Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fróðlegt mál

Að mér vitandi er þetta í fyrsta skipti sem einhver höfðar mál vegna aðsúgs á neti og annarsstaðar gagnvart fjölda manns. Logið er sannarlega upp á manninn en án þess að leita dóms og laga ræðst fjöldi manna gegn meintum glæpamanni. Þetta mál sýnir okkur betur en nokkuð annað mál hversu hættulegur dómstóll götunnar er. Ég tók mynd af Lúkasi litla í fyrravetur sem má sjá á Flickr síðunni minni en hún er líka límd hérna inn.


mbl.is Lúkasarmálið fer senn fyrir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjaftasögupólitík

Ég er orðin mjög undrandi á framkomu Framsóknarpiltanna hvert þeir eru eiginlega að fara. Yfirlýsingar um að forsætisráðherra vilji ekki skilyrðislaus lán og geti fengið forsætisráðherra Noregs til að ljúga fyrir sig er svo sérkennilegt að ég undrast að nokkur láti sér detta sér í hug að trúa því yfirhöfuð. Eru menn komnir svo langt í afneituninni að næst láta þeir sér detta í hug að Jóhanna stjórni AGS, Evrópusambandinu, Bandaríkjunum og kannski heiminum öllum? Hún geti pantað yfirlýsingar frá ráðamönnum heimsins eins og henni dettur í hug?

Eitt er að láta sér detta í hug að koma með svona fullyrðingar en annað er að trúa þeim.


mbl.is Jóhanna beitti sér gegn láninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvald þingmanna eða félagsaðild

Dulbúin tillaga þingmanna um að þeir einir myndu ákveða hver skoðun þeirra sem styðja flokkinn féll. Undir yfirskini lýðræðis þar sem allir "máttu vera með" en í rauninni ekki ráða neinu ætluðu þeir að hafa alvald og það síbreytilegt eftir því sem vindarnir blása. Það eru mikil vonbrigði að sjá hversu ólýðræðisleg vinnubrögð þessir kjörnu þingmenn vilja viðhafa, svo langt frá því sem lagt var upp með. Það er ágætt að þeir sem börðust fyrir því að einmitt þetta fólk var kjörið til þings sýni þeim að þau eru hluti heildar sem vill berjast fyrir ákveðnum hlutum. Enginn flokkur hefur hundsað bakland sitt eins illilega og þingmenn Borgarahreyfingarinnar og verður fróðlegt hvernig þeir bregðast við útreið þeirri sem alvaldstillaga þeirra fékk.
mbl.is Tillaga þingmanna féll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef Noregur fer inn, hvar erum við þá?

Þau okkar sem hafa farið á fundi á vegum evrópsks samstarfs þekkjum vel hvaða tilfinning það er að vera utanveltu. Á meðan hinar þjóðirnar skipuleggja samstarf, leggja á ráðin, móta tillögur þá erum við ekki með. Fáum að hlusta, vera stundum með en afsölum okkar samningsrétti og röddu við borð Evrópu tökum á móti lagasetningu þeirra, sendum hana í þýðingu og Alþingi afgreiðir þykka skjalabunka án þess að hafa alltaf forsendur til að þekkja til mála því okkar sérfræðingar hafa mismikið aðgengi að lagasetningunni. Er ekki tími til kominn að vera fullgildir aðilar í samfélagi Evrópuþjóða? Hvar verðum við ef Noregur fer inn? EES samningurinn er orðinn veikur þar sem flestar þeirra þjóða sem stóðu að honum upphaflega eru gengnar í sambandið. Kannski eigum við mest sameiginlegt með Noregi og Liechtenstein. Allavega eru falleg fjöll í báðum ríkjunum eins og hjá okkur. En ættum við ekki að vera fullgild meðal flestra Evrópuþjóða?
mbl.is Íslensk umsókn rædd í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hindra ákvarðanir byggðar á þekkingu

Merkilegt hversu Sjálfstæðismenn streitast við að leyfa þjóðinni að sjá hvað í samningi felst áður en hún gerir upp hug sinn. Þeim finnst mikilvægast að berjast fyrir því að menn ákveði sig án þess að vita nokkurn skapaðan hlut um innihaldið. Er það eindregin skoðun þeirra að halda þjóðinni óupplýstri? Ég verð að viðurkenna að mér finnst dálítið ógnvekjandi hvað þeir eru á móti upplýstri ákvörðun.
mbl.is Áfram deilt um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viska "að handan"

Ég verð að dást að snilld Sjálfstæðismanna að sækja fram og fá fólk til að trúa sér þrátt fyrir að það hafi komið skýrt fram í fjölmiðlum um að þeir hafi gert nákvæmlega hið þverstæða. Var ekki einhver smáundirskrift sem Árni Matt og Davíð skutluðu á pappír - alveg gleymt. Lækkaði Davíð ekki vexti nokkrum dögum áður en AGS kom að málum og hækkuðu vextirnir ekki lítið m.v. það sem þeir voru nokkrum dögum fyrr? Það er eins og mig rámi í það.

Tilvísanir um að hitt og þetta sé "til í kerfinu" hefur hingað til reynst haldlaust og hvorki Davíð né embættismenn hafa getað fundið það sem hann segir að sé til. Sumsé þegar starfsævin á ríkisspenanum er búin þá er hægt að öðlast gríðarlegar gáfur "að handan" um allt sem ekki var hægt að ráða við eða átta sig á þegar til þess var tækifæri. Sumsé viskan jókst þegar hægt var að kenna öðrum um en sjálfum sér.

En eins og ég segi, ég þekki Íslendinga illa ef þeir byrja ekki að bugta sig og beygja fyrir orðum þessa manns. Gullfiskaminnið er aðalsmerki þjóðarinnar og kannski þess vegna höfum við alltaf verið svo hamingjusöm;-)

Fyrr en varir verða D og B komnir aftur saman í ríkisstjórn en það er best að hafa varann á, þeir eiga eftir að drepast úr hlátri yfir því hvernig var hægt að spila með fólk.


mbl.is Gerði ekki kröfu um greiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað

Ég hef aldrei skilið þá röksemdafærslu að það sé rétt að halda íslensku þjóðinni í myrkri hvað varðar Evrópusambandið. Fyrir löngu síðan komst ég að þeirri niðurstöðu að þeir sem vildu nota íslensku krónuna í fjárhættuspili væru þeir sem helst væru andsnúnir þeim möguleika að Ísland gangi í sambandið. Ég hef ekkert skipt um skoðun á því.

Eina leiðin til að vita hvað í sambandsaðild felst er að fara í samningaviðræður og hafa það svart á hvítu. Ég er orðin hundleið á öllum þessum sérfræðingum sem ímynda sér hitt og þetta byggt á  hinu og þessu sem kannski eða kannski ekki er rétt. Ég hef setið fleiri fundi en ég nenni að muna um efnið og veit að það eru álitamál en úr þeim fæst ekki skorið nema með aðildarviðræðum.

Hvenær ætlar Alþingi Íslendinga að gefa okkur leyfi til að vita sannleikann? Það er blátt áfram fáránlegt að ætla íslensku þjóðinni að greiða atkvæði um eitthvað sem enginn veit. Eina vitið er að greiða atkvæði þegar við vitum það.

Óupplýst þjóð liggur í skuldafeni, upplýstar ákvarðanir eru það sem við þurfum og þá ákvörðun getum við tekið þegar við sjáum hvað í samningi við Evrópusambandið felst. Fyrr ekki. Þeir sem vilja halda áfram að halda okkur í myrkri hvað þetta varðar hafa einhverja aðra hagsmuni í huga en íslensku þjóðarinnr.


mbl.is Viðræður skera úr um hvað Íslandi býðst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostar ekkert

Hermann Jón hefur afsalað sér biðlaunum sem og fráfarandi bæjarstjóri. Þarna sýna menn í erfiðum kringumstæðum hvernig á að vinna. Fyrir okkur hjá Samfylkingunni er spennandi að taka við keflinu þrátt fyrir að tímarnir séu erfiðir. Hópurinn sem stendur að baki Hermanns er þéttur og hefur fundað á hverjum mánudegi frá upphafi kjörtímabils. Þar hittast fulltrúar í nefndum, ungliðar og 60+ og fara yfir málin. Þetta er um 20 manna hópur, nýir bætast við og aðrir flytjast burtu. Fyrir vikið er  hópurinn meðvitaður um hvað er að gerast, tekur þátt í ákvörðunum og stefnumótun.

Starfið hefur verið til fyrirmyndar og verður gaman að fást við aðdraganda kosninga með stefnumótunarvinnu og lausnaleit því næg eru verkefnin.


mbl.is Akureyri komi sem best út úr öldudalnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyr, heyr

Það er tími kominn til að menn nýti nútímatækni í námi og skólastarfi. Með stafrænu námsefni má breyta kennsluháttum töluvert svo ekki sé talað um níðþungar skólatöskur. Flest hefur þróast í lífi barna utan námið en ég túlkaði þetta einmitt nýlega í samsettri ljósmynd sem kallast "Homo Zappiens", börn nútímans þekkja að stökkva á milli atriða, sjónvarps, farsíma, tölvu en í skólanum er ennþá skrifað í bók og jafnvel minna en áður var. Þessu þarf auðvitað að breyta og ótrúlegt hversu staðfastur skólinn er í að vera gamaldags.
mbl.is Stafrænar skólabækur í Kaliforníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsileg keppni

Í hverri viku hef ég undrast hversu margt hæfileikaríkt fólk hefur verið í þessari keppni. Ótrúlega margir hefðu getað unnið Holly Steel, Shaheen Jafargholi, Flawless, Adrian Davis, Julian Smith, Shaun Smith, Greg Prichard svo ekki sé minnst á Susan Boyle og Diversity. Susan varð heimsfræg á örskotsstundu og mun því örugglega geta látið draum sinn rætast um að gefa út plötu. Þessi atvinnulausa kona sem sinnir sjálfboðastarfi í kirkjunni sinni felur feimnina bak við dálitla stæla. Hún skaðaðist í fæðingu og hefur því átt erfitt með nám en hefur greinilega stórt hjarta því hún sinnti móður sinni fram í andlátið. Þá var komið að henni sjálfri og Britain Got Talent gaf henni tækifæri. Lífið hefur breyst mikið fyrir þessa tæplega fimmtugu konu á stuttum tíma.

Styrkleiki Diversity var fyrst og fremst kóreógrafían sem var tær snilld. Tíu piltar, þar af þrennir bræður, af þremur kynþáttum, litlir og stórir, við nám og störf í afar mismunandi greinum. Saman voru þeir hinsvegar eins og ein vel smurð vél. Fyrst hrifu þeir mig vegna þess boðskapar sem var í atriði þeirra, síðan hversu agaðir þeir voru í dansi sínum sem kannski er meira leikþáttur og látbragðsleikur samþætt við ótrúlega dansfimi.

Það voru margir í miklu uppáhaldi hjá mér en helstir voru líklega Holly Steel og Greg Prichard ásamt Diversity og Susan Boyle. Diversity eru vel að sigrinum komnir en fyrst og fremst má óska þeim sem sjá um þennan sjónvarpsþátt til hamingju. Við grófum eftir gulli sagði einn dómarinn og við fundum það. Dag eftir dag horfðu þau á mismunandi vel heppnuð atriði sem áreiðanlega hefur tekið á þolinmæðina, en þau uppskáru laun erfiðisins, frábæra sjónvarpsþætti sem njóta heimsathygli og á sama tíma gáfu þau fólki tækifæri sem hafði þau ekki áður.


mbl.is Boyle tapaði fyrir dönsurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband