Leita í fréttum mbl.is

Burt með biðlistana

Ekkert er sárara en að vera veikur og fá ekki hjálp eða fylgjast með sínum nánustu vera í neyð en ekki hjálp. Í góðærinu undanfarin ár var auknum tekjum ríkissjóðs ekki varið til þess að huga betur að fólkinu okkar, Sjálfstæðisframsóknin hugsaði bara um peninga. Rökin um að fyrst þurfi að afla tekna og síðan huga að fólkinu er hjómið eitt því peningarnir voru fyrir hendi en í hugum þeirra var fólkið þar ekki.

Hvernig líður fjölskyldu þar sem einn meðlimurinn bíður eftir hjartaþræðingu, rannsókn sem er tiltölulega fljótleg en sker úr um hvort hjartað er í lagi eða ekki. Viðkomandi er á biðlista með 243 öðrum, á meðan er fjölskyldan þrúguð af áhyggjum - en hún þarf að bíða.

Hvernig bregðast foreldrar við sem eiga barn með geðröskun og þarf að komast á göngudeild. sjúkdóm sem þer jafnvel þekkja ekki, vita ekki hvernig á að bregðast við en eina svarið er - barnið er á biðlista ásamt 170 öðrum börnum - barnið bíður.

Kannsi er það amma sem hefur gefið börnunum mola í munninn, prjónað sokka sem hlýjuðu í útilegum sem er orðin það gömul og lasburða að hún þarf hjúkrunarrými. Hún getur ekki lengur séð um sig sjálf en ásamt 400 öðrum bíður hún.

Barnið er ekki eins og önnur börn og foreldrarnir hafa áhyggjur og leita sér hjálpar. En þetta barn þarf að bíða ásamt 276 öðrum börnum.

Bak við biðlistana er fólk, feður, mæður, börn, aðstandendur og vinir. Þau finna öll til.

Við getum ekki beðið lengur, ríkistjórnin hefur haft úr miklum fjármunum að moða en þeir eru greinilega ekki fyrir fólkið í landinu. Samfylkingin hefur langt fram öflugar tillögur fyrir fólkið í landinu. Bíðum ekki lengur - burt með þessa ríkisstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Sæl Lára mín ... ég fór í bið með móður minni  á sínum tíma - það er eitthvað það ömurlegasta sem ég hef upplifað. Stjórn ekki sinnir öllum þeim sem þjást er ekki setjandi á vetur.

Pálmi Gunnarsson, 30.4.2007 kl. 12:25

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Heilbrigðiskerfið er samsett af fólki, sem er að gera sitt best úr of litlu fjármagni.

Það vantar ekki fleirri yfirlýsingar stjórnmálamanna sem svo byggja stofnanir, sem eru svona eins og minnisvarða um gefin loforð þeirra, en láta svo ekki rekstrarfé fylgja þessum byggingum.

Er búin að fylgja dóttur minni til grafar sem fórnarlambs "sparnaðar í heilbrigðiskerfinu".

Finnst komin tími á að forgangsraða í þessu kerfi, og henda flokksmönnum út úr stjórnunarstörfum.

Pólítískir aðilar eiga að setja stefnuna en láta reksturinn í friði, þeir eiga að fjármagna kerfið en ekki að vera að stjórna niðurskurði með skelfilegum afleiðingum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 30.4.2007 kl. 12:59

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Byrja á því að skipta um ríkisstjórn og svo verður að borga fólki í umnnunarstörfum sómasamleg laun. Einkavæðing í heilbrigðiskefinu er skref í ranga átt. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 30.4.2007 kl. 13:02

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Byrja á því að skipta um ríkisstjórn og svo verður að borga fólki í umönnunarstörfum sómasamleg laun. Einkavæðing í heilbrigðiskefinu er skref í ranga átt. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 30.4.2007 kl. 13:04

5 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Þorsteinn Valur: Hárrétt stjórnmálamenn eiga að setja stefnuna en fela fagaðilum að reka stofnanir. Vandinn er sá að kúrsinn hefur ekki verið settur með fólkið okkar í huga.

Lára Stefánsdóttir, 30.4.2007 kl. 17:44

6 Smámynd: Páll Jóhannesson

Kjósum þessa ríkisstjórn í burtu og þá er málið leyst ekki bara biðlistarnir heldur svo margt, margt annað .... koma svo Lára - spýta í lófana og inn á þing með þig stelpa -  Áfram Samfylkingin

Páll Jóhannesson, 1.5.2007 kl. 00:04

7 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Mér finnst nú ótrúverðugt með biðlistana hjá BUGL sem tvöfölduðust á s.l. tveim mánuðum.  Eða u.þ.b. korteri fyrir kosningarHvað um það - gangi þér vel Lára.

Vilborg Traustadóttir, 1.5.2007 kl. 00:18

8 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Jón Kristófer: Við erum með blöndu af ríkisreknu og einkareknu kerfi. Ég vil að fagaðilar sjái um reksturinn á báðum stöðum, því miður hafa menn stundum verið að koma fyrir pólitískum vinum sínum í stöður innan kerfisins án þess að þeir hafi til þess þekkingu og menntun. Á sama tíma má þó ekki hindra að hæfileikaríkt fólk sem er í pólitík geti starfað á vegum ríkisins. Þetta var það sem ég var að segja. Ég er á móti einkavæðingu heilbrigðiskerfisins en ég er sátt við einkarekstur sem selur ríkinu þjónustu og undir þeirra eftirliti. Hinsvegar þarf að gæta þess töluvert betur að velja ekki til þess algerlega óhæfa aðila eins og t.d. virðist vera með Byrgið þar sem ríkið virtist bera litla sem enga ábyrgð.

Lára Stefánsdóttir, 1.5.2007 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband