Leita í fréttum mbl.is

Íslendingar biðja sænska þingið að lána ekki landinu

Ég var að fá bréf sem merkt var áríðandi frá "Byltingu fíflanna" á Akureyri þar sem Íslendingar eru hvattir til að senda sænska þinginu bréf til að mótmæla því að Íslandi séu lánaðir peningar þar segir:

We Icelanders are proud of our close friendship with Sweden, therefore I feel it my duty to inform the Swedish congress that lending money to the current government of Iceland is like giving a wolf a sheep i.e. he will eat it without sharing anything. In the current situation if I where able to lend to the Icelandic government I would not do so. There is absolutely no guarantee that the money will be put to any good.

Er þetta almenn skoðun fólks?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Er eitthvað til sem heitir almenn skoðun fólks ? Láttu mig vita ef þú veist um eina slíka.

hilmar jónsson, 19.1.2009 kl. 00:24

2 Smámynd: AK-72

Ég veit ekki hvort þetta sé almenn skoðun, en ég skil vel hversvegna fólk óttast um fjármuni í höndum núverandi ríkistjórnar, þings og Seðlabanka. Fólk býst fastlega við því að lendi beint í vösum Björgúlfanna, Jóns Ásgeirs, Sigurðs einars, Ólafs Ólafs eða annara góðvinna.

AK-72, 19.1.2009 kl. 00:31

3 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Bylting fíflanna - á sjálfsagt að vera ironia Lára.

Í öllu falli hefur formaður þíns flokks marg sagt okkur að við séum þjóðin.

Trúðu okkur - þetta er skoðun okkar eftir að yfir okkur hellast spillingarfréttir daglega.

Finnst þér t.d. ekki að Danir þurfi að vita af því að Pálmi Haraldsson, Fons, sem skildi eftir tug milljarða tjón  og danskur almenningur fær að greiða - finnst þér ekki að þeir þurfi að vita að hann hafi fengið að kaupa hér á landi, allar ferðaskrifstofur nema 2.  Þ.e. Ferðaskrifstofu Íslands, Plúsferðir og Sumarferðir - eftir gjaldþrot Sterlings, gjaldþrot FL, gjaldþrot Glitnis o.fl. o.fl.

Þú spyrð sem vara-þingmenn Samfylkingar hvort þetta sé almenn skoðun fólks?

Já þetta er almenn skoðun fólks.

Eitt af grundvallarskilyrðum þess að geta verið fulltrúi þjóðarinnar á Alþingi, er að fylgjast með kjörum þjóðarinnar og er eitthvað að ef það hefur farið fram hjá þér. 

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 19.1.2009 kl. 00:35

4 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Lára þetta átti auðvitað að vera :  Í öllu falli hefur formaður þíns flokks marg sagt okkur að við séum ekki þjóðin.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 19.1.2009 kl. 00:37

5 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Bylting fíflanna er mjög duglegur félagsskapur hér á Akureyri þar sem ég hef mætt nokkrum sinnum. Þau hafa þessa tvíræðni í nafninu en það er átt við fífilblómið. Þau vinna víðtækt og markvisst en Akureyrarbær hefur ljáð þeim húsnæði til fundahalda og tilbúin til samstarfs.

Ólíkt varaborgarfulltrúum hafa varaþingmenn engin laun og ekkert hlutverk sem slíkir. Þeir geta fengið önnur hlutverk og ég sit í nefndum í tengslum við fjarskipti og skólanefnd á Akureyri. Hlutverk varaþingmanna breytist einungis ef þingmenn sem þeir eru varamenn fyrir forfallast. Mínir menn hafa verið heilsuhraustir og ekki lagst í ferðalög og hafa því ekki þurft á neinni afleysingu að halda. Ég hef verið afskaplega sátt við það því eftir kosningar ákvað ég að fara kröfuhart nám sem tekur allan minn tíma. Sem námsmaður lifði ég við mjög knappan fjárhag fram að kreppu en eftir að hún skall á þá hefur mér oft fundist staðan óviðráðanleg. Ég krafla mig áfram mánuð fyrir mánuð eins og margir aðrir.

Vangaveltur mínar hér fjölluðu um hvort það væri gagn í því að fá ekki þau lán sem við höfum sótt um og hvert það muni leiða okkur. Ef skoðun þjóðarinnar er sú að erlend lán eigi ekki að berast fyrr en eftir kosningar þá er það auðvitað fullgild skoðun. Einungis einn maður í landinu getur boðað til kosninga og það er forsætisráðherra. Núverandi lagaumhverfi gerir engum öðrum kleift að gera það. Göran Person ráðlagði okkur að taka stóra skellinn strax en draga ekki úr því eins og við erum að gera. Kannski hafði hann rétt fyrir sér og lánin lengi aðeins í hengingarólinni. Ég get ekki gert annað en velt því fyrir mér eins og aðrir.

Lára Stefánsdóttir, 19.1.2009 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband