Leita í fréttum mbl.is

Skelfilegar náttúruhamfarir

Flóðbylgjur eða tsunami eru ótrúleg fyrirbæri. Þær ferðast um á hafi úti gífurlegar vegalengdir án þess að þær séu augljósar þar til þær nálgast land. Fyrir nokkrum árum las ég heilmikið um þetta fyrirbrigði og þótti þá, sem nú, ótrúlegt hversu kröftugar og skelfilegar náttúruhamfarir geta fylgt þeim á svæði sem nær langt frá uppruna þeirra. Hér eru frekari upplýsingar á NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration).

Þekki menn ekki ógnir flóðbylgja getur verið spennandi að sjá allt í einu hafsbotninn þegar sogið kemur á undan flóðbylgjunni en síðan skellur ógnin yfir. Fimm metra há bylgja er gríðarlega há og myndi fara illa hér á landi þar sem sjávarbyggðir eru svo algengar. Við getum þó huggað okkur við að vera á gliðnandi plötuskilum þar sem þær eru ólíklegar.

Sem betur fer eru menn að byggja upp viðvörunarkerfi og því minnka vonandi alvarleg áhrif af flóðbylgjunum. Engu að síður mun náttúran sjálfsagt alltaf taka einhvern toll en okkar að hindra það með öllum ráðum.

Þeim sem eiga um sárt að binda eftir þessar hamfarir votta ég samúð.


mbl.is Íbúar Salómonseyja segjast ekki hafa fengið neina viðvörun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband