Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
21.1.2009 | 18:24
Við söknum þín!
Þó erfitt sé fyrir okkur Samfylkingarmenn að fylgjast með veikindum formannsins okkar þá er það töluvert erfiðara fyrir hana og fjölskyldu hennar. Við söknum hennar svo sannarlega í því pólitíska starfi sem við þurfum nú að vinna. Í breyttu samfélagi þarf að setja ný stefnumið en Ingibjörg Sólrún leiddi einmitt gríðarlega öflugt stefnumótunarstarf Samfylkingarinnar um allt land. Vonandi kemur hún til starfa sem fyrst.
Ingibjörg Sólrún væntanleg heim í vikulok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2009 | 00:20
Íslendingar biðja sænska þingið að lána ekki landinu
Ég var að fá bréf sem merkt var áríðandi frá "Byltingu fíflanna" á Akureyri þar sem Íslendingar eru hvattir til að senda sænska þinginu bréf til að mótmæla því að Íslandi séu lánaðir peningar þar segir:
We Icelanders are proud of our close friendship with Sweden, therefore I feel it my duty to inform the Swedish congress that lending money to the current government of Iceland is like giving a wolf a sheep i.e. he will eat it without sharing anything. In the current situation if I where able to lend to the Icelandic government I would not do so. There is absolutely no guarantee that the money will be put to any good.
Er þetta almenn skoðun fólks?
18.1.2009 | 23:35
Stefnumótun niðursveiflu
Ég hef tekið þátt í stefnumótun míns flokks bæði í landsmálum og málefnum sveitarstjórna. Nú þegar við blasir að skera niður og breyta rekstri gífurlega við skert fjárráð á báðum stjórnsýslustigum þá er flókið að velja hvað ætti að skera niður og hvar ætti að sækja fram. Stefnumótunin var fyrst og fremst miðuð við vöxt og uppbyggingu, þ.e. bæta við þjónustu við fólk og fyrirtæki en fjallaði ekki um hvaða þjónustu ætti að hætta að veita.
Flest heimili í landinu hafa farið nákvæmlega yfir útgjöld og ákveðið hvar er skorið niður, hvað menn ætla að hætta að gera o.s.frv. Sama gera ríki og sveitarfélög. Hratt er brugðist við og sama hvar ber niður það bitnar alltaf á fólki með einum eða öðrum hætti. Hinsvegar vantar stefnumótun til lengri tíma um hvernig við viljum sjá samfélagið við breyttar aðstæður. Ég tel að við slíka stefnumótun eigi að virkja sem flesta og ræða hvað er best að gera.
Ég sit sjálf í skólanefnd á Akureyri og þar var gripið til þess ráðs að virkja skólastjóra til að ákvarða hvar væri hægt að skera niður án þess að segja upp starfsmönnum. Þetta gerðu þeir síðan í samstarfi við sína starfsmenn og því ríkir sátt um þann þátt niðurskurðarins. En nú vitum við ekki hversu langt þrengingarnar ganga og þó fjárhagsáætlun ársins sé tilbúin er líklegt að hana þurfi að endurskoða síðar þó allir voni að svo sé ekki.
Því tel ég að allir stjórnmálaflokkar í landinu þurfi að vinna hörðum höndum að stefnumótun með breyttan fjárhag í huga í virku samstarfi við fólkið í landinu.
18.1.2009 | 15:32
Formaður utan þings
Sigmundur kjörinn formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.1.2009 | 01:32
Markmið Samfylkingarinnar
Þó svo að sumir telji Sjálfstæðisflokkinn miðdepil heimsins þá var Samfylkingin ekki stofnuð með það að markmiði að ýta þeim flokki til hliðar heldur til að vinna að ákveðnum pólitískum markmiðum. Þetta veit Björn Bjarnason mætavel en hann hefur gaman af því að skjóta á samherja sem andstæðinga og bara gaman að því.
Þeir sem hafa fylgst með umræðu Samfylkingarinnar um Evrópusambandið vita mætavel að sú umræða hófst ekki hjá okkur í fjármálakrísunni. Það gerðist hinsvegar hjá Sjálfstæðisflokknum, þar blasti skipbrot "frelsis" sem reyndist leiða til hömlulausrar græðgi. Skipbrot frelsis án aðhalds og eftirlits er algert.
Mikilvægast er að ræða Evrópusambandsaðild efnislega án þess að vera sífellt að hnýta í aðra. Sjálfstæðismönnum veitir ekki af allri sinni orku og tíma í að skoða málið hratt núna þar sem þeir hafa slugsað við heimavinnuna sína í þessum efnum undanfarin ár.
Ræði Sjálfstæðisflokkurinn einungis Evrópusambandið á landsfundi sínum væri hann ekki að bregðast sagnfræði sinni eða sögulegu hlutverki. Hann væri einfaldlega algerlega að bregðast flokksmönnum sínum þar sem það er alvarleg fjármálakreppa á Íslandi ef mönnum er það ekki ljóst. Það er því full ástæða fyrir flokkinn að ræða ástæður hennar og viðbrögð við henni á sínum landsfundi.
Brygðist sögulegu hlutverki sínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.1.2009 | 00:28
Hvar eru ættartölurnar?
Rannsóknarnefndin byrjuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2009 | 08:19
Eldri kynslóðir utanveltu?
Þegar ég las frétt um notendur Fésbókar á Íslandi staldraði ég við aldursskiptinguna. Á aldrinum 50-59 ára eru 13,2% á Fésbókinni en 3,1% þeirra sem eldri eru en 60 ára. Ólíkt yngri aldurshópum þar sem 95,8% fólks á aldrinum 20-29 ára eru skráðir og 63,5% þeirra sem eru áratug eldri. Hér endurspeglast kynslóðabilið með skýrum hætti í því sem oft er kölluð stafræn gjá sem aðgreinir þá eldri og hina fátækari frá þeim yngri.
Yfirleitt breiða þeir eldri yfir þessa gjá með ákveðnu yfirlæti og tala um þá sem "alltaf eru hangandi í tölvu" eða "fara aldrei neitt". Auðvitað eru síðan einstaklingar sem kæra sig ekkert um tölvur en þeir eru svosem í öllum aldurshópum.
Þetta minnir mig á gjána milli þeirra eldri og yngri þegar ég var í kringum tvítugt. Þá kom gjáin fyrst og fremst fram í því hvaða tónlist menn hlustuðu á. Tónlist hinna yngri var garg, fatnaðurinn druslur, hárið ómögulegt og svo hékk fólk á alskyns grillstöðum og nartaði í franskar kartöflur því okkur var hent út um leið og skammturinn var búinn.
Í dag spjallar fólk á tölvum og flestar ungar konur klæðast svörtu eins og grískar ekkjur. Það verður alltaf kynslóðabil en ef við miðaldra horfum til baka, hverju vildum við sleppa af því sem var óþolandi að mati eldri kynslóða?
Næstum allir á Facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Matthíasson
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Benedikt Sigurðarson
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bwahahaha...
- Daði Einarsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Dagbjört Pálsdóttir
- Davíð Jóhannsson
- Dofri Hermannsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Femínistinn
- Finnur Jóhannsson Malmquist
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðríður Arnardóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gúrúinn
- Hallgrímur Óli Helgason
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Nikulásson
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Hrafn Halldórsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hermann Óskarsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hörður Jónasson
- Ibba Sig.
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga Sig
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Íslandshreyfingin - lifandi land
- Jens Sigurðsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhann Jónsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Svavarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Karl V. Matthíasson
- Kári Harðarson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- kona
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Kristján L. Möller
- Kristján Logason
- Magnús Már Guðmundsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Matthías Björnsson
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Nýkratar
- Orðið á götunni
- Ólöf Nordal
- Ómar Ragnarsson
- Páll Einarsson
- Páll Jóhannesson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Perla
- Pétur Björgvin
- Pétur Gunnarsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Reynir Antonsson
- Rósa Harðardóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurður Axel Hannesson
- Sigurður Kaiser
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Skapti Hallgrímsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Stjórnmál
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Tíðarandinn.is
- Toshiki Toma
- Trúnó
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vika símenntunar
- Vilborg Traustadóttir
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Egilson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þórir Kjartansson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
RSS-straumar
Heimasíða Láru
Hér birtist listi yfir færslur á heimasíðunni minni.
Heimasíðan mín
- Augnablik - sæki gögn...