Leita í fréttum mbl.is

Ábyrgð á meðferð

Ég hef áður gert það að umræðuefni að ábyrgð á meðferð fíknisjúklinga virðist lítil sem engin af samfélaginu. Þessi sjúkdómur, sérkennilegt nokk, virðist hafa verið einkavæddur og því áhættusamari en ella. Nú þegar upp koma ásakanir um alvarleg brot í meðferðinni ræða menn helst um fjárhag og rekstur en ekki um meðferð sjúklinganna. Við verðum að geta tekið á vanda nútímans í stað þess að hneykslast á fortíðarvanda en verða snakblind á nútímann á sama tíma. Við viljum að samfélagið beri ábyrgð á því að heilbrigðisþjónusta sé í lagi og því er með ólíkindum að heilbrigðisráðherra virðist láta málið sig litlu skipta. Byrgið var einkavædd heilbrigðisstofnun með fjárframlögum ríkisins sem þar með telur sig meðferðina skipta einhverju og á þar af leiðandi að bera ábyrgð á hörmulegum afleiðingum.
mbl.is Össur spyr um ábyrgð stjórnvalda gagnvart stúlkum í Byrginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband