Ekkert er sárara en að vera veikur og fá ekki hjálp eða fylgjast með sínum nánustu vera í neyð en ekki hjálp. Í góðærinu undanfarin ár var auknum tekjum ríkissjóðs ekki varið til þess að huga betur að fólkinu okkar, Sjálfstæðisframsóknin hugsaði bara um peninga. Rökin um að fyrst þurfi að afla tekna og síðan huga að fólkinu er hjómið eitt því peningarnir voru fyrir hendi en í hugum þeirra var fólkið þar ekki.
Hvernig líður fjölskyldu þar sem einn meðlimurinn bíður eftir hjartaþræðingu, rannsókn sem er tiltölulega fljótleg en sker úr um hvort hjartað er í lagi eða ekki. Viðkomandi er á biðlista með 243 öðrum, á meðan er fjölskyldan þrúguð af áhyggjum - en hún þarf að bíða.
Hvernig bregðast foreldrar við sem eiga barn með geðröskun og þarf að komast á göngudeild. sjúkdóm sem þer jafnvel þekkja ekki, vita ekki hvernig á að bregðast við en eina svarið er - barnið er á biðlista ásamt 170 öðrum börnum - barnið bíður.
Kannsi er það amma sem hefur gefið börnunum mola í munninn, prjónað sokka sem hlýjuðu í útilegum sem er orðin það gömul og lasburða að hún þarf hjúkrunarrými. Hún getur ekki lengur séð um sig sjálf en ásamt 400 öðrum bíður hún.
Barnið er ekki eins og önnur börn og foreldrarnir hafa áhyggjur og leita sér hjálpar. En þetta barn þarf að bíða ásamt 276 öðrum börnum.
Bak við biðlistana er fólk, feður, mæður, börn, aðstandendur og vinir. Þau finna öll til.
Við getum ekki beðið lengur, ríkistjórnin hefur haft úr miklum fjármunum að moða en þeir eru greinilega ekki fyrir fólkið í landinu. Samfylkingin hefur langt fram öflugar tillögur fyrir fólkið í landinu. Bíðum ekki lengur - burt með þessa ríkisstjórn.