Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Burt með biðlistana

Ekkert er sárara en að vera veikur og fá ekki hjálp eða fylgjast með sínum nánustu vera í neyð en ekki hjálp. Í góðærinu undanfarin ár var auknum tekjum ríkissjóðs ekki varið til þess að huga betur að fólkinu okkar, Sjálfstæðisframsóknin hugsaði bara um peninga. Rökin um að fyrst þurfi að afla tekna og síðan huga að fólkinu er hjómið eitt því peningarnir voru fyrir hendi en í hugum þeirra var fólkið þar ekki.

Hvernig líður fjölskyldu þar sem einn meðlimurinn bíður eftir hjartaþræðingu, rannsókn sem er tiltölulega fljótleg en sker úr um hvort hjartað er í lagi eða ekki. Viðkomandi er á biðlista með 243 öðrum, á meðan er fjölskyldan þrúguð af áhyggjum - en hún þarf að bíða.

Hvernig bregðast foreldrar við sem eiga barn með geðröskun og þarf að komast á göngudeild. sjúkdóm sem þer jafnvel þekkja ekki, vita ekki hvernig á að bregðast við en eina svarið er - barnið er á biðlista ásamt 170 öðrum börnum - barnið bíður.

Kannsi er það amma sem hefur gefið börnunum mola í munninn, prjónað sokka sem hlýjuðu í útilegum sem er orðin það gömul og lasburða að hún þarf hjúkrunarrými. Hún getur ekki lengur séð um sig sjálf en ásamt 400 öðrum bíður hún.

Barnið er ekki eins og önnur börn og foreldrarnir hafa áhyggjur og leita sér hjálpar. En þetta barn þarf að bíða ásamt 276 öðrum börnum.

Bak við biðlistana er fólk, feður, mæður, börn, aðstandendur og vinir. Þau finna öll til.

Við getum ekki beðið lengur, ríkistjórnin hefur haft úr miklum fjármunum að moða en þeir eru greinilega ekki fyrir fólkið í landinu. Samfylkingin hefur langt fram öflugar tillögur fyrir fólkið í landinu. Bíðum ekki lengur - burt með þessa ríkisstjórn.


Kosningabaráttuveður

Veðrið í þessari kosningabaráttu hér í Norðausturkjördæmi hefur verið með eindæmum gott. Ég man eftir hverjum sólardeginum á fætur öðrum í kördæminu þar sem náttúran skartar sínu fegursta. Helgin verður greinilega frábær, er að fara á Dalvík og til Ólafsfjarðar sem og að vera hér á Akureyri. Sólin er farin að skína og hlý golan leikur við andlitið.

Nú er bara að vona að við fáum ekki skelfilegt hret í maí eins og í fyrra þegar fuglarnir voru búnir að verpa og lentu í miklum hremmingum.


mbl.is Spáð allt að 20 stiga hita á Norður- og Austurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stolið frá okkur sjálfum

Mér finnst alltaf ömurlegt að heyra þegar verið er að stela úr menntastofnunum okkar tæki og búnað sem eiga að nýtast ungmennum landsins við námið. Ég vann í MH í fjögur ár við ráðgjöf en stjórnendur skólans sýndu einmitt í verki að þeir láta það ekki standa í vegi fyrir sér að ráða mann sem er búsettur annarsstaðar á landinu. Ég kom öðru hvoru í skólann en mest vann ég með fólki á Netinu. Það var alltaf nærandi fyrir sálina að koma þangað inn því starfsmenn tóku svo vel á móti mér þannig að ég fann að ég var jafngildur starfsmaður og aðrir, átti mína merktu könnu upp í hillu og var aldrei útundan eins og stundum gerist í fjarvinnu.

Okkur hlakkaði mikið til að fá nýju bygginguna og því er súrt að lesa að þar séu menn að brjótast inn og stela frá okkur sjálfum, tækjum sem eiga að nýtast við menntun ungmenna.


mbl.is Innbrot í MH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

23 kíló með ráðgjöfunum

Ég missti 23 kíló með því að fara eftir aðferð viktarráðgjafanna sem kemur upphaflega frá Danmörku. En það þarf að huga að mataræðinu alltaf og þegar vinnan keyrði úr hófi og hvað þá þegar ég fór í framboð þá þýddi ekkert að biðja um sín 300 grömm af grænmeti og borða reglulega góðan mat. Því hefur bæst á mig aftur en mestu skiptir að nú þekki ég aðferðina og strax og um hægist hlakka ég til að fara að borða þennan góða mat aftur og snikka kílóin sem eru búin að stelast á mig í burtu. En ég verð að viðurkenna að það er erfitt að passa upp á mat og hreyfingu í kosningabaráttunni sem undanfarið hefur farið í mikinn akstur um kjördæmið og opna kosningaskrifstofur ásamt því að hitta góða félaga sem vilja gera vel við mann í mat og drykk.

Það væri gaman að sjá sambærilegt Lego átak hér á landi því það er virkilega fróðlegt og eftirsóknarvert að læra af viktarráðgjöfunum, maturinn er gómsætur og margar uppskriftirnar frábærar.


mbl.is 2,3 tonn farin með hjálp lego-kubba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnuþrælkun og kaupmáttur

Á síðustu öld börðust verkamenn fyrir því að vinnutími þeirra væri innan skynsamlegra marka þannig að þeir gætu hvílst og lifað lífi fyrir utan vinnunar. Nú er þetta orðið breytt, millistéttin er full af fólki sem trúir því að það sé á gríðarlega góðum launum - jafnaðarkaupi. Vinnutíminn er hinsvegar orðinn óheyrilega langur, svo langur að segja má að vinnuveitandinn eigi líf launþegans.

Ég reiknaði út laun eins af þessum mönnum, tók saman vinnutímann og reiknaði út frá heildarlaununum hver dagvinnulaunin væru. Viðkomandi brá talsvert við þegar í ljós kom að grunnlaunin voru í raun undir umsömdum taxta verkalýðsfélagsins. Menn trúa því að það sé eðlilegt að selja vinnuveitanda líf sitt, bara ef peningurinn er nægur. Hafi menn engan frítíma er einfaldlega dýrara að lifa og þó kaupmáttur aukist verður minna úr peningunum.

Ég held að eitt brýnasta verkefni verkalýðsfélaga í landinu sé að berjast gegn jafnaðarlaunum sem hvergi eru skilgreind í samningum. Það ber að upplýsa á öflugan hátt hvað það í rauninni þýðir að vinna nánast takmarkalausa vinnu fyrir utan hefðbundinn vinnutíma og hvers virði sá tími er skv. samningum.

Síðan má ekki gleyma fjölskyldu og börnum, tómstundum og lífinu sjálfu sem gefur lífinu gildi. Enginn ætti að hafa heimild til að selja sig alfarið vinnuveitanda til takmarkalítillar ráðstöfunar. Lífið er ekki bara vinna - fyrir aðra.


mbl.is Kaupmáttur jókst um 56% á áratug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðilegt

Það er hræðilegt þegar svona lagað gerist en við þekkjum skriður af þessu tagi og spurning hvort ekki þurfi að efla eftirlit með hlíðum fyrir ofan bæi. Hér virðumst við hafa verið lánsöm að enginn hefur slasast en hættan er gífurleg.

Ég lenti í ógnvekjandi aurskriðu við Gardavatn fyrir nokkrum árum þar sem skriða kom úr þverbrattri hlíðinni og hávaðinn var svo mikill að ég varð að hrópa upp í eyrað á Gísla mínum til að hann heyrði í mér. Bílar skemmdust og tré sem var fyrir utan gluggann okkar hreinlega sópaðist í burtu. En sem betur fer urðu ekki slys á fólki. Þetta var hræðileg upplifun þannig að ég skil vel hvernig íbúum á Sauðárkróki hefur liðið.

Erfitt er að missa góðar eignir og sérstaklega eldri hús sem ekki er hægt að bæta.


mbl.is Hlíðin kom niður í heilu lagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk fyrir alvöru frétt

Það er sannarlega kominn tími til að fá alvöru fréttir á Íslandi og hér stígur Morgunblaðið skref í þá átt að tryggja okkur beinar fréttir utan úr heimi en ekki verksmiðjuframleiddar fréttir stóru fréttastofanna. Systir mín var einmitt að ræða það í gær að hún hefði verið að horfa á Al Jazzera fréttastöðina þar sem fjallað var um menntamál í Sómalíu og rætt í því samhengi við prófessor í háskóla frá Sómalíu. "Ég hafði ekkert hugsað út í það að Sómalir ættu háskóla" sagði hún. Hugsanir okkar eru orðnar svo brenglaðar að við gerum okkur ekki grein fyrir því hvað er að gerast víða um heim.

Ég var í Amman fyrir tveimur árum og rak í rogastans þegar ég sá þar flóttamannabúðir Palestínumanna. Ég var illa upplýst, þarna hafa þeir verið í langan tíma. Ég var í Cluj-Napoka fyrir 6 árum og varð jafn undrandi þegar ég sá afleiðingar af því hvernig Causescu hafði byggt íbúðablokkir ofaná fallegum einbýlishúsahverfum. "Við máttum bara borða eitt egg á viku" sagði Mihai vinur minn þar, "af því meira var ekki hollt". Fyrir sjö árum var ég í Mexíkóborg í tengslum við götubarnaverkefni í Kidlink þar sem ég er sjálfboðaliði. Þar hitti ég götudrengi sem höfðu sagt á netinu að þeir byggju í fallegu húsi með yndislegum garði og ættu frábæran hund. Ég sá hálfbrunnið hús, moldargarð með einum kaktus og hund með gyllinæð dragandi á eftir sér.

Við þurfum að gera okkur grein fyrir lífinu í veröldinni, ekki láta mata okkur á verksmiðjuframleiddum fréttum af útlendingum að flýta sér.

Morgunblaðið á hrós skilið fyrir þessa frétt og megi þeir ganga lengra á þessari braut.


mbl.is Tvær milljónir Íraka hafa flúið land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill kraftur á landsfundi

Það er gaman á landsfundi og sérstaklega að hitta flokksfélaga frá landinu öllu, styrkja tengsl og mynda ný. Það var frábært að fá norrænu leiðtoga jafnaðarmanna frá Danmörku og Svíþjóð sem mæltist báðum afar vel á fundinum. Hér má sjá umfjöllun um það á vef sænsku jafnaðarmannanna.

Ingibjörg Sólrún var fagleg og stefnuföst og frábært að hafa slíkan leiðtoga og lokavinnan við stefnumálin gengur einstaklega vel og verður traust að hafa þau með í kosningabaráttunni.


Eignaupptaka Sjálfstæðisflokksins

Þjóðlendumálið er með ólíkindum, fólk með þinglýstar eignir jafnvel meira en 120 ár aftur í tímann þarf að búa við eignaupptöku vegna óbilgjarnra aðferða ríkisins. Ég hef sjaldan orðið meira undrandi en á þessu máli þar sem flestir töldu að til stæði að skilgreina land á hálendi Íslands en í staðinn er ríkið með ýtrustu kröfur og heimtar sönnunarbyrði í einhverjum dæmum aftur á landnámsöld. Sjálfstæðismenn hefðu getað staðið fyrir því að breyta lögunum og séð til þess að lagaumhverfið væri með þeim hætti að eigendur byggju við sanngjarna málsmeðferð en það hafa þeir ekki gert. Þrátt fyrir að þeir segist styðja eignarrétt fólks finnst mér að hér sé allt of langt gengið. Býður mér í grun að þeir séu að reyna að sölsa undir sig náttúruauðlindum, setja þær undir Landsvirkjun og selja síðan hæstbjóðanda alltsaman. Erum við til í að selja auðlindir landsins með þessum hætti?

Hvers vegna að skilgreina land sem þjóðlendu og gefa það síðan fyrirtæki sem ætlunin er að selja einkaaðilum? Eru menn til í þetta?


Góður liðsmaður

Magnús Már hefur verið góður liðsmaður í Samfylkingunni frá því ég kynntist honum þar fyrir fjórum árum. Hann hefur verið einstaklega duglegur að styðja við bakið á ungliðastarfi hér í Norðausturkjördæminu og væri fengur að því að fá hann í framkvæmdastjórnina.
mbl.is Býður sig fram í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband