Leita í fréttum mbl.is

Glćsileg keppni

Í hverri viku hef ég undrast hversu margt hćfileikaríkt fólk hefur veriđ í ţessari keppni. Ótrúlega margir hefđu getađ unniđ Holly Steel, Shaheen Jafargholi, Flawless, Adrian Davis, Julian Smith, Shaun Smith, Greg Prichard svo ekki sé minnst á Susan Boyle og Diversity. Susan varđ heimsfrćg á örskotsstundu og mun ţví örugglega geta látiđ draum sinn rćtast um ađ gefa út plötu. Ţessi atvinnulausa kona sem sinnir sjálfbođastarfi í kirkjunni sinni felur feimnina bak viđ dálitla stćla. Hún skađađist í fćđingu og hefur ţví átt erfitt međ nám en hefur greinilega stórt hjarta ţví hún sinnti móđur sinni fram í andlátiđ. Ţá var komiđ ađ henni sjálfri og Britain Got Talent gaf henni tćkifćri. Lífiđ hefur breyst mikiđ fyrir ţessa tćplega fimmtugu konu á stuttum tíma.

Styrkleiki Diversity var fyrst og fremst kóreógrafían sem var tćr snilld. Tíu piltar, ţar af ţrennir brćđur, af ţremur kynţáttum, litlir og stórir, viđ nám og störf í afar mismunandi greinum. Saman voru ţeir hinsvegar eins og ein vel smurđ vél. Fyrst hrifu ţeir mig vegna ţess bođskapar sem var í atriđi ţeirra, síđan hversu agađir ţeir voru í dansi sínum sem kannski er meira leikţáttur og látbragđsleikur samţćtt viđ ótrúlega dansfimi.

Ţađ voru margir í miklu uppáhaldi hjá mér en helstir voru líklega Holly Steel og Greg Prichard ásamt Diversity og Susan Boyle. Diversity eru vel ađ sigrinum komnir en fyrst og fremst má óska ţeim sem sjá um ţennan sjónvarpsţátt til hamingju. Viđ grófum eftir gulli sagđi einn dómarinn og viđ fundum ţađ. Dag eftir dag horfđu ţau á mismunandi vel heppnuđ atriđi sem áreiđanlega hefur tekiđ á ţolinmćđina, en ţau uppskáru laun erfiđisins, frábćra sjónvarpsţćtti sem njóta heimsathygli og á sama tíma gáfu ţau fólki tćkifćri sem hafđi ţau ekki áđur.


mbl.is Boyle tapađi fyrir dönsurum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband