Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
28.4.2009 | 08:54
Ótrúlega gamaldags
Framkvæmd kosninga hér á landi er ótrúlega gamaldags og ekki í nokkru samræmi við almenna þróun í landinu né þekkingu landsmanna. Ég beið í biðröð í rúman hálftíma, þegar í kjörklefa kom þá sátu þar þrír einstaklingar til að merkja við að ég væri ég í tvær mismunandi kjörskrár því hér var tvöföld kosning. Tíma tók að fletta möppum, finna heimilisfangið mitt og síðan mig. Svo fékk ég tvo miða, gekk frá mínu atkvæði og setti miða í tvo mismunandi kassa.
Einvertíman var síðan sturtað úr þessum kassa, atkvæðum handraðað, og haugur mann vinnandi við það alla nóttina að telja einn, tveir, þrír ...
Hægur leikur hefði verið fyrir tvo menn, hvorn í sínu lagi að slá inn kennitöluna mína í tölvu, þriðji kanna persónuskilríki og láta mig að því búnu fá auðkenni. Ég hefði getað gengið að tölvu í kjörklefanum, gengið frá minni kosningu og ekki nokkur maður hefði verið að vinna alla nóttina við að telja blöð.
Hér á Akureyri unnu menn samfellt í 20 tíma í undirkjörstjórn með einn og hálfan tíma í matarhlé. Þetta er auðvitað galið!
![]() |
Þörf á að endurskoða kosningalög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2009 | 12:06
Til hamingju Jónína
Eftir að hafa verið í jöfnunarrúllettunni tvennar kosningar þá gleðst ég ómælt yfir því að loksins lenti boltinn hjá okkur Samfylkingarmönnum í Norðausturkjördæmi. Jónína Rós verður frábær þingmaður, skelegg, vinnusöm en umfram allt hlý manneskja sem gott hefur verið að vinna með í stjórnmálum. Okkur hefur vantað að styrkja okkur hér í kjördæminu og betri mann en Jónínu er varla hægt að finna til þess.
Það er nú einfaldlega svo að maður vildi gjarnan sjá alla sína menn á þingi eftir kosningar og því er hundfúlt að Lúðvík Geirsson datt út á endasprettinum. En við Samfylkingarmenn getum vel við unað eftir þessar kosningar og nú er bara að bretta upp ermar og hefja endurreisn samfélagsins.
![]() |
Jónína inn í stað Lúðvíks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2009 | 09:38
Auður er ekkert
Atkvæði sem er autt er ekkert í sjálfu sér. Það hefur engin áhrif á stjórn landsins og ef einhver er svo ótengdur veruleikanum að hann veit ekki af óánægju í samfélaginu þá fer örugglega fram hjá honum líka hversu margir skili auðu.
Mér er fyrirmunað að skilja hvað menn telja að komist til skila með auðu atkvæði, auðvitað kemst það til skila að þeir menn vilji fleiri eða önnur framboð en hafa ekki haft dug í sér til að koma þeim á legg sjálfir.
![]() |
Höfðu áhrif á röðina á listum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2009 | 00:56
Útstrikunarkosningar?
![]() |
Sjálfstæðisflokkur tapar miklu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.4.2009 | 02:47
Susan Boyle, blaut tuska í andlit snobbhænsna
Hún gekk inn á sviðið, kubbsleg, gamaldags en dálítil skellibjalla. Hún gekk út stjarna. Barn sem varð fyrir skaða í fæðingu, átti erfitt með að læra, hugsaði um mömmu sína sem dó nýverið ríflega níræð. Eftir hvatningu móður sinnar lætur hún loks drauminn rætast og sýnir hæfileika sem eru fágætir. Þetta minnir okkur á að þó við séum ef til vill ekki snjöll á einu sviði þá getum við svo sannarlega verið það á öðru.
Háskólapróf, sparigalli, rúnnaðar útlínur og krúttlegt andlit eru umbúðir, innihaldið er hvað við getum gert. Susan Boyle minnir okkur á það að hvað sem utanumhaldinu líður þá er það sem við getum í rauninni gert það sem skiptir máli.
![]() |
Oprah býður Susan Boyle í þátt sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2009 | 11:35
Ég skil ekki...
Sko, ef ég bið Lillu frænku um pening fyrir Kattavinafélagið og hún talar við Gunnar mann sinn um málið og hann er svosem til í að láta kettina hafa pening, þá myndi ég halda að ég hefði haft samband við einhvern sem útvegaði þurfandi köttum pening.
Verði Lilla og Gunnar of rausnarleg þá hef ég ekkert með málið að gera því ég fól Lillu frænku málið og þau hjónin verða auðvitað að hemja sig í gjafmildi til katta. Ég nefninlega vissi ekkert hvað þau hjónin gáfu mikið, Kattarvinafélagið varð ekkert vart við peninginn, alls ekki framkvæmdastjórinn né aðrir sem að málinu komu.
En einhver gat notað peninginn án þess að bera ábyrgð á honum. Hmmm, ég skil þetta ekki...
![]() |
Söfnuðu fé fyrir flokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2009 | 17:38
Má lögsækja foreldra?
Nú er spurning hvort ekki fari að verða grundvöllur fyrir því að börn lögsæki foreldra sína fyrir að skila til þeirra gölluðum erfðaefnum. Foreldri sem er af einhverri þeirri ætt sem ekki hefur sín gen 100% hrein getur þar af leiðandi þurft að punga út fyrir þá ósvinnu að hafa farið út í barneignir með gallað erfðaefni. Hjón gætu þurft að láta kanna erfðaefnin og síðan ef annar aðilinn er ekki með algerlega hreint og gallalaust erfðaefni þá þurfi að versla sér egg eða sæði úr gallalausum einstaklingi.
Svo fer að verða spurning hvað er gallalaust.
![]() |
Í mál vegna gallaðra sæðisfruma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.4.2009 | 01:20
Málþæfur
Fyrir ekki svo löngu kvörtuðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins yfir því að hafa ekki margt að gera á þingi. Loksins duttu þeir niður á svarið - að tala á Alþingi, og þá tala þeir fyrir alla þá þingfundi sem þeir gátu ekki sagt neitt.
Í gegnum huga mér fara svipmyndir af vandlætingarfullum Sjálfstæðismönnum að kvarta yfir málþófi liðinna þinga. Þetta langaði þá sjálfa til að gera og njóta sín til fulls með söng og upptalningum. Svona ætla þeir að leysa kreppuna.
![]() |
26 sjálfstæðismenn á mælendaskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Matthíasson
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Benedikt Sigurðarson
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bwahahaha...
- Daði Einarsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Dagbjört Pálsdóttir
- Davíð Jóhannsson
- Dofri Hermannsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Femínistinn
- Finnur Jóhannsson Malmquist
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðríður Arnardóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gúrúinn
- Hallgrímur Óli Helgason
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Nikulásson
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Hrafn Halldórsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hermann Óskarsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hörður Jónasson
- Ibba Sig.
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga Sig
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Íslandshreyfingin - lifandi land
- Jens Sigurðsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhann Jónsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Svavarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Karl V. Matthíasson
- Kári Harðarson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- kona
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Kristján L. Möller
- Kristján Logason
- Magnús Már Guðmundsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Matthías Björnsson
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Nýkratar
- Orðið á götunni
- Ólöf Nordal
- Ómar Ragnarsson
- Páll Einarsson
- Páll Jóhannesson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Perla
- Pétur Björgvin
- Pétur Gunnarsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Reynir Antonsson
- Rósa Harðardóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurður Axel Hannesson
- Sigurður Kaiser
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Skapti Hallgrímsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Stjórnmál
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Tíðarandinn.is
- Toshiki Toma
- Trúnó
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vika símenntunar
- Vilborg Traustadóttir
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Egilson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þórir Kjartansson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
RSS-straumar
Heimasíða Láru
Hér birtist listi yfir færslur á heimasíðunni minni.
Heimasíðan mín
Augnablik - sæki gögn...