Leita í fréttum mbl.is

Glæsilegt hjá Ágústi Ólafi

Það hefur verið skelfilegt að vita til þess að ekki hefur verið hægt að kæra alvarleg kynferðisafbrot gegn börnum þegar þau hafa engan til þess að berjast fyrir sig og þurfa að gera það sjálf komin á fullorðinsár. Því er það mikill léttir að þetta frumvarp fór í gegn fyrst og fremst fyrir seiglu Ágústar Ólafs varaformanns Samfylkingarinnar. Við félagar hans getum verið stolt af vinnu hans á Alþingi!
mbl.is Fyrningarfrestur á kynferðisafbrotum gegn börnum afnuminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér Lára - Hann á miklar þakkir skildar frá okkur fyrir eljuna sem hann hefur sýnt við að koma þessu máli alla leið.  - En svona í framhjáhlaupi - til hamingju með daginn stóra um daginn

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 21:19

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Mjög gott framtak hjá varaformanninum okkar Ágústi Ólafi og koma málinu í gegn fyrir þinglok.Til hamingju með afmælið,hálf öld er góður áfangi á vegferð þinni.

Þekki Jóa bróður  þinn vel.Er af líf og sál  golfinu,þá er gott að þekkja framkvæmdastjórann.

Kristján Pétursson, 17.3.2007 kl. 22:36

3 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Litli bróðir er duglegur í golfinu;-) Takk fyrir kveðjuna;-)

Lára Stefánsdóttir, 17.3.2007 kl. 23:20

4 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Ágúst Ólafur á svo sannarlega hrós skilið.  Til hamingu Samfylkingarfólk

Egill Rúnar Sigurðsson, 18.3.2007 kl. 01:04

5 Smámynd: Pétur Björgvin

Mikilvægt skref hefur verið tekið í þessum málum með frumkvæði Ágústar Ólafs. Nú er að vona að umbætur á réttarkerfinu fylgi í kjölfarið þannig að kynferðisafbrot gegn börnum fái farveg sem er í alla staði börnunum í hag. En eitt skref í einu. Þetta var gott skref.

Pétur Björgvin, 18.3.2007 kl. 17:05

6 Smámynd: Páll Jóhannesson

Tek undir með fólki þetta er frábært, hrós handa Ágústi Ólafi sem og öllu öðru Samfylkingarfólki.

Páll Jóhannesson, 18.3.2007 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband