Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Málþæfur

Fyrir ekki svo löngu kvörtuðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins yfir því að hafa ekki margt að gera á þingi. Loksins duttu þeir niður á svarið - að tala á Alþingi, og þá tala þeir fyrir alla þá þingfundi sem þeir gátu ekki sagt neitt.

Í gegnum huga mér fara svipmyndir af vandlætingarfullum Sjálfstæðismönnum að kvarta yfir málþófi liðinna þinga. Þetta langaði þá sjálfa til að gera og njóta sín til fulls með söng og upptalningum. Svona ætla þeir að leysa kreppuna.


mbl.is 26 sjálfstæðismenn á mælendaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæsilegt - nú vorum við heppin!!!

Niðurstaðan í varaformannskjörinu er glæsileg, nú tryggjum við öflugt samstarf sveitarstjórnarstigsins og þingsins við stjórn flokksins. Þetta er góður dagur!
mbl.is Dagur nýr varaformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmennið á Rifi beygir fámennið í Bolungarvík

Ég sé í hendi mér hvernig Rif, sá stórstaður á Snæfellsnesi beygir ráðherra frá smábænum Bolungarvík. Ekki geng í nokkrar grafgötur með að þarna hefur mannfjöldinn á Rifi neytt síns mikla aflsmunar. Ekki skaðar svo að ekki er langt til hinnar fjölmennu stórborgar Ólafsvíkur á meðan frá Bolungarvík til smástaðarins Ísafjarðar er auðvitað miklu  miklu lengra.

Ég held að það sé alveg tímabært að hvetja svona stórbæi eins og Rif að taka tillit til fámennra staða í landinu. Vonandi hefur Hjalteyri það í huga svo við hérna á Akureyri verðum ekki svínbeygð.

Staðarpólitíkin er frekar ofmetin nema hjá þeim sem voru í pólitík fyrir hálfri öld, það er mín reynsla. Fólk kýs einfaldlega þá sem það vill fá í forystu og á þing. Það er ekki nóg að aka um með bæjarfánann.


mbl.is „Mun að sjálfsögðu taka þetta sæti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgað fyrir viðtöl???

Mér finnst vel gert hjá Dögg Pálsdóttur að birta sundurliðun á kostnaði vegna prófkjörs og þá sérstaklega að sjá að fjölmiðlar rukka viðmælendur sérstaklega fyrir viðtöl. Ég verð að segja eins og er að hér eftir gef ég ekki gramm fyrir viðtöl eða frásagnir á ÍNN og Útvarpi Sögu því ef menn geta borgað fyrir viðtal við sig, hlýtur að vera borgað fyrir spurningar og hvernig viðtalið á að vera. Þar með eru þetta auðvitað bara auglýsingar og hafa ekki annað gildi. Varla fara menn að hrella viðmælanda sem borgar sjálfur fyrir að láta tala við sig því þá væri nú frekar ólíklegt að menn borguðu aftur nema þeir væru haldnir sjálfspíningarhvöt.

 


mbl.is Prófkjörið kostaði 442 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirsjá

Það er mikil eftirsjá af N4 og forvera þeirra Aksjón. Segja má að það hafi verið forréttindi að geta fylgst með fréttum úr heimabyggð í sjónvarpinu ásamt því að oft komu þeir fréttum á Stöð 2 frá Akureyri. Á N4 voru oft skemmtilegir umræðuþættir og pólitísk álitamál skoðuð.

Um leið og ég vil þakka fyrir það sem vel hefur verið gert á þessum sjónvarpsstöðvum og séstaklega starfsfólkinu sem þar hefur starfað í gagnum árin óska ég þeim velfarnaðar á óvissutímum.


mbl.is N4 hættir útsendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað svo?

Sigmundur Davíðsson hafði greinilega ekki umboð þingflokks fyrir tilboð sitt og þingflokkurinn hefur nú sýnt honum hver ræður. Nú eru þrjár leiðir í stöðunni:

I. Minnihlutastjórn undir stjórn Framsóknarflokksins án þess að hann beri ábyrgð með beinni þátttöku.

II. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur myndi ríkisstjórn sem fólk myndi e.t.v. sætta sig við ef þeir punta upp "sérfræðinga" í ráðherrastóla.

III. Rjúfa þing og boða til kosninga innan 45 daga.

Áttu menn að treysta tilboði Framsóknar? Var það ekki bara klókt útspil til að fella ríkisstjórnina, tilboð sem þeir ætluðu ekki að standa við?


mbl.is Ósætti um aðgerðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æi

Ég verð að viðurkenna að örskotsstund var ég slegin blindu, bara sisvona eins og ég væri slegin út af laginu. Rétt eins og gerist í bíómyndum, menn fá höfuðhögg og sjá bara blóm, grasið grænt og fuglarnir sveima tístandi yfir. Litirnir glampa og einhvernvegin verður allt svo bjart. Svo rankar maður við sér, það er vetur, skítkalt, varla fugl að sjá, nema hrafn í ástarbríma með matarleifar í kjaftinum.


mbl.is Telur forsendur fyrir stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framboð

Nú þarf að hafa hraðar hendur með að finna frambjóðendur og ekki síst finna út hverjir hafa áhuga á að bjóða sig fram og hverja Samfylkingin telur góða kandídata. Ég gerði upp strax á fyrsta fundi eftir síðustu kosningar og sagði frá því á fundi hér á Akureyri að ég ætlaði ekki að bjóða mig fram aftur. Í aðdraganda síðustu kosninga var ég búin að ákveða að breyta um viðfangsefni búin að vinna við tölvur með einum eða öðrum hætti í nær 30 ár. Því langaði mig að spreyta mig á þingstörfum og bauð mig fram en mitt B plan var að fara í meistaranám (MFA) í heimildaljósmyndun í Academy of Art University í San Francisco. Ég hóf námið strax í júní eftir kosningar og nýt námsins til hins ítrasta.

Ég ákvað að gerast blankur námsmaður en vera ekki í fullri vinnu með og klára námið hratt og örugglega svo í stað þess að útskrifast haustið 2010 eins og upphafleg áætlun skólans hljómaðiþá útskrifast ég nú í vor. Þessi breyting hefur verið frábær, námið hefur nýst mér vel. Því langar mig að halda áfram á þeirri braut. Nokkrir hafa rætt við mig um að endurskoða fyrri ákvörðun, ég hef gert það og komist að nákvæmlega sömu niðurstöðu. Ég veit hvað prófkjör og kosningar eru fyrir þann sem situr í átakasæti. Ég hef tvisvar sest á þing á síðasta kjörtímabili og séð hvernig unnið var. Þetta freistar mín ekki, það gerir ljósmyndunin hinsvegar.

Þó svo að ég viti að framtíðarmöguleikar heimildaljósmyndara séu e.t.v. ekki bjartir þá nýt ég þess að vera úti í íslenskri náttúru, hvaða veðri sem hún býður mér uppá, finna sjónarhorn, vinna úr þeim og gera úr því heildstæða mynd. Ef einhvern langar að líta á verkin mín þá eru þau hér í myndaalbúminu mínu


Er þingmennska hlutastarf?

Hef oft velt þessu fyrir mér varðandi þingmenn í meira og minna öllum flokkum sem sitja í sveitarstjórnum, eru í námi og margt fleira. Öflugastur er nýkjörinn varaformaður Framsóknar sem síðast þegar ég vissi sat í sveitastjórn Fjallabyggðar (Siglufjarðar og Ólafsfjarðar), stundaði meistaranámí HÍ, var með sjónvarpsþátt á ÍNN og þingmaður. Hef aldrei skilið hvernig hann kemst yfir þetta alltsaman.


mbl.is Lögreglumenn skoða úrsögn úr BSRB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband