Leita í fréttum mbl.is

Hver deyr?

Ég viðurkenni það, ég les Harry Potter, ég stend í biðröð þegar ný bók kemur út. Fátt er skemmtilegra en góð ævintýri ég hef notið þeirra allt frá ævintýrum Grimms bræðra þegar ég var barn til Harry Potter í dag. Í gömlu ævintýrunum skildu foreldrar börn eftir út í skógi alein með lítinn mat, gömul kerling setti eitt í búr og fitaði til steikingar í ofni. Enga áfallahjálp var hægt að fá við þeim hroða. Ég held reyndar að léttar hörmungar í ævintýrum séu ágætar til að toga sálina dáítið til og frá. Nú fer svosem ekki sögum af því að sagan af Hans og Grétu hafi leitt til þess að einhverjum datt í hug að steikja börn í ofni. Ég held því að hugur heilbrigðra ungmenna geri greinarmun á raunveruleika og ævintýri. Auvðitað verður maður fúll ef spennandi söguhetja deyr en mér er svoleiðis slétt sama ef það er nú hægt að koma hinum alræmda Voldemort fyrir kattarnef í eitt skipti fyrir öll. Hver hinn verður er sjálfsagt einhver sem skiptir máli, ég spái því að það verði Prófessor McGonagall sem fer líka yfir móðuna miklu.
mbl.is Hvað ef Harry Potter deyr?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband