Leita í fréttum mbl.is

Skemmtileg keppni

Keppni frambjóðenda á skíðum var virkilega skemmtileg, ég mundaði myndavélina enda hefðu áhorfendur verið í hættu ef ég hefði farið á skíði. Flestir höfðu greinilega farið á skíði áður nema Jakob Frímann sem ég dáðist að láta sig hafa þetta með innskeif skíðin alla brekkuna og varla hitta niður. En sú aðdáun hvarf þegar hann fór bara í fýlu sagðist hafa verið í lífshættu og fór áður en að verðlaunaafhendingu kom. Það var engin ástæða til annars en hafa gaman af þessu.

Karíus og Baktus lýstu keppninni afar skemmtilega og voru ákaflega góðir skíðalýsingarmenn og ætti að ráða þá í það djobb hiklaust.

En alltaf gaman að vinna keppni og við vorum stolt af Kristjáni Möller þegar hann hampaði páskaeggi númer sjö. Í myndasafninu eru síðan nokkrar myndir af atburðinum.


mbl.is Kristján sigraði í skíðakeppni frambjóðenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband