Leita í fréttum mbl.is

Stolið frá okkur sjálfum

Mér finnst alltaf ömurlegt að heyra þegar verið er að stela úr menntastofnunum okkar tæki og búnað sem eiga að nýtast ungmennum landsins við námið. Ég vann í MH í fjögur ár við ráðgjöf en stjórnendur skólans sýndu einmitt í verki að þeir láta það ekki standa í vegi fyrir sér að ráða mann sem er búsettur annarsstaðar á landinu. Ég kom öðru hvoru í skólann en mest vann ég með fólki á Netinu. Það var alltaf nærandi fyrir sálina að koma þangað inn því starfsmenn tóku svo vel á móti mér þannig að ég fann að ég var jafngildur starfsmaður og aðrir, átti mína merktu könnu upp í hillu og var aldrei útundan eins og stundum gerist í fjarvinnu.

Okkur hlakkaði mikið til að fá nýju bygginguna og því er súrt að lesa að þar séu menn að brjótast inn og stela frá okkur sjálfum, tækjum sem eiga að nýtast við menntun ungmenna.


mbl.is Innbrot í MH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Sæl vinkona og takk fyrir síðast, það er ótrúlegt að einhverjum detti til hugar að brjótast inn í skóla..., hugsunarleysi eins og það að kjósa stjórnarflokkana af gömlum vana...

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 22.4.2007 kl. 13:07

2 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Innbrot í skóla eru auðvitað hið versta mál - og eins og þú segir þá er verið að stela úr okkar sameiginlega sjóði. Mér finnst hinsvegar ekki síðri "þjófnaðurinn"  sem felst í því að að þiggja úr okkar sameiginlegu sjóðum  og leggja lítið eða ekkert til þeirra  á móti.

Valgerður Halldórsdóttir, 27.4.2007 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband