Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðismenn og Grímseyjarferjan

Mér þótti nokkuð merkilegt að sjá fréttir Stöðvar tvö í kvöld. Annarsvegar var frétt um Grímseyjarferjuna og ágreiningur um viðgerðarkostnað. Þar kom fram að ekki væri kæling í skipinu fyrir fisk, fatlaðir kæmust ekki í farþegarými og ekki gert ráð fyrir útvarpi eða sjónvarpi í farþegasal. Hinsvegar kom frétt í sama fréttatíma um afar fjölmennan og skemmtilegan fund með Sjálfstæðismönnum í eynni og rakið hver voru aðalmálin á fundinum. Ekki hósti né stuna um að Grímseyingar hefðu nefnt Grímseyjarferjuna, nei það voru Evrópumál, göng til Eyja, Reykjavíkurflugvöllur og kvóti.

Það kom mér verulega á óvart að ekki var minnst á að fundarmenn hefðu nokkurn áhuga á að ræða við sína frambjóðendur um Grímseyjarferjuna. Ekki í samræmi við fund sem ég var á þar um daginn, en það skal þó viðurkennt að hann var ekkert fjölmennur. Kannski voru það bara þeir sem höfðu áhyggjur af ferjunni en ekki hinir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sá þessar fréttir og heyrði. Sjalla-fundurinn virkaði dálítið eins og hallelúja samkoma, svona ekki ósvipaður öðru því sem maður sér í auglýsingaherferðinni hjá xD. Geir og Þorgerður eru svo miklir englar á öllum myndum að maður bíður bara eftir að litlu vængstubbarnir gægist upp fyrir axlirnar

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 21:55

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Sjallarnir pössuðu að umræðurnar snérust bara um það sem þeim hentaði og kæmi vel út í sjónavarpi

Páll Jóhannesson, 3.5.2007 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband