Leita í fréttum mbl.is

Hvar eru frambjóðendurnir?

Það þykir gott og gilt að nota frægð sína til að geta stjórnað landinu eins og Ómar Ragnarsson sem fengið hefur Margréti Sverrisdóttur í lið með sér og ýmsa aðra einstaklinga. En engir framboðslistar eru til og stefnuyfirlýsingin er afar einföld og stutt. En er það sanngjarnt gagnvart kjósendum að taka ekki þátt í umræðum stjórnmálaflokkanna á Stöð 2 og birta ekki framboðslista?

Nú er stutt til kosninga og því sjálfsagður réttur kjósenda að fá að vita hvaða fólk ætlar að starfa fyrir þennan stjórnmálaflokk og að þeir taki þátt í umræðum flokkanna fyrir kosningar. Eða finnst hreyfingunni kannski kjósendum ekkert koma við hverjir eru í framboði?


mbl.is Stefnuyfirlýsing Íslandshreyfingarinnar komin á netið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband