Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Lífsgæði ríka landsins

Merkilegt hvað jafn ríkri þjóð og Norðmenn eru tekst að spara sér. Ég er afar hissa á þessari frétt þar sem ég hélt að einmitt þeim gæti tekist vel upp á þessu sviði. Það er víðar en hér á Akureyri sem fjöldi lögreglumanna á íbúa fækkar mjög og umhugsunarefni hvort þetta eru þau lífsgæði sem við vildum sjá.
mbl.is Óslóarlögreglan næsta ráðþrota gagnvart aukinni glæpatíðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavík læri af Akureyri

Ég held að Reykjavík ætti að taka sér Akureyri til fyrirmyndar í átaki gegn svifryki og gera almenningssamgöngur gjaldfrjálsar. Sparnaðurinn er ótvíræður og gæti enn aukist ef tekið er tillit til heilbrigðis íbúanna.

Við Akureyringar erum einnig að berjast við svifryk enda bærinn í skjóli hárra fjalla þar sem staðviðri er algengt. Þannig liggur rykið yfir bænum en hér hafa menn gripið til aðgerða. Almenningssamgöngur eru gjaldfrjálsar og íbúar hafa í auknum mæli notað vagnana, dregið hefur verið úr sandburði á götur og verið er að hyggja að fleiru.

Það þýðir ekki bara að tala um umhverfismál það þarf að vinna í þeim líka.


mbl.is Útlit fyrir minni loftmengun í Reykjavík á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eignumst líf!

Mikið er ég sammála, það er fjöldi manna búinn að selja fyrirtækjum líf sitt oft fyrir bág kör í nafni "jafnaðarlauna" en þegar vinnutími er reiknaður þá eru grunnlaunin stundum undir lágmarkslaunum án þess að menn átti sig á því. Á sama tíma eru menn að ræna sig (eða rændir) lífi utan vinnunnar og nánast eru ekki til nema í vinnunni. Ég held að þetta sé eitt mesta mein okkar við þurfum að vinna svo hrottalega mikið til að halda þeim lifistandard sem er í landinu.

Ef við gætum unnið bara 40 stunda vinnuviku væri lífið harla gott og margt sem hægt væri að gera í tómstundum með fjölskyldu og vinum.


mbl.is Samfylkingin vill taka upp viðræður um að stytta vinnutíma í áföngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segir ráðherrann Framsóknarráðherrann?

Þegar Vilhjálmur tekur Skógræktarfélag Reykjavíkur á teppið og fær þá til að hætta við kæru sprettur upp Skógrækt ríkisins og kærir. En nú hefur málið skipt um ríkisstjórnarflokk því landbúnaðarráðherra er jú yfir Skógrækt ríkisins og þá er spurning hvernig deilur sjálfstæðismannanna í Kópavogi og í Reykjavík fara þegar Framsóknarráðherrann hefur með deiluna að gera. Hér er kjörið tækifæri til þess að hrekkja samstarfsflokkinn undir ákaflega sakleysislegu yfirbragði.

Tja eða þá að landbúnaðarráðherra er sammála mönnum um að þarna hafi verið farið fram með offorsi og trjáránið í ofanálag sé of langt gengið.

Það verður ekki síður spennandi að fylgjast með þessu máli;-)


mbl.is Skógrækt ríkisins kærir röskun á skóglendi í Heiðmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil samgönguhindrun

Ég var í Seyðisfirði í dag þegar lokað var yfir heiðina. Svona lítil frétt segir þeim sem fjarri búa frekar lítið en fyrir bæjarbúa hefur þessi frétt mikla þýðingu. Konur sem áttu að koma í sónar á spítalann í Seyðisfirði komust hvergi utan ein sem barðist yfir heiðina. Ungmenni komust ekki í skólann í Menntaskólanum á Egilsstöðum og fólk komst ekki í vinnuna. Það sátu allir fastir.

Ég fór síðan yfir eftir hádegið þegar vindstyrkurinn var kominn "niður í" 16 metra á sekúndu og blindan var mikil og eitt skipti þurftum við að stoppa alveg og bíða þar til við vorum farin að sjá eitthvað smávegis af veginum.

Það er greinilegt að samgöngubætur eru mikilvægar fyrir Seyðisfjörð en eina leiðin þangað sem er mannsæmandi eru göng. Því er að mínu mati mikilvægt að hugsa um samgöngur í Fjarðabyggð, Mjóafirði og Seyðisfirði sem heild til að styrkja þær opinberu stofnanir sem eru á svæðinu, efla atvinnusvæðið og auka öryggið.


mbl.is Fjarðarheiði lokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftur og nýbúinn...

Ég hélt ég væri að lesa gamlan Mogga þegar ég las þessa frétt, það er stutt síðan vísað var í Mohamad ElBaradei um þetta sama mál. En síðan verða þetta aftur fréttir stuttu síðar þegar ElBaradei talar við Financial Times. Kannski eru það tímasetningarnar sem nú skipta máli eða er það sama upp á teningnum núna og þegar verið var að sannfæra heiminn um að Írakar væru um það bil að framleiða gjöreyðingarvopn?

Spurningin er líka sú í þessu samhengi hversu langt er hægt að ganga að þjóðum þar til óhapp verður. Er staðan þannig að Íran myndi sprengja kjarnorkusprengju í öðru landi sér til gamans gert? Eða er fyrst og fremst verið að tala um athugasemdir þeirra varðandi Ísrael og þeir geti þá hugsanlega komið sprengju þangað heiman að frá sér?

Mig vantar frekari upplýsingar, geta Íranir sprengt kjarnorkusprengju í Ísrael, koma þeir henni þangað yfir Írak og Jórdaníu? Eða fjallar óttinn um að sprengt verði í Írak þar sem Bandaríkjamenn ásamt fleirum eru með herdeildir. Hverjum stafar mesta ógnin af Íran í dag?


mbl.is IAEA: Íranar gætu hafið fjöldaframleiðslu á auðguðu úrani á næstu sex mánuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð ráðherra

Þegar ríkisfyrirtæki brýtur lög og samþykkir að það hafi gert það, hvaða ábyrgð ber þá eigandinn??? Er það ekki ráðherra sem fer með ÖLL hlutabréf í viðkomandi fyrirtæki? Þetta á auðvitað við Landsvirkjun en var búið að selja Símann þegar þetta var?

Ráðherrar hafa margítrekað neitað að svara nokkru til um ríkisfyrirtæki sem hafa verið "einkavædd" en eru í eigu ríkisins og ráðherra fer með öll hlutabréfin.

Ja segið mér nú, eru ráðherrar ábyrgðarlausir í þessum málum?

 


mbl.is Síminn og Landsvirkjun viðurkenna brot á samkeppnislögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tugir þúsunda???

Ég þurfti virkilega að staldra við setninguna "Hvert tré er metið á tugi þúsunda króna" og velta fyrir mér hvað stór tré kosta. Þá mundi ég eftir hríslunum sem ég hef verið að setja niður við sumarbústaðinn minn sem kosta nokkra þúsundkalla. Nú er spurning hvort það sé alltaf hægt að setja tré niður aftur en ef menn hafa varðveitt trén með rótarkerfi hjá verktakanum þá er greinilega búið að undirbúa sölu á þeim.

Hver ætli samningur Skógræktarfélagsins hafi verið varðandi þetta mál? Gleymdist kannski að semja um trén eins og málverkin í Landsbankanum forðum?


mbl.is Tré úr Heiðmörk fundust á lóð verktaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tuddaskapur í trjálundi

Ég hef oft haft áhyggjur af meðvitundarleysi höfuðborgarsvæðisins með nærumhverfi sitt. Það hefur verið í mínum huga einn höfuðkosta þess hversu stutt er í hreina náttúru en síðustu ár er slíkt alveg að hverfa. Hellisheiðin orðin nálapúði masturströlla sem flytja orku í bæinn, menn arka tún og engi, götur og slóða til að mótmæla raski um allt land en síðan þegar kemur að túngarðinum heima þá er eins og ekki sé nokkur meðvitund með umhverfismálum umhverfis höfuðborgarsvæðið.

Ég vona nú að þetta fari virkilega að breytast og menn fari að huga að nærumhverfinu ekki síður en því sem er fjær.


mbl.is Skarð rofið í Þjóðhátíðarlundinn án vitneskju borgaryfirvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er það búið

Nú þegar ný stjórn hefur verið kosin fyrir Ríkisútvarpið ohf þá lýkur líklega mínum dögum í útvarpsráði. Þá er við hæfi að óska Ríkisútvarpinu alls hins besta í nýju rekstrarfyrirkomulagi.
mbl.is Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. kjörin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband