Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Einstaklingsframtak

Einstaklingsframtak Ólafs nýtur lítils fylgis innan Frjálslynda flokksins fyrir utan stuðning formannsins. Klofningur Frjálslynda flokksins er greinilegur eftir að afstaða varaborgarfulltrúans og þess sem næst kemur. Nú má ekkert bjáta á hjá Ólafi þá er meirihlutinn í Reykjavík fallinn því varaborgarfulltrúi er kjörinn nákvæmlega á sömu atkvæðunum og aðalborgarfulltrúinn. Því verður nýr meirihluti borgarinnar að passa vel uppá nýja borgarstjórann sinn, gefa honum lýsi og vítamín upp á hvern dag, gæta þess að hann hvílist vel og ekkert komi fyrir hann. Meirihluti sem hvílir á einum og aðeins einum er veikur og lítt starfhæfur þegar varamaðurinn styður ekki málið.

Merkilegt er þó að Reykjavíkurflugvöllur er gerður að aðalmáli sérstaklega í ljósi þess að þar á ekkert að gerast á kjörtímabilinu annað en rannsóknir. Mikið mál um ekki neitt.

 

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún: telur nýjan meirihluta óstarfhæfan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband