Leita í fréttum mbl.is

Eldri kynslóđir utanveltu?

Ţegar ég las frétt um notendur Fésbókar á Íslandi staldrađi ég viđ aldursskiptinguna. Á aldrinum 50-59 ára eru 13,2% á Fésbókinni en 3,1% ţeirra sem eldri eru en 60 ára. Ólíkt yngri aldurshópum ţar sem 95,8% fólks á aldrinum 20-29 ára eru skráđir og 63,5% ţeirra sem eru áratug eldri. Hér endurspeglast kynslóđabiliđ međ skýrum hćtti í ţví sem oft er kölluđ stafrćn gjá sem ađgreinir ţá eldri og hina fátćkari frá ţeim yngri.

Yfirleitt breiđa ţeir eldri yfir ţessa gjá međ ákveđnu yfirlćti og tala um ţá sem "alltaf eru hangandi í tölvu" eđa "fara aldrei neitt". Auđvitađ eru síđan einstaklingar sem kćra sig ekkert um tölvur en ţeir eru svosem í öllum aldurshópum.

Ţetta minnir mig á gjána milli ţeirra eldri og yngri ţegar ég var í kringum tvítugt. Ţá kom gjáin fyrst og fremst fram í ţví hvađa tónlist menn hlustuđu á. Tónlist hinna yngri var garg, fatnađurinn druslur, háriđ ómögulegt og svo hékk fólk á alskyns grillstöđum og nartađi í franskar kartöflur ţví okkur var hent út um leiđ og skammturinn var búinn.

Í dag spjallar fólk á tölvum og flestar ungar konur klćđast svörtu eins og grískar ekkjur. Ţađ verđur alltaf kynslóđabil en ef viđ miđaldra horfum til baka, hverju vildum viđ sleppa af ţví sem var óţolandi ađ mati eldri kynslóđa?


mbl.is Nćstum allir á Facebook
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

ENGU

Gleđilegt ár Lára. 

Dunni, 9.1.2009 kl. 09:03

2 identicon

Sćl Lára, tékkađu á Njósnir á netinu

Gullvagninn (IP-tala skráđ) 9.1.2009 kl. 09:27

3 identicon

ps - ţađ er furđulegt hve vel mbl reportar ţessa bók, aftur og aftur koma fréttir um hve margir eru í ţessu, ţađ talar til kindarinnar, kindin vill vera í hjörđ, eru ţeir kannski ađ smala ţrćlunum inn til ađ skrá heimsbyggđina?  auđvelda leitina ađ ţessum hettuklćddu?

Gullvagninn (IP-tala skráđ) 9.1.2009 kl. 09:29

4 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Rétt eins og í lífinu sjálfu veit fólk ekki meira um ţig á fésbókinni en ţú vilt sýna sjálfur. Mađur setur ekki annađ ţangađ. Ţeir sem ađ hella ţar út leyndarmálum eru ađ lýsa yfir ađ ekki sé lengur um leyndarmál ađ rćđa.

Lára Stefánsdóttir, 9.1.2009 kl. 13:40

5 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

ps. ég las ţetta í Fréttablađinu;-)

Lára Stefánsdóttir, 9.1.2009 kl. 13:41

6 identicon

já, ţú meinar ég hef ekkert ađ fela

Gullvagninn (IP-tala skráđ) 9.1.2009 kl. 14:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband