Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Ef Noregur fer inn, hvar erum við þá?

Þau okkar sem hafa farið á fundi á vegum evrópsks samstarfs þekkjum vel hvaða tilfinning það er að vera utanveltu. Á meðan hinar þjóðirnar skipuleggja samstarf, leggja á ráðin, móta tillögur þá erum við ekki með. Fáum að hlusta, vera stundum með en afsölum okkar samningsrétti og röddu við borð Evrópu tökum á móti lagasetningu þeirra, sendum hana í þýðingu og Alþingi afgreiðir þykka skjalabunka án þess að hafa alltaf forsendur til að þekkja til mála því okkar sérfræðingar hafa mismikið aðgengi að lagasetningunni. Er ekki tími til kominn að vera fullgildir aðilar í samfélagi Evrópuþjóða? Hvar verðum við ef Noregur fer inn? EES samningurinn er orðinn veikur þar sem flestar þeirra þjóða sem stóðu að honum upphaflega eru gengnar í sambandið. Kannski eigum við mest sameiginlegt með Noregi og Liechtenstein. Allavega eru falleg fjöll í báðum ríkjunum eins og hjá okkur. En ættum við ekki að vera fullgild meðal flestra Evrópuþjóða?
mbl.is Íslensk umsókn rædd í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hindra ákvarðanir byggðar á þekkingu

Merkilegt hversu Sjálfstæðismenn streitast við að leyfa þjóðinni að sjá hvað í samningi felst áður en hún gerir upp hug sinn. Þeim finnst mikilvægast að berjast fyrir því að menn ákveði sig án þess að vita nokkurn skapaðan hlut um innihaldið. Er það eindregin skoðun þeirra að halda þjóðinni óupplýstri? Ég verð að viðurkenna að mér finnst dálítið ógnvekjandi hvað þeir eru á móti upplýstri ákvörðun.
mbl.is Áfram deilt um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viska "að handan"

Ég verð að dást að snilld Sjálfstæðismanna að sækja fram og fá fólk til að trúa sér þrátt fyrir að það hafi komið skýrt fram í fjölmiðlum um að þeir hafi gert nákvæmlega hið þverstæða. Var ekki einhver smáundirskrift sem Árni Matt og Davíð skutluðu á pappír - alveg gleymt. Lækkaði Davíð ekki vexti nokkrum dögum áður en AGS kom að málum og hækkuðu vextirnir ekki lítið m.v. það sem þeir voru nokkrum dögum fyrr? Það er eins og mig rámi í það.

Tilvísanir um að hitt og þetta sé "til í kerfinu" hefur hingað til reynst haldlaust og hvorki Davíð né embættismenn hafa getað fundið það sem hann segir að sé til. Sumsé þegar starfsævin á ríkisspenanum er búin þá er hægt að öðlast gríðarlegar gáfur "að handan" um allt sem ekki var hægt að ráða við eða átta sig á þegar til þess var tækifæri. Sumsé viskan jókst þegar hægt var að kenna öðrum um en sjálfum sér.

En eins og ég segi, ég þekki Íslendinga illa ef þeir byrja ekki að bugta sig og beygja fyrir orðum þessa manns. Gullfiskaminnið er aðalsmerki þjóðarinnar og kannski þess vegna höfum við alltaf verið svo hamingjusöm;-)

Fyrr en varir verða D og B komnir aftur saman í ríkisstjórn en það er best að hafa varann á, þeir eiga eftir að drepast úr hlátri yfir því hvernig var hægt að spila með fólk.


mbl.is Gerði ekki kröfu um greiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað

Ég hef aldrei skilið þá röksemdafærslu að það sé rétt að halda íslensku þjóðinni í myrkri hvað varðar Evrópusambandið. Fyrir löngu síðan komst ég að þeirri niðurstöðu að þeir sem vildu nota íslensku krónuna í fjárhættuspili væru þeir sem helst væru andsnúnir þeim möguleika að Ísland gangi í sambandið. Ég hef ekkert skipt um skoðun á því.

Eina leiðin til að vita hvað í sambandsaðild felst er að fara í samningaviðræður og hafa það svart á hvítu. Ég er orðin hundleið á öllum þessum sérfræðingum sem ímynda sér hitt og þetta byggt á  hinu og þessu sem kannski eða kannski ekki er rétt. Ég hef setið fleiri fundi en ég nenni að muna um efnið og veit að það eru álitamál en úr þeim fæst ekki skorið nema með aðildarviðræðum.

Hvenær ætlar Alþingi Íslendinga að gefa okkur leyfi til að vita sannleikann? Það er blátt áfram fáránlegt að ætla íslensku þjóðinni að greiða atkvæði um eitthvað sem enginn veit. Eina vitið er að greiða atkvæði þegar við vitum það.

Óupplýst þjóð liggur í skuldafeni, upplýstar ákvarðanir eru það sem við þurfum og þá ákvörðun getum við tekið þegar við sjáum hvað í samningi við Evrópusambandið felst. Fyrr ekki. Þeir sem vilja halda áfram að halda okkur í myrkri hvað þetta varðar hafa einhverja aðra hagsmuni í huga en íslensku þjóðarinnr.


mbl.is Viðræður skera úr um hvað Íslandi býðst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband