Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
31.1.2009 | 09:35
Hvað svo?
Sigmundur Davíðsson hafði greinilega ekki umboð þingflokks fyrir tilboð sitt og þingflokkurinn hefur nú sýnt honum hver ræður. Nú eru þrjár leiðir í stöðunni:
I. Minnihlutastjórn undir stjórn Framsóknarflokksins án þess að hann beri ábyrgð með beinni þátttöku.
II. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur myndi ríkisstjórn sem fólk myndi e.t.v. sætta sig við ef þeir punta upp "sérfræðinga" í ráðherrastóla.
III. Rjúfa þing og boða til kosninga innan 45 daga.
Áttu menn að treysta tilboði Framsóknar? Var það ekki bara klókt útspil til að fella ríkisstjórnina, tilboð sem þeir ætluðu ekki að standa við?
Ósætti um aðgerðirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2009 | 21:08
Æi
Ég verð að viðurkenna að örskotsstund var ég slegin blindu, bara sisvona eins og ég væri slegin út af laginu. Rétt eins og gerist í bíómyndum, menn fá höfuðhögg og sjá bara blóm, grasið grænt og fuglarnir sveima tístandi yfir. Litirnir glampa og einhvernvegin verður allt svo bjart. Svo rankar maður við sér, það er vetur, skítkalt, varla fugl að sjá, nema hrafn í ástarbríma með matarleifar í kjaftinum.
Telur forsendur fyrir stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2009 | 12:35
Framboð
Nú þarf að hafa hraðar hendur með að finna frambjóðendur og ekki síst finna út hverjir hafa áhuga á að bjóða sig fram og hverja Samfylkingin telur góða kandídata. Ég gerði upp strax á fyrsta fundi eftir síðustu kosningar og sagði frá því á fundi hér á Akureyri að ég ætlaði ekki að bjóða mig fram aftur. Í aðdraganda síðustu kosninga var ég búin að ákveða að breyta um viðfangsefni búin að vinna við tölvur með einum eða öðrum hætti í nær 30 ár. Því langaði mig að spreyta mig á þingstörfum og bauð mig fram en mitt B plan var að fara í meistaranám (MFA) í heimildaljósmyndun í Academy of Art University í San Francisco. Ég hóf námið strax í júní eftir kosningar og nýt námsins til hins ítrasta.
Ég ákvað að gerast blankur námsmaður en vera ekki í fullri vinnu með og klára námið hratt og örugglega svo í stað þess að útskrifast haustið 2010 eins og upphafleg áætlun skólans hljómaðiþá útskrifast ég nú í vor. Þessi breyting hefur verið frábær, námið hefur nýst mér vel. Því langar mig að halda áfram á þeirri braut. Nokkrir hafa rætt við mig um að endurskoða fyrri ákvörðun, ég hef gert það og komist að nákvæmlega sömu niðurstöðu. Ég veit hvað prófkjör og kosningar eru fyrir þann sem situr í átakasæti. Ég hef tvisvar sest á þing á síðasta kjörtímabili og séð hvernig unnið var. Þetta freistar mín ekki, það gerir ljósmyndunin hinsvegar.
Þó svo að ég viti að framtíðarmöguleikar heimildaljósmyndara séu e.t.v. ekki bjartir þá nýt ég þess að vera úti í íslenskri náttúru, hvaða veðri sem hún býður mér uppá, finna sjónarhorn, vinna úr þeim og gera úr því heildstæða mynd. Ef einhvern langar að líta á verkin mín þá eru þau hér í myndaalbúminu mínu
27.1.2009 | 01:29
Nú? Átti ekki að kjósa strax?
VG leggur línurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2009 | 19:52
Er þingmennska hlutastarf?
Hef oft velt þessu fyrir mér varðandi þingmenn í meira og minna öllum flokkum sem sitja í sveitarstjórnum, eru í námi og margt fleira. Öflugastur er nýkjörinn varaformaður Framsóknar sem síðast þegar ég vissi sat í sveitastjórn Fjallabyggðar (Siglufjarðar og Ólafsfjarðar), stundaði meistaranámí HÍ, var með sjónvarpsþátt á ÍNN og þingmaður. Hef aldrei skilið hvernig hann kemst yfir þetta alltsaman.
Lögreglumenn skoða úrsögn úr BSRB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2009 | 18:28
Geiri Humm Humm
Aldrei hef ég kynnst annarri eins ákvarðanafælni hjá nokkrum forsætisráðherra og Geir Haarde. Það er alveg ómögulegt að komast áfram með verkstjóra sem ekki tekur af skarið og hefur ekki frumkvæði.
Er það nema von að Ingibjörg Sólrún hafi lagt til nýjan verkstjóra. Frekar en viðurkenna að Jóhanna Sigurðardóttir er öflugri verkstjóri skilar Geir umboði sínu með þá von að geta leitt þjóðstjórn.
Það eru fróðlegir tímar framundan.
Geir og Ólafur á löngum fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2009 | 20:52
Kröftugur formaður
Það kom mér ánægjulega á óvart hversu öflug ræða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur var á fundinum svo skömmu eftir komuna heim. Hún var með sterka sýn á hvert skal halda og markmið. Undir hennar stjórn treysti ég Samfylkingunni fyrir landsstjórninni þar til kosningar fara fram. Það er gríðarlegur styrkur í að hafa formann eins og hana og vonandi styrkist heilsa hennar hratt því handtökin eru mörg framundan.
Kreppan er ekkert að fara og slagorð og upphrópanir hjálpa okkur ekki, það þarf að vinna sig úr þessu ástandi. Hver svo sem mun stjórna landinu á erfitt verk fyrir höndum eftir kosningar.
Meiri biðlund á landsbyggðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2009 | 09:37
Lýðræði
Nú eru kosningar innan skamms og flokkar bjóða sig fram, áreiðanlega fleiri en síðast og þau nýju pólitísku öfl sem hafa verið að myndast í mótmælastöðum munu áreiðanlega vera reiðubúin til verka við endurreisn landsins. Ótrúleg eljusemi og dugnaður þeirra við að koma fram skoðunum sínum nýtist vel á Alþingi og hlakka ég til að sjá þau takast á við verkefnin.
Ég er hinsvegar ekki sannfærð um að þriggja mánaða stjórn sé ákjósanlegur kostur, val á fólki í þá stjórn þyrfti að fara fram af hálfu þeirra sem fólk kaus á þing og falið vald í því fólgið sem ekki er skýrt. Lýðræðið er grundvallarstoð samfélagsins og hana ber að virða þó menn séu ekki alltaf sáttir við niðurstöðuna þá er frelsi til að bjóða sig fram og kjósa það sem gerir það að verkum að ólík sjónarmið og hugmyndafræði hafa jafna möguleika.
Fylgi VG mælist rúmlega 32% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2009 | 16:53
Miskunnarleysi
Hænuskref í rétta átt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2009 | 22:46
Reykjavíkurkjördæmin hafa talað, hvað segja önnur kjördæmi?
Nú hefur Samfylkingarfélag Reykjavíkur lýst sinni skoðun hvað varðar kosningar. Sú skoðun snertir væntanlega Reykjavíkurkjördæmi suður og norður. Eftir eru hin kjördæmin fjögur. Samfylkingarþingmenn úr Reykjavíkurkjördæmunum eru átta og þá eru eftir kjördæmi sem eiga 10 þingmenn á þingi.
Væntanlega munu önnur kjördæmi halda fundi í kjölfar þessarar ályktunar og fara yfir stöðuna um hvort þau eru sammála flokksmönnum úr Reykjavíkurkjördæmunum. Það er þó eilítið flóknara að halda fundi þar, þar sem flokksmenn í Norðausturkjördæmi eru staðsettir frá Djúpavogi til Siglufjarðar, í Norðvesturkjördæmi frá Akranesi til Sauðárkróks að Vestfjörðum meðtöldum og þá síðast Suðurkjördæmi sem nær frá Höfn í Hornafirði til Suðurnesja.
Fróðlegt verður að sjá hvernig formenn kjördæmisráða Samfylkingarinnar í öðrum kjördæmum munu halda fundi í kjölfarið eða hvort höfuðborgin verður látin ein um að hafa skoðanir á þessu máli.
Samþykktu ályktun um stjórnarslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Matthíasson
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Benedikt Sigurðarson
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bwahahaha...
- Daði Einarsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Dagbjört Pálsdóttir
- Davíð Jóhannsson
- Dofri Hermannsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Femínistinn
- Finnur Jóhannsson Malmquist
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðríður Arnardóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gúrúinn
- Hallgrímur Óli Helgason
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Nikulásson
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Hrafn Halldórsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hermann Óskarsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hörður Jónasson
- Ibba Sig.
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga Sig
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Íslandshreyfingin - lifandi land
- Jens Sigurðsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhann Jónsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Svavarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Karl V. Matthíasson
- Kári Harðarson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- kona
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Kristján L. Möller
- Kristján Logason
- Magnús Már Guðmundsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Matthías Björnsson
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Nýkratar
- Orðið á götunni
- Ólöf Nordal
- Ómar Ragnarsson
- Páll Einarsson
- Páll Jóhannesson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Perla
- Pétur Björgvin
- Pétur Gunnarsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Reynir Antonsson
- Rósa Harðardóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurður Axel Hannesson
- Sigurður Kaiser
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Skapti Hallgrímsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Stjórnmál
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Tíðarandinn.is
- Toshiki Toma
- Trúnó
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vika símenntunar
- Vilborg Traustadóttir
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Egilson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þórir Kjartansson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
RSS-straumar
Heimasíða Láru
Hér birtist listi yfir færslur á heimasíðunni minni.
Heimasíðan mín
- Augnablik - sæki gögn...