Leita í fréttum mbl.is

Ósvífinn vinnutími

Ég hef áður rætt taumlausar kröfur til vinnutíma fólks og hvernig það nánast getur ekki varist honum og eru ráðherrar þar engin undantekning. Fundir á Alþingi langt fram á nótt eru ómannúðlegir og hverjum manni ljóst að það er freklegt brot á vinnulöggjöfinni.

Hver hefur ekki lent í því að vinna fram á nótt, rjúka út morguninn eftir og eiga eftir að gera eitthvað áður en mætt er á fund. Þetta birtist kristaltært í veikindum Magnúsar sem ég vona svo sannarlega að eigi ekki aðrar rætur. Ég hef sjálf lent í því og lærði þar að bera meiri virðingu fyrir skrokknum sem hugurinn þarf að búa í til lífstíðar.

Ég óska Magnúsi góðs bata og vona að menn hugsi betur um það hvað er verið að leggja á fólk þegar ætlast er til að það vinni nánast allan sólarhringinn.


mbl.is Talið að sykurfall hafi orðið hjá Magnúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

Já það er ekkert grín að vera í þessari vinnu.  Reyndar hef ég velt því fyrir mér hvernig það sé að vera þingmaður sem berst fyrir fjölskyldugildum og styttri vinnutíma og meiri tíma með fjölskyldu og þurfa svo að vinna eins og skepna.

Persónulega er ég hrifinn að þeirri hugmynd að þingmenn hafi svipaðan vinnutíma og aðrir og ef ekki er hægt að klára einhver mál eða vinnu, þá verður svo að vera. 

Brosveitan - Pétur Reynisson, 8.3.2007 kl. 12:40

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sammála þessu Lára. Þingið á að ganga á undan með góðu fordæmi sem boðlegur vinnustaður.

Haukur Nikulásson, 8.3.2007 kl. 14:56

3 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Þess í stað mætti það starfa lengri tíma af árinu.

Sigurður Ásbjörnsson, 9.3.2007 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband