Leita í fréttum mbl.is

Auðvitað

Ég hef aldrei skilið þá röksemdafærslu að það sé rétt að halda íslensku þjóðinni í myrkri hvað varðar Evrópusambandið. Fyrir löngu síðan komst ég að þeirri niðurstöðu að þeir sem vildu nota íslensku krónuna í fjárhættuspili væru þeir sem helst væru andsnúnir þeim möguleika að Ísland gangi í sambandið. Ég hef ekkert skipt um skoðun á því.

Eina leiðin til að vita hvað í sambandsaðild felst er að fara í samningaviðræður og hafa það svart á hvítu. Ég er orðin hundleið á öllum þessum sérfræðingum sem ímynda sér hitt og þetta byggt á  hinu og þessu sem kannski eða kannski ekki er rétt. Ég hef setið fleiri fundi en ég nenni að muna um efnið og veit að það eru álitamál en úr þeim fæst ekki skorið nema með aðildarviðræðum.

Hvenær ætlar Alþingi Íslendinga að gefa okkur leyfi til að vita sannleikann? Það er blátt áfram fáránlegt að ætla íslensku þjóðinni að greiða atkvæði um eitthvað sem enginn veit. Eina vitið er að greiða atkvæði þegar við vitum það.

Óupplýst þjóð liggur í skuldafeni, upplýstar ákvarðanir eru það sem við þurfum og þá ákvörðun getum við tekið þegar við sjáum hvað í samningi við Evrópusambandið felst. Fyrr ekki. Þeir sem vilja halda áfram að halda okkur í myrkri hvað þetta varðar hafa einhverja aðra hagsmuni í huga en íslensku þjóðarinnr.


mbl.is Viðræður skera úr um hvað Íslandi býðst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Muddur

Sko, þegar málið snýst um að fara í viðræður sem kostað geta óhemju fjármuni er auðvitað gott að vita hvort almenningur vilji virkilega fara í slíkar viðræður.

Muddur, 10.7.2009 kl. 19:05

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ég þekki ekki nokkurn mann sem vill láta halda sér áfram óupplýstum um þetta mál. Það hafa menn gert í áraraðir til þess eins að geta spilað með íslenskt samfélag eins og fárhættuspil og halda þjóðinni algerlega blindri á hvað er að gerast. Núna viljum við vita það.

Lára Stefánsdóttir, 11.7.2009 kl. 13:02

3 identicon

Slík spurning til þjóðarinnar yrði í raun efnisleg barátta sem litlu skilaði. Hún kostar um þriðjung af kostnaði við aðildarviðræðum.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband