Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Jafnaðarstefna er grundvallaratriði

Einhverra hluta vegna virðist tilhneiging til þess að mismuna fólki og ótrúlegustu hlutir fundnir til sem virðast geta sannfært tiltölulega skarphugsandi einstaklinga um að þeir séu "meiri" en aðrir. Ég held að grundvallarhugsun hvers manns þurfi að vera jafnaðarstefna það að gefa öllum jöfn tækifæri og vera ekki að búa sér til alskyns ímyndaða hluti til þess að gera sjálfan sig merkilegri.

Þó undarlegt megi virðast þá hef ég fundið fyrir því að það er ekki alveg gert ráð fyrir sama gáfnastiginu þegar maður á heima úti á landi og í Reykjavík. Eiginlega sama tilfinningin og ég fékk fyrir tuttugu árum og var ólétt að vinna við tölvur. Ég skil því mætavel þá tilfinningu að ekkert er sagt beint en ákveðinni hundsun beitt og niðurlægjandi setningum sem áttu að vera "vel meinandi". Að reyna þetta á eigin skinni þó mildilega sé eykur skilning.

Mikilvægt er að læra að enginn verður meiri maður af því að búa á stað með mörgu fólki, né heldur að búa í sínu fæðingarlandi.


mbl.is Fjölmenningarspjall á Alþjóðadegi gegn kynþáttamisrétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt hjá Ágústi Ólafi

Það hefur verið skelfilegt að vita til þess að ekki hefur verið hægt að kæra alvarleg kynferðisafbrot gegn börnum þegar þau hafa engan til þess að berjast fyrir sig og þurfa að gera það sjálf komin á fullorðinsár. Því er það mikill léttir að þetta frumvarp fór í gegn fyrst og fremst fyrir seiglu Ágústar Ólafs varaformanns Samfylkingarinnar. Við félagar hans getum verið stolt af vinnu hans á Alþingi!
mbl.is Fyrningarfrestur á kynferðisafbrotum gegn börnum afnuminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég á afmæli í dag

Síðan þarna um árið sem allir gleymdu að ég ætti afmæli hef ég verið afar passasöm uppá að það fari ekki framhjá neinum. Hinsvegar verð ég að viðurkenna að ég hef nú verið duglegri við það núna heldur en oftast nær enda fimmtug í dag eða L-ára ef rómverskar tölur eru notaðar.

Bókin okkar Gísla Vinaslóð er komin í hendurnar í tilefni dagsins, með ljóðum Gísla og ljósmyndunum mínum. Ég er mjög stolt í dag því það er gaman að hafa lokið svona verki með hjálp allra þeirra sem glöddu mig með því að kaupa sér bók.

Lífið er gott


Ósvífinn vinnutími

Ég hef áður rætt taumlausar kröfur til vinnutíma fólks og hvernig það nánast getur ekki varist honum og eru ráðherrar þar engin undantekning. Fundir á Alþingi langt fram á nótt eru ómannúðlegir og hverjum manni ljóst að það er freklegt brot á vinnulöggjöfinni.

Hver hefur ekki lent í því að vinna fram á nótt, rjúka út morguninn eftir og eiga eftir að gera eitthvað áður en mætt er á fund. Þetta birtist kristaltært í veikindum Magnúsar sem ég vona svo sannarlega að eigi ekki aðrar rætur. Ég hef sjálf lent í því og lærði þar að bera meiri virðingu fyrir skrokknum sem hugurinn þarf að búa í til lífstíðar.

Ég óska Magnúsi góðs bata og vona að menn hugsi betur um það hvað er verið að leggja á fólk þegar ætlast er til að það vinni nánast allan sólarhringinn.


mbl.is Talið að sykurfall hafi orðið hjá Magnúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frelsi eða fjötrar?

Það hefur hryggt mig óumræðilega að fylgjast með hvernig Bandaríkjamenn meðhöndla fanga sem þeir trúa að hafi staðið bak við hryðjuverkaárásir. Auðvitað á að refsa mönnum fyrir afbrot en hinsvegar að geyma þá á eyju án dóms og laga árum saman er fyrirlitlegt.

Þeir sem eru sekir meðal þessa fólks, ég ætla allavega að vona að þeir hafi einhverja seka í haldi, búa við réttarfar sem glæpamenn sem hafa orðið valdir að dauða tugþúsunda manna þurfa ekki að búa við. Stríðsglæpamenn seinni heimsstyrjaldarinnar fá sín réttarhöld, fúlmenni sem ásökuð eru fyrir þjóðarmorð fá réttarhöld, allir hafa rétt á því að verja sig og þar með líka þetta fólk.

Ég áttaði mig ekki á því að það frelsi sem Bandaríkjamenn hafa boðað heimsbyggðinni fjallar aðeins um frelsi sinna eigin þegna, aðrir íbúar veraldar eru annars flokks fólk hvað stjórnarfar Bandaríkjanna áhrærir þegar þeir vilja svo við hafa.

Guantanamo er hræðilegur blettur á hinni bandarísku þjóð. Frelsi þeirra eru fjötrar heimsbyggðarinnar.


mbl.is Lokuð réttarhöld Guantanamo-fanga gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegur tunglmyrkvi

Ég hef aldrei séð tunglmyrkva jafn vel en naut líka 50-500 Sigma linsunnar minnar og náði því að "súmma" eða þysja nóg inn á mánann. Ég vissi ekki að hann yrði jafn rauður og hann varð en þetta var ferlega flott.

Alltaf jafn gaman af náttúrufyrirbærum sem taka upp á ýmsu óvæntu og þetta er með skemmtilegri kvöldum að fylgjast með myrkvanum.


mbl.is Almyrkvi á tungli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halló! Halló!

Eru Framsóknarmenn í ríkisstjórn á Íslandi??? Ég á ekki til eitt einasta orð og finnst þetta beinlínis óvirðing við Íslendinga. Enn einusinni koma Framsóknarmenn fram rétt fyrir kosningar eins og saklaus hvítvoðungur með alskyns mál sem þeir berjast alls ekkert fyrir nema í kosningabaráttu. Þjóðlendumálið? Bíðumnúvið var það ekki búið til í tíð núverandi ríkisstjórnar?

Ég veit hreint ekki hvort ég á að gráta eða hlægja. Mér er næst að gráta... sérstaklega ef þetta virkar aftur hjá þeim eins og fyrir síðustu kosningar að láta eins og saklaust barn af öllum verkum ríkisstjórnarinnar. Sigh...


mbl.is Þjóðlendumál ofarlega í huga framsóknarmanna á flokksþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband