Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Hlýnun jarðar - Ísland sólbaðsströnd

Nú virðist sem miklum af þeim efa sem hefur leikið um huga ýmissa hafi verið eytt varðandi áhrif mannsins á hlýnun jarðar. Ég hef heyrt allt of oft í Íslendingum að þeir telja að hlýnunin sé "bara góð" því þá geti þeir allir farið á sólarströnd heima hjá sér og það verði hlýrra og notalegra. Hinsvegar eru blikur á lofti varðandi fiskistofna sem vilja kaldan sjó, þeir gætu farið að flytja sig norðar og lengra fyrir okkur á miðin.

Ef siglingaleiðin yfir Norðurpólinn opnast þá gefast okkur sannarlega möguleikar á að vera umskipunarhöfn fyrir Evrópu og austurströnd Bandaríkjanna fyrir vörur sem er verið að flytja til og frá Asíu og vesturströnd Bandaríkjanna. En ekki má gleyma að líklega geta skipin þá líka siglt vestan Grænlands og ekki komið við hér þegar verið er að tala um bandarískar strandsiglingar.

En þrátt fyrir ábendingar Valgerðar um að við nýtum að mestu hreina orkugjafa þá þurfum við að taka okkar ábyrgð. Því er nauðsynlegt að huga vel að því hvernig við getum minnkað notkun á olíu og bensíni sem eldsneyti fyrir skip og bíla. Einnig að huga að rafmagni og kyndingu sem fer alfarið fram með slíkum orkugjöfum s.s. í Grímsey þar sem vindmyllur myndu að öllum líkindum koma að góðu gagni. Þar var rannsóknarverkefni fyrir nokkrum árum sem virðast hafa siglt í strand og væri áhugavert að vita hvers vegna það var. Grímsey er nauðsynlegt að vera sjálfri sér næg um orku og þurfa ekki að kaupa slíkt úr landi og erlendis frá.

Við Íslendingar þurfum að axla okkar ábyrgð og standa undir nafni sem "hreint land" hvað þetta varðar.


mbl.is Utanríkisráðherra telur brýnt að taka þátt í umræðu um loftslagsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurlegar fótboltabullur

Eins og knattspyrna er skemmtilegt áhugamál, þá er það ömurlegt þegar óþjóðalýður hefur ekki stjórn á sér og eyðileggur þessa íþrótt fyrir okkur hinum. Í nokkur ár fór ég á hvern einasta fótboltaleik með fjölskyldunni. Hita kakó, smyrja brauð og halda á völlinn, vera glaður eða mæddur í hópi félaganna sem voru á hverjum leik líka. Langaði meiraðsegja að verða knattspyrnudómari um tíma en smátt og smátt fór áhuginn á að mennta mig meira að taka yfir frístundirnar. Engu að síður þykir mér alltaf verulega vænt um knattspyrnu, hvernig liðsmenn stilla sig af á velli líkt og skákborði og knötturinn ferðast fram og aftur eins og leitandi eftir fætinum sem kemur honum í mark.

Ofbeldishneigt fólk hefur ekkert að gera á fótboltaleiki og það þarf að taka þetta mál föstum tökum svo allir aðrir hafi frið fyrir þessa skemmtilegu íþrótt.


mbl.is Forseti Catania hættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of löng próf

Spurningin er líka hvort prófin eru einfaldlega of viðamikil þannig að vinna við að fara yfir þau séu einfaldlega óviðráðanleg. Auðvitað eru sumir latir að fara yfir próf en getur verið að það ætti að huga að breyttri próftöku? T.d. taka prófin rafrænt og hafa krossapróf sem hægt er að fara sjálfkrafa yfir. Stytta prófin held ég að sé líka umhugsunarefni.
mbl.is Kvarta til umboðsmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besti veitingastaðurinn

Þetta er ein albesta frétt sem ég hef lesið í langan tíma. Ekki nóg með það að nú verður endurbygging á þessu fallega húsi sem hefur verið í niðurníðslu í fjölda ára heldur fær minn uppáhalds veitingastaður húsnæði sem er afar skemmtilegt fyrir reksturinn. Ég hef borðað á góðum veitingahúsum víða um heim og hvergi nokkurs staðar hef ég fengið aðra eins þjónustu og annan eins mat. Maður hugsar hamingjusamur til baka til ferða á Friðrik V.

Bögglageymslan á Akureyri er staðsett í hjarta bæjarins, þar er sól og skjól sem við höfum verið að leita að í miðbænum.

Eina sem ég hef áhyggjur af er sú dásamlega graffitílist sem er á bakhlið hússins. Við verðum að fá stað fyrir hana.


mbl.is Friðrik V. flytur í bögglageymslu KEA á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað um okkur???

Erum við í alvörunni að hugsa um þessi mál á sama tíma og menn vilja stafla álverum á höfuðborgarsvæðið þar sem öll starfandi álver eru nú þegar. Er það ekki nokkurs konar nýlendustefna að virkja landsbyggðina og nýta hana á höfuðborgarsvæðinu? Hvað með Kyoto samkomulagið? Erum við ekki að hundsa það með því að vera með öll þessi álver í umræðunni? Hvað er pláss fyrir mikið af álverum skv. henni? Vantar höfuðborgarsvæðið virkilega álver? Ég hélt það væri þessi líka gríðarlega þensla einmitt þar.
mbl.is Hitastig á jörðinni hækkar líklega um 1,8 til 4 gráður fram til aldamóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímamót

Það er mikill fengur að því að efla dreifikerfi RÚV þannig að dreifðar byggðir og sjómenn geti nú notið dagskrárinnra. Það er mikilvægt að landsmenn til sjávar og sveita hafi gott aðgengi að fréttum, þáttum og dægurmálum hjá Ríkisútvarpinu og því er þessi samningur tímamót fyrir það fólk sem núna býr við stopult samband við RÚV.

Spurningin er hvort megi ekki notað þennan gervihnött og þetta samband til þess að tryggja dreifbýlingum og sjómönnum öflugra Internetsamband. Var það rætt í þessu samhengi? Það væri fróðlegt að vita.

 


mbl.is Samið um dreifingu dagskrár RÚV um gervihnött
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband