Leita í fréttum mbl.is

Er þingmennska hlutastarf?

Hef oft velt þessu fyrir mér varðandi þingmenn í meira og minna öllum flokkum sem sitja í sveitarstjórnum, eru í námi og margt fleira. Öflugastur er nýkjörinn varaformaður Framsóknar sem síðast þegar ég vissi sat í sveitastjórn Fjallabyggðar (Siglufjarðar og Ólafsfjarðar), stundaði meistaranámí HÍ, var með sjónvarpsþátt á ÍNN og þingmaður. Hef aldrei skilið hvernig hann kemst yfir þetta alltsaman.


mbl.is Lögreglumenn skoða úrsögn úr BSRB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nýi Jón Jónsson ehf

Það mætti halda það að þingmennska væri sýndarmennska og hver sem er gæti setið þarna og blaðrað, þeas þegar þeir mæta því mér finnst salurinn nánast alltaf hálfsetinn nema við þingsetningu og slit. Hjartanlega sammála þér, það mætti halda það að þingmennska væri meira hobbý en 100% starf, margir þingmenn eru í fullum störfum annarsstaðar nema það sé bara hlutastarf, en ef það er hlutastarf á þá ekki 100% þingmannsstarf að skerðast sem því nemur ?

Nýi Jón Jónsson ehf, 26.1.2009 kl. 20:55

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Tja það er engin ástæða fyrir 63 einstaklinga að sitja í sal undir öllum ræðum. Það er sjónvarp á hverri skrifstofu þingmanna með beinni útsendingu úr þingsal og menn koma sér saman um hver á að tala í hvaða umræðu og sérhæfa sig í ákveðnum málaflokkum. Það er það mikið að mínu mati að lesa og fara yfir til að vinna hlutina vel. Þess vegna skil ég ekki hvernig menn geta verið í öðrum störfum samhliða.

Lára Stefánsdóttir, 26.1.2009 kl. 22:23

3 identicon

Nýi Jón, það er ekki joð í nýi.

Guðný (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 22:45

4 Smámynd: Nýi Jón Jónsson ehf

Jú í mínum Nýja Jóni

Nýi Jón Jónsson ehf, 26.1.2009 kl. 23:12

5 identicon

Þannig að Jón er farin að endurhanna íslenskar stafsetningareglur!  Það er svo sem í samræmi við annað bull frá honum.

Guðný (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband