Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
9.4.2007 | 23:42
Ég vil fá þessi atkvæði!!!
Ég varð afar undrandi þegar Ómar Ragnarsson baðaði út öngum og sagðist vilja fá atkvæðin frá Sjálfstæðisflokki því það væri þau atkvæði sem hann væri að sækjast eftir. Getur einhver heimtað eins og lítill krakki og sagst vilja atkvæði frá einum flokki frekar en öðrum? Alveg sama hvernig hann reynir að benda Sjálfstæðismönnum og Framsóknarmönnum á að kjósa sig og hann sé þeirra bjargvættur þá eflist bara Sjálfstæðisflokkurinn og önnur atkvæði dreifast og of mörg þeirra falla dauð. Nógu lengi er Íslandshreyfingin búin að reyna að segja fólki að allt sé að verða tilbúið vikum saman og þau koma ekki einu sinni saman lista, fá atkvæði sem þá langar ekki í en ekki þau sem þau langar í. Er fólk virkilega til í að kjósa skemmtikraft til að setja lög um alla mögulega og ómögulega hluti sem hefur einungis áhuga á einu máli. Er þá ekki betra að berjast í ákveðinni hagsmunahreyfingu?
Annars var leiðtogaþátturinn fínn, góð þjónusta hjá RÚV að gera stjórnmálamönnum kleift að ræða stjórnmál þó svo að umræðan hafi verið dálítið einhæf. En Jón og Geir þurfa að ræða við sína stílista um bindin sín, það er ekki gott þegar formenn stjórnmálaflokka koma svona kauðslega fyrir.
Ingibjörg Sólrún bar af, það er ekki spurning;-)
8.4.2007 | 10:36
Ævintýraleg vísindi
Enn og aftur koma vísindin á óvart og koma með spennandi vinkil á hlutina. Ég hef alltaf haft gaman af þeim enda áskrifandi að Lifandi vísindum og horfi á alla vísindaþætti sem ég kemst yfir. Svo hef ég líka lesið allar Harry Potter bækurnar og hlakka til þeirrar nýju.
Hulinsskikkja hinsvegar getur hleypt alskyns hlutum af stað, ef þetta er hægt hver segir að þetta hafi ekki verið gert áður og það séu alskonar fyrirbæri í umhverfinu sem við sjáum ekki. Fyrst dettur mönnum í hug hernaðarmöguleikinn eins og hér í fréttinni og það er frekar óhugnanlegt ef menn þurfa að takast á við óvin sem þeir sjá aldrei.
![]() |
Verkfræðingar hanna hulinsskikkju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2007 | 10:16
Skemmtileg keppni
Keppni frambjóðenda á skíðum var virkilega skemmtileg, ég mundaði myndavélina enda hefðu áhorfendur verið í hættu ef ég hefði farið á skíði. Flestir höfðu greinilega farið á skíði áður nema Jakob Frímann sem ég dáðist að láta sig hafa þetta með innskeif skíðin alla brekkuna og varla hitta niður. En sú aðdáun hvarf þegar hann fór bara í fýlu sagðist hafa verið í lífshættu og fór áður en að verðlaunaafhendingu kom. Það var engin ástæða til annars en hafa gaman af þessu.
Karíus og Baktus lýstu keppninni afar skemmtilega og voru ákaflega góðir skíðalýsingarmenn og ætti að ráða þá í það djobb hiklaust.
En alltaf gaman að vinna keppni og við vorum stolt af Kristjáni Möller þegar hann hampaði páskaeggi númer sjö. Í myndasafninu eru síðan nokkrar myndir af atburðinum.
![]() |
Kristján sigraði í skíðakeppni frambjóðenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2007 | 13:48
Skemmtilegur siður
![]() |
Píslarganga farin kring um Mývatn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2007 | 10:41
Hvar eru frambjóðendurnir?
Það þykir gott og gilt að nota frægð sína til að geta stjórnað landinu eins og Ómar Ragnarsson sem fengið hefur Margréti Sverrisdóttur í lið með sér og ýmsa aðra einstaklinga. En engir framboðslistar eru til og stefnuyfirlýsingin er afar einföld og stutt. En er það sanngjarnt gagnvart kjósendum að taka ekki þátt í umræðum stjórnmálaflokkanna á Stöð 2 og birta ekki framboðslista?
Nú er stutt til kosninga og því sjálfsagður réttur kjósenda að fá að vita hvaða fólk ætlar að starfa fyrir þennan stjórnmálaflokk og að þeir taki þátt í umræðum flokkanna fyrir kosningar. Eða finnst hreyfingunni kannski kjósendum ekkert koma við hverjir eru í framboði?
![]() |
Stefnuyfirlýsing Íslandshreyfingarinnar komin á netið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2007 | 10:32
Olíunotkun Norrænu
Notkun á olíu og kolum er ein aðaluppspretta kolefnis í andrúmsloftinu skv. þessari frétt. Við Íslendingar eigum talsvert af vistvænni orku sem ber að nýta skynsamlega. Því varð ég talsvert hissa þegar mér var sagt að ferjan Norræna gengur fyrir olíu í stað þess að tengjast rafmagni í landi þegar hún liggur við bakka í Seyðisfirði. Þarna kurrar hún þannig að bærinn endurvarpar takti ljósavélanna vegna þess, að því er sagt var, að rafmagnið er of dýrt.
Ef satt er þá er ekki eftirsóknarvert að Norræna mengi Seyðisfjörð á meðan vistvæn orka bíður á hafnarbakkanum. Þekkir einhver þetta mál betur?
![]() |
Samkomulag náðist um loftslagsskýrslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.4.2007 | 18:20
Fangelsismál í óreiðu
Það er svo sannarlega nauðsynlegt að farið sé yfir fangelsismál, menn sem hafa verið dæmdir mæta í afplánun en fá síðan þau svör að það sé ekki pláss. Er virkilega hægt að ætlast til að menn komi til afplánunar búnir að gera ráðstafanir og síðan er ekkert tilbúið. Má ekki segja að þar með lengist afplánunin?
Starfsmenn fangelsa búa við slæm kjör og aðstæður fanga slæmar eins og nefnt er í þessari frétt.
Ég undrast sannast sagna úrræðaleysi dómsmálaráðherra í þessum málaflokki.
![]() |
Vilja ræða um um fangelsismál í allsherjarnefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2007 | 12:16
Til hamingju Dísella
![]() |
Dísella Lárusdóttir komst í úrslit í Metropolitan-keppninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2007 | 12:05
Skelfilegar náttúruhamfarir
Flóðbylgjur eða tsunami eru ótrúleg fyrirbæri. Þær ferðast um á hafi úti gífurlegar vegalengdir án þess að þær séu augljósar þar til þær nálgast land. Fyrir nokkrum árum las ég heilmikið um þetta fyrirbrigði og þótti þá, sem nú, ótrúlegt hversu kröftugar og skelfilegar náttúruhamfarir geta fylgt þeim á svæði sem nær langt frá uppruna þeirra. Hér eru frekari upplýsingar á NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration).
Þekki menn ekki ógnir flóðbylgja getur verið spennandi að sjá allt í einu hafsbotninn þegar sogið kemur á undan flóðbylgjunni en síðan skellur ógnin yfir. Fimm metra há bylgja er gríðarlega há og myndi fara illa hér á landi þar sem sjávarbyggðir eru svo algengar. Við getum þó huggað okkur við að vera á gliðnandi plötuskilum þar sem þær eru ólíklegar.
Sem betur fer eru menn að byggja upp viðvörunarkerfi og því minnka vonandi alvarleg áhrif af flóðbylgjunum. Engu að síður mun náttúran sjálfsagt alltaf taka einhvern toll en okkar að hindra það með öllum ráðum.
Þeim sem eiga um sárt að binda eftir þessar hamfarir votta ég samúð.
![]() |
Íbúar Salómonseyja segjast ekki hafa fengið neina viðvörun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2007 | 11:54
Alvöru kauphöll
![]() |
Alþjóðleg kauphöll á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Matthíasson
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Benedikt Sigurðarson
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bwahahaha...
- Daði Einarsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Dagbjört Pálsdóttir
- Davíð Jóhannsson
- Dofri Hermannsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Femínistinn
- Finnur Jóhannsson Malmquist
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðríður Arnardóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gúrúinn
- Hallgrímur Óli Helgason
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Nikulásson
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Hrafn Halldórsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hermann Óskarsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hörður Jónasson
- Ibba Sig.
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga Sig
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Íslandshreyfingin - lifandi land
- Jens Sigurðsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhann Jónsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Svavarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Karl V. Matthíasson
- Kári Harðarson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- kona
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Kristján L. Möller
- Kristján Logason
- Magnús Már Guðmundsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Matthías Björnsson
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Nýkratar
- Orðið á götunni
- Ólöf Nordal
- Ómar Ragnarsson
- Páll Einarsson
- Páll Jóhannesson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Perla
- Pétur Björgvin
- Pétur Gunnarsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Reynir Antonsson
- Rósa Harðardóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurður Axel Hannesson
- Sigurður Kaiser
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Skapti Hallgrímsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Stjórnmál
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Tíðarandinn.is
- Toshiki Toma
- Trúnó
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vika símenntunar
- Vilborg Traustadóttir
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Egilson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þórir Kjartansson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
RSS-straumar
Heimasíða Láru
Hér birtist listi yfir færslur á heimasíðunni minni.
Heimasíðan mín
Augnablik - sæki gögn...