Leita í fréttum mbl.is

Þjóðlendumálið og Landsvirkjun

Ég hef sagt það áður og segi það enn á ný, það er með öllu ólíðandi að færa land sem hefur verið tekið sem þjóðlenda - land sem þjóðin ætti að eiga - færa það undir Landsvirkjun og ætla síðan að selja allt heila klabbið. Eru menn virkilega til í að kjósa menn til þess?
mbl.is Segir að byrjað sé að undirbúa sölu Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Skiptir þetta annars einhverju máli Lára.

Er ekki alveg eins gott að leifa þeim að braska aðeins með þetta, ætlað samfylkingin hvor sem er ekki að afsala fullveldinu til E.S.B.

Er það ekki stóri draumurinn að E.S.B reki fyrirtækið Ísland frá Brussel, og hér verði bara eitthvað embættislið sem þýðir og ljósritar dagskipanirnar.

Þetta er hvort sem er vinna margra opinberra stofnana að ljósrita og þýða.

 

Sé voða lítinn mun á að selja þetta land í bútum og eða gefa það frá sér í heilu lagi.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 2.5.2007 kl. 13:21

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Evrópusambandið er samstarfsvettvangur eins og mörg önnur fyrirbæri sem við erum þátttakendur. Engum dettur í hug að tala um að Bretar og Þjóðverjar hafi afsalað sér fullveldi, né heldur Svíar eða Danir. Öll eru þessi ríki í Evrópusambandinu.

Lára Stefánsdóttir, 2.5.2007 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband