upp koma ásakanir um alvarleg brot í meðferðinni ræða menn helst um fjárhag og rekstur en ekki um meðferð sjúklinganna. Við verðum að geta tekið á vanda nútímans í stað þess að hneykslast á fortíðarvanda en verða snakblind á nútímann á sama tíma. Við viljum að samfélagið beri ábyrgð á því að heilbrigðisþjónusta sé í lagi og því er með ólíkindum að heilbrigðisráðherra virðist láta málið sig litlu skipta. Byrgið var einkavædd heilbrigðisstofnun með fjárframlögum ríkisins sem þar með telur sig meðferðina skipta einhverju og á þar af leiðandi að bera ábyrgð á hörmulegum afleiðingum.
mbl.is Össur spyr um ábyrgð stjórnvalda gagnvart stúlkum í Byrginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvöru háskóli

Það er gleðiefni að nú er kominn fullgildur háskóli að Hólum í Hjaltadal. Ég fór og skoðaði skólasvæðið fyrir ekki alllöngu og var afar hrifin af þeim drifkrafti og hugmyndaríki sem þar er fyrir hendi. Skúli sem nú er orðinn rektor er brennandi af áhuga fyrir skólanum sínum og er ég þess fullviss að hann muni ná þar góðum árangri.

Háskólar á landsbyggðinni eru nú að vaxa og dafna sem aldrei fyrr og er það von mín að menntayfirvöld gæti þess að þau njóti sama réttar og háskólar á höfuðborgarsvæðinu. Með háskólum kemur menning og menntun og háskólar á landsbyggðinni hafa tilhneigingu til að mennta einmitt fólk fyrir landsbyggðina. Þær námsbrautir sem eru í Hólaskóla eru nýjar af nálinni á þessu skólastigi og því spennandi að fylgjast með hvernig tekst til.


mbl.is Háskólaráð og rektor skipað að Hólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagra Ísland

Ég varð dálítið hissa á viðbrögðum sumra varðandi stefnu Samfylkingarinnar í umhverfismálum sem birtist í ritinu "Fagra Ísland" fyrir nokkrum mánuðum og er að finna á heimasíðu Samfylkingarinnar. Talsvert var fjallað um stefnuna þá í fjölmiðlum en í eðlilegu framhaldi af henni ræddi formaður flokksins Ingibjörg Sólrún þetta mál á Alþingi í dag.

Það koma mörg mikilvæg mál fram í þessari stefnu sem ég hvet fólk til að kynna sér gaumgæfilega því hér er um skynsama stefnu án fordóma að ræða. Ekki er talað um að hvergi megi hafa stóriðju og ekki heldur að hana skuli byggja upp hömlulaust hvar sem er. Veröldin er ekki svört og hvít og því þarf með skynsemi að vinna að eflingu landsins á öllum sviðum.


mbl.is Samfylkingin vill fresta stóriðjuframkvæmdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bestu óskir um góðan bata

Þegar fólk helgar landi sínu starfskrafta sína og leggur stjórnmál fyrir sig er allt í lagi að menn séu sammála eða ósammála um málefni. Þeir mega deila harkalega um leiðir. Hinsvegar finnst mér í meira lagi ósmekklegt að vera með skæting við mann sem verður fyrir því að lunga hans fellur saman. Björn hefur verið mikill dugnaðarmaður í starfi þó hann hefði kannski mátt vera minna duglegur í málum sem ég er honum ekki sammála um þá held ég að fáir stjórnmálamenn hafi sinnt starfi sínu af jafn mikilli eljusemi og hann. Fáir hafa haldið úti vefsíðu sem þeir skrifa á jafn taktfast og Björn hefur gert en ég kynntist honum einmitt fyrst í gegnum Netið þegar hann féllst á að skrifa um reynslu sína í bókina Netheimar sem ég skrifaði ásamt Odd de Presno og Lars Andersen og kom út 1996. Hann svaraði hratt og örugglega, skrifaði stuttan hnitmiðaðan texta sem hægt var að nota í bókina án nokkurra leiðréttinga.

Mér finnst mikilvægt að við sýnum kurteisi og mannvirðingu á Netinu sem í lífinu almennt. Ég óska Birni góðs bata.


mbl.is Hægra lunga Björns Bjarnasonar féll saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nota Loftleiðahótelið eða Perluna

Þetta kofaskrifli sem hýsir flugstöðina í Reykjavík er nú ekkert til að hrópa húrra fyrir. Hvað er athugavert við að Iceland Express hreinlega leggi sínum flugvélum annarsstaðar s.s. við Loftleiðahótelið og nota Perluna með ferjukláf til að fara út á flugvöll eða hótelið sjálft? Þetta hljóta yfirvöld að leysa því ekki getur verið að þetta verði niðurstaðan. En það er greinilega harka í Flugfélaginu núna því hingaðtil hefur það leyft öðrum flugfélögum að nota húsið sitt á Reykjavíkurflugvelli. En einokun er svosem aldrei góð svo mikið er víst.
mbl.is Iceland Express fær ekki inni á Reykjavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver deyr?

Ég viðurkenni það, ég les Harry Potter, ég stend í biðröð þegar ný bók kemur út. Fátt er skemmtilegra en góð ævintýri ég hef notið þeirra allt frá ævintýrum Grimms bræðra þegar ég var barn til Harry Potter í dag. Í gömlu ævintýrunum skildu foreldrar börn eftir út í skógi alein með lítinn mat, gömul kerling setti eitt í búr og fitaði til steikingar í ofni. Enga áfallahjálp var hægt að fá við þeim hroða. Ég held reyndar að léttar hörmungar í ævintýrum séu ágætar til að toga sálina dáítið til og frá. Nú fer svosem ekki sögum af því að sagan af Hans og Grétu hafi leitt til þess að einhverjum datt í hug að steikja börn í ofni. Ég held því að hugur heilbrigðra ungmenna geri greinarmun á raunveruleika og ævintýri. Auvðitað verður maður fúll ef spennandi söguhetja deyr en mér er svoleiðis slétt sama ef það er nú hægt að koma hinum alræmda Voldemort fyrir kattarnef í eitt skipti fyrir öll. Hver hinn verður er sjálfsagt einhver sem skiptir máli, ég spái því að það verði Prófessor McGonagall sem fer líka yfir móðuna miklu.
mbl.is Hvað ef Harry Potter deyr?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott framtak

Það er ágætt að stemma stigu við þessum óbermum sem eyðileggja fótboltaleiki sem áhugamál fjölskyldu. Hver fer með börnin sín á leiki í þessum borgum? Ég tel að knattspyrna sé áhugamál fjölskyldunnar og því gríðarlega mikilvægt að finna leiðir sem gerir öllum kleift að njóta hennar.
mbl.is Ítalskir knattspyrnuvellir lokaðir almenningi þar til gengið hefur verið frá öryggismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært framtak

Norðurvegur er spennandi framkvæmd sem skiptir ekki einungis máli við að stytta leiðina í höfuðstaðinn heldur styttist vegalengdin milli Suður- og Norðurlands gríðarlega. Þarna getur samstarf landsbyggðarinnar aukist til muna og möguleikar ferðamanna á að njóta ólíkra svæða á landinu verða miklu meiri.

Athyglisvert er að sjá að fyrirtæki telja framkvæmd sem þessa arðbæra og að hún muni borga sig upp á tiltölulega stuttum tíma. Það er auðvitað ekki spurning að menn af Norðurlandi velja þessa leið þegar hún styttir ferðalag til höfuðstaðarins um 47 kílómetra.

Hvað varðar umhverfismál hlýtur framkvæmdin að verða eftirsóknarverð þar sem 96 kílómetra sparnaður á hverri ferð kostar heilmikið af bensíni og megun.

Gott framtak!


mbl.is Vilja hefja undirbúning nýs vegar yfir Kjöl í einkaframkvæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt áræði

Á meðan sumir veigra sér við að fara yfir höfuð til Brasilíu aðrir við að fara út í regnskóga Amazon þá tekur Slóveni sig til og ætlar sér að synda ána endilanga. Ótrúlegt. Hinsvegar kemur mér ekki á óvart að hér er um Slóvena að ræða, fáu fólki hef ég kynnst sem er eins einbeitt að ná árangri í því sem þau taka sér fyrir hendur. Svo er Slóvenía eitt alfallegasta land sem ég hef komið til, svo fjölbreytt en samt svo lítið.

Svo nú er ekki annað að gera en óska sundmanninum alls hins besta á ferðalaginu og vonandi verður hann laus við allar þær ógnir pesta og dýra sem eru í ánni.


mbl.is Hyggst synda Amazon-ána endilanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband