Leita í fréttum mbl.is

Breyttir tímar

Það er af sem áður var að örfáar íslenskar kvikmyndir komu út á Íslandi með nokkurra ára millibili. Nú er kvikmyndagerð orðin atvinnugrein og því gaman að sjá þegar vel gengur að selja þær kvikmyndir sem framleiddar eru.

Köld slóð er feykigóð kvikmynd og nokkuð raunsæ miðað við spennumynd. En raunveruleikinn er nú oft lygilegri en sögurnar svo það er kannski ekki gott viðmið. Leikararnir í myndinni stóðu sig vel og ég hafði gaman af því hverni "kaldir litir" voru notaðir við vinnslu myndarinnar.

En kvikmyndaiðnaðurinn er einn af þeim nýju atvinnugreinum sem tengjast menningu sem er farinn að skila okkur arði í ýmsu samhengi og mikilvægt að gæta þess að svo verði áfram.


mbl.is Köld slóð seld til sjö landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband