Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Við söknum þín!

Þó erfitt sé fyrir okkur Samfylkingarmenn að fylgjast með veikindum formannsins okkar þá er það töluvert erfiðara fyrir hana og fjölskyldu hennar. Við söknum hennar svo sannarlega í því pólitíska starfi sem við þurfum nú að vinna. Í breyttu samfélagi þarf að setja ný stefnumið en Ingibjörg Sólrún leiddi einmitt gríðarlega öflugt stefnumótunarstarf Samfylkingarinnar um allt land. Vonandi kemur hún til starfa sem fyrst.


mbl.is Ingibjörg Sólrún væntanleg heim í vikulok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar biðja sænska þingið að lána ekki landinu

Ég var að fá bréf sem merkt var áríðandi frá "Byltingu fíflanna" á Akureyri þar sem Íslendingar eru hvattir til að senda sænska þinginu bréf til að mótmæla því að Íslandi séu lánaðir peningar þar segir:

We Icelanders are proud of our close friendship with Sweden, therefore I feel it my duty to inform the Swedish congress that lending money to the current government of Iceland is like giving a wolf a sheep i.e. he will eat it without sharing anything. In the current situation if I where able to lend to the Icelandic government I would not do so. There is absolutely no guarantee that the money will be put to any good.

Er þetta almenn skoðun fólks?


Stefnumótun niðursveiflu

Ég hef tekið þátt í stefnumótun míns flokks bæði í landsmálum og málefnum sveitarstjórna. Nú þegar við blasir að skera niður og breyta rekstri gífurlega við skert fjárráð á báðum stjórnsýslustigum þá er flókið að velja hvað ætti að skera niður og hvar ætti að sækja fram. Stefnumótunin var fyrst og fremst miðuð við vöxt og uppbyggingu, þ.e. bæta við þjónustu við fólk og fyrirtæki en fjallaði ekki um hvaða þjónustu ætti að hætta að veita.

Flest heimili í landinu hafa farið nákvæmlega yfir útgjöld og ákveðið hvar er skorið niður, hvað menn ætla að hætta að gera o.s.frv. Sama gera ríki og sveitarfélög. Hratt er brugðist við og sama hvar ber niður það bitnar alltaf á fólki með einum eða öðrum hætti. Hinsvegar vantar stefnumótun til lengri tíma um hvernig við viljum sjá samfélagið við breyttar aðstæður. Ég tel að við slíka stefnumótun eigi að virkja sem flesta og ræða hvað er best að gera.

Ég sit sjálf í skólanefnd á Akureyri og þar var gripið til þess ráðs að virkja skólastjóra til að ákvarða hvar væri hægt að skera niður án þess að segja upp starfsmönnum. Þetta gerðu þeir síðan í samstarfi við sína starfsmenn og því ríkir sátt um þann þátt niðurskurðarins. En nú vitum við ekki hversu langt þrengingarnar ganga og þó fjárhagsáætlun ársins sé tilbúin er líklegt að hana þurfi að endurskoða síðar þó allir voni að svo sé ekki.

Því tel ég að allir stjórnmálaflokkar í landinu þurfi að vinna hörðum höndum að stefnumótun með breyttan fjárhag í huga í virku samstarfi við fólkið í landinu.


Formaður utan þings

Fróðlegt verður að sjá hvernig Sigmundi gengur að stýra stjórnmálaflokki af hliðarlínunni. Við næstu þingkosningar verður síðan spennandi að vita hvort Framsóknarflokkurinn lendir aftur í þeirri stöðu að formaðurinn verði ekki kosinn á þing. Sigmundar bíður því erfitt og flókið verkefni, sýna fram á að hann höndli hið nýja hlutverk og knýja fram kosningar eða komast í meirihluta á þingi og verða utanþingsráðherra. E.t.v. hugnast Sjálfstæðisflokknum að skipta um samstarfsflokk.
mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Markmið Samfylkingarinnar

Þó svo að sumir telji Sjálfstæðisflokkinn miðdepil heimsins þá var Samfylkingin ekki stofnuð með það að markmiði að ýta þeim flokki til hliðar heldur til að vinna að ákveðnum pólitískum markmiðum. Þetta veit Björn Bjarnason mætavel en hann hefur gaman af því að skjóta á samherja sem andstæðinga og bara gaman að því.

Þeir sem hafa fylgst með umræðu Samfylkingarinnar um Evrópusambandið vita mætavel að sú umræða hófst ekki hjá okkur í fjármálakrísunni. Það gerðist hinsvegar hjá Sjálfstæðisflokknum, þar blasti skipbrot "frelsis" sem reyndist leiða til hömlulausrar græðgi. Skipbrot frelsis án aðhalds og eftirlits er algert.

Mikilvægast er að ræða Evrópusambandsaðild efnislega án þess að vera sífellt að hnýta í aðra. Sjálfstæðismönnum veitir ekki af allri sinni orku og tíma í að skoða málið hratt núna þar sem þeir hafa slugsað við heimavinnuna sína í þessum efnum undanfarin ár.

Ræði Sjálfstæðisflokkurinn einungis Evrópusambandið á landsfundi sínum væri hann ekki að bregðast sagnfræði sinni eða sögulegu hlutverki. Hann væri einfaldlega algerlega að bregðast flokksmönnum sínum þar sem það er alvarleg fjármálakreppa á Íslandi ef mönnum er það ekki ljóst. Það er því full ástæða fyrir flokkinn að ræða ástæður hennar og viðbrögð við henni á sínum landsfundi.


mbl.is „Brygðist sögulegu hlutverki sínu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldri kynslóðir utanveltu?

Þegar ég las frétt um notendur Fésbókar á Íslandi staldraði ég við aldursskiptinguna. Á aldrinum 50-59 ára eru 13,2% á Fésbókinni en 3,1% þeirra sem eldri eru en 60 ára. Ólíkt yngri aldurshópum þar sem 95,8% fólks á aldrinum 20-29 ára eru skráðir og 63,5% þeirra sem eru áratug eldri. Hér endurspeglast kynslóðabilið með skýrum hætti í því sem oft er kölluð stafræn gjá sem aðgreinir þá eldri og hina fátækari frá þeim yngri.

Yfirleitt breiða þeir eldri yfir þessa gjá með ákveðnu yfirlæti og tala um þá sem "alltaf eru hangandi í tölvu" eða "fara aldrei neitt". Auðvitað eru síðan einstaklingar sem kæra sig ekkert um tölvur en þeir eru svosem í öllum aldurshópum.

Þetta minnir mig á gjána milli þeirra eldri og yngri þegar ég var í kringum tvítugt. Þá kom gjáin fyrst og fremst fram í því hvaða tónlist menn hlustuðu á. Tónlist hinna yngri var garg, fatnaðurinn druslur, hárið ómögulegt og svo hékk fólk á alskyns grillstöðum og nartaði í franskar kartöflur því okkur var hent út um leið og skammturinn var búinn.

Í dag spjallar fólk á tölvum og flestar ungar konur klæðast svörtu eins og grískar ekkjur. Það verður alltaf kynslóðabil en ef við miðaldra horfum til baka, hverju vildum við sleppa af því sem var óþolandi að mati eldri kynslóða?


mbl.is Næstum allir á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband