Leita í fréttum mbl.is

Ótrúlega gamaldags

Framkvæmd kosninga hér á landi er ótrúlega gamaldags og ekki í nokkru samræmi við almenna þróun í landinu né þekkingu landsmanna. Ég beið í biðröð í rúman hálftíma, þegar í kjörklefa kom þá sátu þar þrír einstaklingar til að merkja við að ég væri ég í tvær mismunandi kjörskrár því hér var tvöföld kosning. Tíma tók að fletta möppum, finna heimilisfangið mitt og síðan mig. Svo fékk ég tvo miða, gekk frá mínu atkvæði og setti miða í tvo mismunandi kassa.

Einvertíman var síðan sturtað úr þessum kassa, atkvæðum handraðað, og haugur mann vinnandi við það alla nóttina að telja einn, tveir, þrír ...

Hægur leikur hefði verið fyrir tvo menn, hvorn í sínu lagi að slá inn kennitöluna mína í tölvu, þriðji kanna persónuskilríki og láta mig að því búnu fá auðkenni. Ég hefði getað gengið að tölvu í kjörklefanum, gengið frá minni kosningu og ekki nokkur maður hefði verið að vinna alla nóttina við að telja blöð.

Hér á Akureyri unnu menn samfellt í 20 tíma í undirkjörstjórn með einn og hálfan tíma í matarhlé. Þetta er auðvitað galið!


mbl.is Þörf á að endurskoða kosningalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við sem fórum á sama tíma í og kusum utankjörfundar hérna í Kaupmannahöfn vorum einmitt að ræða hvað þetta var fáranlegt system.

Eftir að við sýnum skilríki, þá handskrifar starfsmaðurinn nafnið okkar á einhvern lista, þar að auki þurfum við að fylla út eyðublað með helstu upplýsingum, fylla út sömu upplýsingar á umslag sem atkvæðið er sett í og svo þarf hver og einn að sjá um að senda atkvæðið sitt í rétt kjördæmi! Auk þess þarf maður að passa sig á því að maður sendir ekki atkvæðið sitt of seint, því það verður að komast kjörstað á réttum tíma!

Þegar er svona mikil óvissa hjá mörgum um hvað á að kjósa, þá er frekar spes að maður þurfi að vera búinn að kjósa áður en síðustu dagar kosningabaráttunnar eru, bara til þess að atkvæðið skili sér!

Öll þessi eyðublöð og "handavinna" gerði það að á mánudegi, næstum viku fyrir kosningar, þá var röð við utankjörfundaratkvæðagreiðslu! Frábært! 

Birkir (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 09:04

2 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Þarna er ég nú innilega sammála þér Lára,þetta er hneyksli,maður skilur ekkert í því,að menn noti ekki tæknina,hún á nú að létta mönnum vinnuna,kannski vilja menn reyna að búa til smá spenningu um hverja kosningar,!!??Þetta minnir mann á steinöld,að fara á kjörstaði,??ef tæknin væri notuð,þá læðu tölur fyrir mjög fljótt,en kannski vilja stjórnmálamennirnir sýna okkur,að svona vinni þeir á alþingi,þetta er hraðinn hjá þeim,allavega gengur ekki hratt að hjálpa heimilunum eða koma atvinnustarfsseminni í gang,ekki er hraðinn mikill hjá bankakerfinu,eða koma efnahagskerfinu í gang,nei nei allt sett í gang til að ganga í ESB,öll önnur vandamál sem bráðliggur á að leysa,geymd,þetta sýnir manni afhverju menn vilja engu breyta,þeir vilja þessa skjalböku-aðferð áfram,því miður,Lára mín,en vonandi getur þú breyt þessu,þegar þinn tími kemur í pólitíkin,ekki satt.

Jóhannes Guðnason, 28.4.2009 kl. 09:06

3 identicon

Tæknin getur létt verkið, en hún hál sem áll, samanber Diebold kosningavélahneykslin í Bandaríkjunum.

Það skiptir samt e.t.v. engu máli, kindahjörðin kaus í kór, 93% kusu fjórflokkinn sem svaf vært (eða verra) meðan fáeinir siðblindingar leiddu okkur í fjárhagslega glötun. 

Georg O. Well (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 09:27

4 identicon

Ég er sammála þessu, það ætti að vera hægt að gera þetta betur. Ég hef reyndar alla trú á við ættum að geta framkvæmt rafræna kosningu betur en Bandaríkjamenn. Það hefur þrátt fyrir allt verið mórallinn hér á landi að fá fólk til að kjósa, á meðan menn hafa afskaplega takmarkaðan áhuga á því fyrir vestan að auka kjörsókn.

Mér fannst samt skrítið, að ég var ekki beðin um persónuskilríki í minni kjördeild...

Valdís (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 10:06

5 identicon

Ég verð að taka undir með áttundu plánetunni - tæknin er varasöm! Það hefur ítrekað komið upp í Bandaríkjunum að kosningatölvur skila vafasömum niðurstöðum og það er ekki hægt að endurtelja atkvæðin. Til dæmis hefur það gerst að tölvurnar hafi talið fleiri atkvæði en sem samsvarar fjölda fólks á kjörskrá. Í Hollandi er búið að vera mikið vesen vegna kosningatölva og núna nýlega féll dómur í Þýskalandi þar sem kosningatölvur sem notaðar voru í síðustu kosningum voru bannaðar með öllu.

Kosturinn við "gamaldags kerfið" er sá að það er einfalt og auðskiljanlegt. Við skiljum öll hvað gerist þegar sturtað er úr kassanum og talið, einn, tveir, þrír. Það er augljóst hvernig hægt er að svindla og tiltölulega auðvelt að koma í veg fyrir það. Það eru hinsvegar ekki nema örfáir einstaklingar sem skilja hvað gerist þegar maður "gengur frá sinni kosningu" með kosningatölvu og það getur verið mun erfiðara að koma upp um stórtæk kosningasvindl. Ef ég man rétt snérist dómurinn í Þýskalandi einmitt um það að þar var í raun ómögulegt að koma upp um stórtæk svindl.

Hér ber því að ganga mjög hægt og varlega um gleðinnar dyr. Ég skal sko frekar telja atkvæði í sjálfboðavinnu heldur en að velkjast í vafa um hvort mitt atkvæði komist til skila.

Einar Örn Ólason (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 10:44

6 identicon

Ef fólk treystir rafrænum skattframtölum þá ætti auðvitað ekkert að vera því til fyrirstöðu að kjósa rafrænt.

JS (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 10:50

7 identicon

Auðvita er alltaf vafi um hvort rétt sé að skipta yfir í rafræna kosningu, og er ég alveg sammála því að reynsla annara landa síðustu árin, er ekki til þess að maður vilji skipta yfir í þannig sýstem. En eins og nefnt hefur verið, þá er hægt að margt með tölvum, þótt svo að maður myndi sleppa því að láta tölvurnar alfarið sjá um talningu og meðferð atkvæða.

Engu að síður, þá tel ég að sá tími mun koma að kosningar mun alfarið fara fram rafrænt. Þangað til væri samt hægt að nota einhverskonar milliveg. T.d. væri hægt að skila niðurstöðum og láta allt ganga hraðar fyrir sér, ef í raun væri kosið eins og gert er í dag, en í stað þess að setja kross á pappír, þá myndi maður gera það við tölvu, sem myndi svo prenta út atkvæðið. 

Þetta myndi bæði þýða, að atkvæðið myndi vera talið af tölvu, sem gæti skilað inn bráðabirgðaniðurstöðum á mjög stuttum tíman. Auk þess eru atkvæðin til í pappírsútgáfu, sem hægt er að staðfesta tölur tölvunnar með! Sem bónus, þá eru til vélar sem geta auðveldlega sorterað svona atkvæði, og væri því eina verkið við talningu, að fara í gegnum atkvæðin og rétt að þurfa staðfesta að vélin hafi sorterað rétt! 

Allavega, þá finnst mér það kerfi sem notað er í dag mjög gamaldags og hægvirkt... ég hef trú á því að tíminn sem fer í talningu á Íslandi sé varla samanburðarhæfur við önnur lönd sé miðað er við höfðatölu!

Birkir Örn (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 11:35

8 identicon

Ég hef starfað í undirkjörstjórnum nokkrum sinnum, við þing og sveitastjórnakosningar.

Ef litið er til höfuðborgarsvæðisins, sem er með stærstu kjördeildirnar, og flesta þar af leiðandi á kjörstkrá í hverri deild(akureyri líklega með svipaðan fjölda) þá hefur þetta aldrei verið erfitt, þó dagurinn sé langur, langt því frá að vera 20 klukkustundir líkt og þú segir, í besta falli ýkjur.

 Vanalega er mætt kl 8 að morgni, oddviti kosinn, farið yfir kjörgögn, atkvæðakassar athugaðir og að lokum innsiglaðir og læstir af lögreglu. Kjörfundir hefjast svo kl 9. Vanalega eru um 1000 manns í hverri kjördeild, og kjörfundur stendur til kl 22. Ef vel er haldið utan um kjörskrár og utankjörfundaratkvæði, þá eru undirkjörstjórnarmenn búnir að ljúka störfum 22:20, svo dagurinn er vissulega langur, rúmar 14 klukkustundir, en langt því frá að vera 20 klukkustundir, þó, ef mistök koma fram í kjörskrám, misræmi í talningum, atkvæðafjölda eða með öðrum hætti getur vissulega bæst við langur tími við að finna villuna. Engu að síður eru 4 sem starfa í hverri kjördeild, auk afleysingafólks, svo þannig séð getur alltaf einn verið í kaffi á hverjum tíma.

Ég, af minni reynslu mun aldrei fallast á rafræna kjörskrá eða atkvæðagreiðslu, nema eins og ofan greinir að byggt verði á svokölluðu "paper trail" eða pappírsslóð. Ég get borið ábyrgð og verið viss um að pappírinn fyrir framan mig sé í lagi, en tölvur geta, munu og hafa bilað á verstu tímum. Hefur þú einhverntíman heyrt um kjörskrárbók sem hrundi á kjörfundi svo fólk gat ekki kosið?

Gunnar (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 12:18

9 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ástæðan fyrir 20 tímunum hér skilst mér að hafi verið vegna mistaka sem þurfti að leiðrétta og þess að kosningin var tvöföld. Menn mættu 7:30 og komu heim upp úr þrjú um nóttina. Ég hef þetta beint frá fólki sem var í undirkjörstjórn. Hér voru greinilega ekki nægar afleysingar og síðan er líklegt að kjördeildir hafi einfaldlega ekki verið nægilega margar því menn hættu við að kjósa þegar biðin tók klukkutíma eins og kom fram í fréttum.

Ef menn eru hræddir við að kosningin sjálf sé rafræn þá ættu menn allavega að geta sæst á að fletta mönnum upp í tölvu. Hitt er bara bull.

Auðvitað eru alltaf hættur í tölvum en að mönnum detti í hug að það sé engin áhætta fólgin í pappír er í besta lagi einfeldni. Minna má á að atkvæðaseðlar fundust inn í vegg á Húsavík ekki alls fyrir löngu, þar hafði pappírskosning á árum áður ekki verið alveg heiðarleg. Ef menn ætla að vera óheiðarlegir í kosningu þá er alltaf leið - alltaf. Það þarf mönnum allavega að vera ljóst.

Lára Stefánsdóttir, 28.4.2009 kl. 12:55

10 identicon

Sem tölvunarfræðingur og forritari tek ég undir með þeim sem vilja vara mjög varlega í tæknivæðingu kosningakerfis.

Einhver sagði að ef skattskýrslum væri hægt að skila á netinu og því ætti atkvæði alveg eins að vera hægt að skila þannig. Munurinn á þessu tvennu er að skattskýrslan þín er merkt þér, og ef hún berst ekki til skattstjóra er hægt að hafa samband við þig og segja "Heyrðu, rafræna skattskýrslan þín barst ekki".

Atkvæði er, og á að vera, fullkomlega nafnlaust og því er þessi eftirfylgni ómöguleg. Segjum að þú farir í kjörklefann og smellir á takkann sem greiðir VG atkvæði. Hvernig getur þú verið eitt hundrað prósent viss um að nákvæmlega smellurinn þinn bæti einum við teljarann hjá VG en ekki Sjálfstæðisflokknum? Þú getur það ekki, þú verður að treysta svarta kassanum sem er tölvukerfið. Þú getur ekki elt rafeindirnar í gegnum rásirnar eða fylgt breytunum í gegnum forritskóðann eins og eftirlitsaðilar geta fylgt atkvæðaseðli eftir með augunum.

Málið er einfalt: Með innleiðingu rafræns kosningakerfis ertu að bæta svörtum kassa inn í ferlið þar sem inn fer val kjósanda og út Á að fara atkvæði greitt þeim flokki sem kjósandinn valdi. En þar sem allt er nafnlaust er nær ómögulegt að tryggja að val kjósanda á VG fari ekki aðra leið inni í svarta kassanum og komi út sem atkvæði greitt Framsókn. Í það minnsta er það margfalt erfiðara en að láta mörg augu fylgja áþreifanlegum atkvæðaseðli.

Jens (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 12:59

11 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Hárrétt Jens, en hvort merktir þú við á kjörseðlinum með bleki eða blýi? Hver segir að það hafi ekki verið strokað út og breytt eftir að þú settir þetta í brúna kjörkassann?

Lára Stefánsdóttir, 28.4.2009 kl. 14:30

12 identicon

Nú, öll augun sem fylgdust með kjörseðlinum eftir að hann kom úr kassanum.

Ég er ekki að segja að núverandi kerfi sé fullkomið, en þar er a.m.k. mun auðveldara að hafa auga með breytingum á atkvæðum en ef breytingin ætti sér stað í rafrásum, örgjörva og minni.

Jens (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 16:13

13 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ég skil alveg hvað þú ert að fara Jens, ég hef unnið við forritun. Þetta er hægt, það er alveg klárt og ekkert endilega auðvelt að rekja það ef það er gert. Ég held að það sé jafnauðvelt fyrir þá sem þekkja vel til pappírskosninga að hafa áhrif á stabbann ef menn eru spilltir yfir höfuð. Mín fullyrðing fjallar um að það er hægt að svindla í kosningum, það hefur komið upp víða um heim, alskyns vandamál, hvort sem það eru tölvur eða ekki. Þeir sem kunna að svindla í tölvu eru áhyggjufyllri yfir eigin stéttarfélögum en öðrum. Þrátt fyrir að þeir viti að það er allt eins hægt að lesa yfir kóða og tryggja að hann sé eins og hann á að vera og læsa hann inni. Það getur vel verið að síður sé hægt að treysta forriturum en fólki í talningu.

Lára Stefánsdóttir, 28.4.2009 kl. 17:14

14 identicon

ég hef lika unnið við forritun, og í stað þess að karpa um heimspekileg mál eins og hvort þetta sé hægt eða hægara en að svindla með pappírsmiðum,

kíkið þá bara á þá reynslu sem er til staðar.  Í bandaríkjunum afhjúpaði amma nokkur hversu illa hannað Diebold kerfið var.  Hún rambaði inn á galopið ftp svæði fyrirtækisins og sótti kóðann!  Ég ætla ekki að rekja þá sögu, sjá t.d. hér:

http://www.purgatorius.org/Archives/2005Apr-Jun/Touch%20Screen%20Voting.html

en í stuttu máli, ég hef unnið hjá litlu íslensku hugbúnaðarfyrirtæki sem hafði mun betri vinnureglur og gæðakerfi heldur en diebold.

er það tilviljun?  eða viljandi slaki í öllu svo auðveldara sé að svindla

ég meina.... safngögnin voru geymd í microsoft access gagnagrunni á miðlægri vél.... og í einfaldri töflu sem hægt var að opna og breyta tölunum.... og það var gert, aftur og aftur, engin spurning.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 08:56

15 identicon

og btw - því meiri resources sem eru settar í þetta og því flóknara sem kerfið veriður - því erfiðara verður að sjá svindlið, svo það er ekki lausnin.

Það er hugsanlega til leið út úr þessu, en þá þarf að leggja svakalega áherslu á hvernig hægt sé að staðreyna kosningarnar og þá af óháðum aðila, hverjum sem er - hver sem er verður að geta sett upp "talningarstofu" og talið gögn frá kjósendunum sjálfum (t.d. kvittun).

þá er þetta komið út í miklu flóknara kerfi en bara að nota pappír og vakta ferlið frá a-z.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband