Leita í fréttum mbl.is

Lengsta vinnuvika!

Það er ótrúlegt að Íslendingar séu með lengstu vinnuviku OECD landanna og mikið umhugsunarefni. Er það vega þess að atvinnuþátttaka kvenna er mjög mikil? Eða er það vegna þess að vinnusemi þykir dyggð. Fram kom í yfirvinnubanni fyrir allmörgum árum að menn náðu að framkvæma sömu vinnu á skemmri tíma.

Að vera lengi í vinnunni er talið til dyggða á Íslandi og oft tengt vinnusemi sem er líklega fjarri sanni. Spurningin er hvort það eru ekki heilmörg störf laus ef menn skera niður yfirvinnu hvar sem það er mögulegt. Ég þekki til vinnustaðar sem skar niður starfsmann til að aðrir gætu verið með mikla yfirvinnu. Það er mjög ómannúðleg ráðstöfun að mínu mati og ekki hagkvæm því þar með er atvinnurekandi að fá minni vinnu fyrir meiri peninga. Ekki mikil hagfræði þar á ferðinni.

 


mbl.is Íslendingar meðal hávöxnustu þjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlega gamaldags

Framkvæmd kosninga hér á landi er ótrúlega gamaldags og ekki í nokkru samræmi við almenna þróun í landinu né þekkingu landsmanna. Ég beið í biðröð í rúman hálftíma, þegar í kjörklefa kom þá sátu þar þrír einstaklingar til að merkja við að ég væri ég í tvær mismunandi kjörskrár því hér var tvöföld kosning. Tíma tók að fletta möppum, finna heimilisfangið mitt og síðan mig. Svo fékk ég tvo miða, gekk frá mínu atkvæði og setti miða í tvo mismunandi kassa.

Einvertíman var síðan sturtað úr þessum kassa, atkvæðum handraðað, og haugur mann vinnandi við það alla nóttina að telja einn, tveir, þrír ...

Hægur leikur hefði verið fyrir tvo menn, hvorn í sínu lagi að slá inn kennitöluna mína í tölvu, þriðji kanna persónuskilríki og láta mig að því búnu fá auðkenni. Ég hefði getað gengið að tölvu í kjörklefanum, gengið frá minni kosningu og ekki nokkur maður hefði verið að vinna alla nóttina við að telja blöð.

Hér á Akureyri unnu menn samfellt í 20 tíma í undirkjörstjórn með einn og hálfan tíma í matarhlé. Þetta er auðvitað galið!


mbl.is Þörf á að endurskoða kosningalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Jónína

Eftir að hafa verið í jöfnunarrúllettunni tvennar kosningar þá gleðst ég ómælt yfir því að loksins lenti boltinn hjá okkur Samfylkingarmönnum í Norðausturkjördæmi. Jónína Rós verður frábær þingmaður, skelegg, vinnusöm en umfram allt hlý manneskja sem gott hefur verið að vinna með í stjórnmálum. Okkur hefur vantað að styrkja okkur hér í kjördæminu og betri mann en Jónínu er varla hægt að finna til þess.

Það er nú einfaldlega svo að maður vildi gjarnan sjá alla sína menn á þingi eftir kosningar og því er hundfúlt að Lúðvík Geirsson datt út á endasprettinum. En við Samfylkingarmenn getum vel við unað eftir þessar kosningar og nú er bara að bretta upp ermar og hefja endurreisn samfélagsins.


mbl.is Jónína inn í stað Lúðvíks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband