Leita í fréttum mbl.is

Fagra Ísland

Ég varð dálítið hissa á viðbrögðum sumra varðandi stefnu Samfylkingarinnar í umhverfismálum sem birtist í ritinu "Fagra Ísland" fyrir nokkrum mánuðum og er að finna á heimasíðu Samfylkingarinnar. Talsvert var fjallað um stefnuna þá í fjölmiðlum en í eðlilegu framhaldi af henni ræddi formaður flokksins Ingibjörg Sólrún þetta mál á Alþingi í dag.

Það koma mörg mikilvæg mál fram í þessari stefnu sem ég hvet fólk til að kynna sér gaumgæfilega því hér er um skynsama stefnu án fordóma að ræða. Ekki er talað um að hvergi megi hafa stóriðju og ekki heldur að hana skuli byggja upp hömlulaust hvar sem er. Veröldin er ekki svört og hvít og því þarf með skynsemi að vinna að eflingu landsins á öllum sviðum.


mbl.is Samfylkingin vill fresta stóriðjuframkvæmdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband