Leita í fréttum mbl.is

Heilborun lausnin?

Göng á miðausturlandi eru gríðarlega mikilvæg og ef við getum heilborað göngin fyrir talsvert lægra verð en kostar að sprengja þá er tækifærið núna til þess að leysa samgöngur á Austurlandi og þar á meðal Seyðisfirði. Það er mikilvægt að horfa til reynslu af heilborun á Kárahnjúkasvæðinu og athuga markvisst hvort ekki sé hægt að nota þá tækni til að leysa samgöngumál fyrir austan.

Þegar ég var á Seyðisfirði ekki alls fyrir löngu þá voru ófrískar konur fastar á heiðinni sem voru á leið frá Egilsstöðum á sjúkrahúsið í Seyðisfirði í mæðraskoðun. Fólk komst ekki til vinnu eða í skóla á Egisstöðum þrátt fyrir að leiðin sé býsna stutt.

Þegar Norræna er síðan að koma til landsins allan veturinn þá er auðvitað mjög hvimleitt ef ferðamenn komast ekki til og frá Seyðisfirði á öruggan hátt.

Vinnumarkaðurinn stækkar talsvert ef Seyðfirðingar komast til Fjarðabyggðar tiltölulega fljótlega en auknar samgöngur fyrir austan eru gríðarlega mikilvægar.


mbl.is 82% af neyðarútköllum vegna aðstoðar á landi vegna umferðar um Fjarðarheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband