Leita í fréttum mbl.is

Nota Loftleiðahótelið eða Perluna

Þetta kofaskrifli sem hýsir flugstöðina í Reykjavík er nú ekkert til að hrópa húrra fyrir. Hvað er athugavert við að Iceland Express hreinlega leggi sínum flugvélum annarsstaðar s.s. við Loftleiðahótelið og nota Perluna með ferjukláf til að fara út á flugvöll eða hótelið sjálft? Þetta hljóta yfirvöld að leysa því ekki getur verið að þetta verði niðurstaðan. En það er greinilega harka í Flugfélaginu núna því hingaðtil hefur það leyft öðrum flugfélögum að nota húsið sitt á Reykjavíkurflugvelli. En einokun er svosem aldrei góð svo mikið er víst.
mbl.is Iceland Express fær ekki inni á Reykjavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei Flugfélagið hefur ekki tekið aðra inn í aðstöðuna.

Íslandsflug valdi sjálft að nýta eigin hús hinum megin við völlinn og einnig Flugfélagið Ernir. Þetta er eingöngu yfirvarp hjá IE mönnum til þess að skýla sér undan hinni raunverulegu ástæðu sem er að þeir vilja ekki axla ábyrgð og gerast raunverulegur flugrekandi, heldur bara vera einhver farmiðasalai(ekki einusinni ferðaskrifstofa) sem ber enga ábyrgð gagnvart farþegum sínum, öfugt við flugrekendur í landinu.

flugfelag.is/Forsida/FlugfelagIslands/Frettir/Nanar/50 

Geir (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 13:53

2 identicon

Ég á frænda sem ræktar kartöflur og fleira. Hann hafði samband við Hagkaup í Skeifunni og vildi fá að setja upp sína eigin verslun inni í þeirri búð. Þeir höfnuðu því, þrátt fyrir að hann treysti sér til að selja sínar afurðir mun ódýrar en Hagkaup selur sams konar vörur.  Finnst þér ekki að hann eigi að hefja strax ófrægingarherferð á hendur Hagkaupum í öllum fjölmiðlum ?

Örn Johnson (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 12:39

3 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Örn og Geir, takk fyrir skrifin og góðar ábendingar. Viðbrögðin ykkar stækka sannarlega myndina fyrir mig sem óð nú í þeirri villu að flugstöðin í Reykjavík væri samgöngumannvirki í eigu ríkisins sem leigði aðstöðuna. Er það ekki raunin á öðrum flugvöllum þar sem verið er að fljúga? Meiraðsegja er ríkið nú að fara að selja flugstöðina í Aðaldalshrauni svo ekki átti Flugfélagið hana. Er þá flugstöðin í Reykjavík eina flugstöð landsins í einkaeign?

Hagkaupstilvísunin er fín, hárrétt ábending;-)

Lára Stefánsdóttir, 7.2.2007 kl. 13:16

4 identicon

Já, afgreiðsla Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli er eina

einka flugstöðin hér á landi. sem er í gangi. Ég man ekki hvort ríkið er búið að selja e-a "flugstöð" sem var aflögð á Vestfjörðum.

Kveðja

Örn Johnson (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 14:15

5 identicon

En sjáðu til, það er ekkert sem heitir "Flugstöðin á Reykjavíkurflugvelli". Flugfélagið Ernir er með sína eigin afgreiðslu, Íslandsflug var með sína eigin afgreiðslu og FÍ er með sína eigin afgreiðslu.

Það er rangt að ef afgreiðsla FÍ á Reykjavíkurflugvelli er kölluð Flugstöð þá sé hún sú eina í einkaeign á landinu. Því að ef við notum sömu skilgreiningu þá eru minnst 3 flugstöðvar í einkaeign, og það bara á Reykjavíkurflugvelli!

Ernir, FÍ og Flugþjónustan(Flight Services) eru allir með sínar eigin afgreiðslur.  

Geir (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband