Leita í fréttum mbl.is

Kröftugur formaður

Það kom mér ánægjulega á óvart hversu öflug ræða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur var á fundinum svo skömmu eftir komuna heim. Hún var með sterka sýn á hvert skal halda og markmið. Undir hennar stjórn treysti ég Samfylkingunni fyrir landsstjórninni þar til kosningar fara fram. Það er gríðarlegur styrkur í að hafa formann eins og hana og vonandi styrkist heilsa hennar hratt því handtökin eru mörg framundan.

Kreppan er ekkert að fara og slagorð og upphrópanir hjálpa okkur ekki, það þarf að vinna sig úr þessu ástandi. Hver svo sem mun stjórna landinu á erfitt verk fyrir höndum eftir kosningar.


mbl.is Meiri biðlund á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Já þetta var mjög góð innkoma hjá henni. Hún er fljót að sjá aðalatriðin.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 24.1.2009 kl. 21:31

2 identicon

Hvaða aðalatriði?

Doddi (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 22:54

3 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Ingibjörg er hluti af vanhæfri ríkisstjórn.  Þjóðin treystir henni ekki og Samfylkingin minnkar hratt.

Jón Kristófer Arnarson, 24.1.2009 kl. 22:56

4 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ég verð að viðurkenna Jón Kristófer að fylgi er mér ekki aðalatriði þessa dagana eins og ykkur í VG. Auðvitað væri það vinsælast að henda öllu frá sér og benda á aðra. Mikilvægast er að sjá til þess að hér fari fram lýðræðislegar kosningar og þangað til verði stjórn sem hefur umboð til að setja lög og bregðast við en ekki bráðabirgðastjórn sem hefur engar heimildir til lagasetninga. Það þarf margt að gera til að verjast þeim erfiðleikum sem við erum að fást við. Ef það kostar okkur fylgi verður svo að vera.

Lára Stefánsdóttir, 25.1.2009 kl. 11:41

5 Smámynd: Gúrúinn

Fylgi er okkur í VG ekki aðalatriðið, Lára og ég er hissa á að lesa svona bull hjá þér. Staðreyndin er sú að jafnaðarstefnan hefur vikið á meðan Samfylkingin hefur verið í stjórn öfugt við öflug orð hennar fyrir stjórnarþátttöku.

Auðvitað þarf að verjast erfiðleikunum en manni sárnar mjög þegar sífellt kemur betur og betur úr kafinu að þessa sömu erfiðleika var að töluverðu leiti hægt að fyrirbyggja. Það eitt og sér dugir til - eða ætti að gera það - að kosið verði sem fyrst og stjórnmálamenn sem nú eru við völd afsali sér þeim.

Gúrúinn, 25.1.2009 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband