Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
25.3.2008 | 14:12
Líf snjókarlsins
Völundur Jónsson og Helga Kvam gerðu stuttmynd um líf snjókarlsins í garðinum hjá þeim. Það er frábært að sjá þessa mynd, hvernig dagurinn líður og nóttin kemur, hvernig veðrið breytist og síðan hvernig líf snjókarlsins fjarar út.
Þetta er alger snilld!
22.3.2008 | 23:10
Glæsilegt
Héðinsfjörðurinn er fallegur og verður gaman að geta skotist í hann á bifreið án fyrirhafnar. Mestu skiptir þó að þegar göngin eru tilbúin geta íbúar sveitarfélagsins Fjallabyggðar farið á milli hverfa án þeirrar fyrirhafnar sem nú er. Leiðin til Siglufjarðar frá Akureyri er oft löng yfir vetrartímann þegar Lágheiðin er teppt en með Héðinsfjarðargöngunum breytist þetta. Göngin eru gríðarlega mikilvæg samgöngubót fyrir svæðið og hagkvæm eins og áður hefur komið fram enda þess vegna farið út í framkvæmdina.
Hlakka til þegar göngin verða tilbúin;-)
Ekki dónaleg sýn út í Héðinsfjörð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2008 | 21:13
Tinni er frábær
Sjálfsagt hefur Hergé ekki órað fyrir því hversu langlífur eða frægur Tinni yrði þó Raymond Leblanc hafi trúað á Tinna er ekki líklegt að hann hafi séð fyrir hver afdrif þessarar teiknimyndapersónu yrðu. Ég byrjaði að lesa Tinna þegar ég var 11 ára og hætti því líklega aldrei. Ég á allar bækurnar sem eru orðnar snjáðar, búin að líma rautt límband yfir kjölinn svo þær hreinlega detti ekki í sundur. Út í glugga eru handmálaðar tinfígúrur úr sögunum sem eru alltaf með mér þar sem ég vinn hverju sinni. Nú er ég námsmaður og þá eru þær heima;-)
Enn þann dag í dag gríp ég í bækurnar og fátt skemmtir mér jafn vel. Kolbeinn kafteinn með sinn skrautlega orðaforða, Vaíla Veinólínó í sínum sjálfhverfa heimi og Vilhjálmur Vandráður sífellt með uppgötvanir sem við höfum ekki náð sumum enn þann dag í dag. Tobbi er síðan ekki sístur í hópnum.
Megi Raymond Leblanc hvíla í friði, þeir sem stóðu að útgáfu Tinna eiga mínar þakkir skildar fyrir að gefa mér teiknimyndapersónu sem skemmtir mér allt lífið. Svo vil ég fá Tinnasöngleikinn hingað til lands sem ég hef nú minnst áður á þessu bloggi;-)
Útgefandi Tinnabókanna látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2008 | 20:46
Með eigin augum
Það skiptir afar miklu máli að skoða mál sjálfur í stað þess að trúa einungis því sem aðrir segja. Allt of oft dettum við í þá gildru að halda að við vitum alla málavexti og tökum ákvarðanir út frá þeirri trú okkar. Það hlýtur að vera gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskan utanríkisráðherra að skoða aðbúnað og viðfangsefni friðargæsluliða okkar erlendis. Án þess er erfitt að byggja upp verkefni og sjá hvernig best er að byggja upp til framtíðar.
Þó ég geri mér fulla grein fyrir að ekki lærist allt um Afganistan í einni ferð þá er alveg ljóst að þekkingin hefur aukist gríðarlega og við höfum nú möguleika á að stýra málum okkar af meiri þekkingu.
Ferðin árangursrík" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2008 | 11:03
Skólagjöldin hækka
Einu sinni hét þetta gengisfelling, svo gengissig, þá leiðrétting á gengi en nú heitir þetta lækkun. En skólagjöldin mín hækka stöðugt frá því að ég var að kaupa námið á 61 krónu fyrir dollar í að borga nú 74 krónur fyrir hann.
En við getum verið þakklát fyrir að nú munu menn hækka vörur ákaflega hratt og vera sprækir til þess, miklu hressari heldur en þegar gengið lækkaði þá voru þeir dálítið stirðir ef ég man rétt...
Gengi krónunnar lækkar um 5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2008 | 21:06
Barnabróðir og systkynamóðir
Mér hefur ekki þótt góð íslenska í kringum það fjölskyldumynstur sem er hér á landi þar sem fólk skilur, giftist aftur, eignast börn og fjölskyldan því samansett á annan hátt en móðurmálið gerir ráð fyrir. Því tel ég að íslenskan hafi stirnað í fjölskyldumálum og hér þurfi að taka til hendinni.
Börnin mín eiga systkini sem ég á ekki og því finnst mér rétt að þau sem eru systir og bróðir barnanna minna séu þar af leiðandi barnasystir mín og barnabróðir minn. Þá hef ég alveg nýtt hlutverk og er systkinamóðir þeirra.
Mér þykir þetta frábær íslenska og mjög þjál. Þar af leiðandi getur maður skilgreint fjölskylduna betur og hvernig hún er tengd manni. þar sem barnasystir mín og barnabróðir minn eiga ekki sömu móður þá geta þau kallað hvort annað systkinabróður og systkynasystur. Mjög fínt að segja líka þetta er bróðursystir mín eða systurbróðir minn.
Verður dálítið flókið í upphafi að venja sig á þetta en ef ég get átt föðursystur hlýt ég að geta átt barnasystur;-)
14.3.2008 | 14:30
Ábyrgð barna meiri en karla?
Þessi frétt vekur upp spurningar varðandi ábyrgð barna á gerðum sínum sem við höfum ef til vill ekki verið nægilega vakandi fyrir. Nú geri ég ráð fyrir að málinu verði vísað til Hæstaréttar og þar fáist lokaúrskurður í málinu. Í flestum tilfellum höfum við verið að ræða réttindi barna en ekki skyldur þeirra eða ábyrgð. Spurningin er hvort við höfum með því komið því nægilega vel á framfæri við börn að þau beri ábyrgð á gerðum sínum.Það er þungur baggi að fá 10 milljón króna reikning en það er líka hræðilegt að verða fyrir skaða fyrir lífstíð í vinnunni.
En skoðum þá upphæðina í samhengi við aðra dóma. Í nýlegum dómi (380/2007) hæstaréttar kemur þetta fram:
"Brot ákærða gagnvart Y voru sérlega hrottafengin og langvinn en hann olli henni miklum líkamlegum áverkum og nauðgaði henni. Þá verður litið til þess að hann notaði kjötöxi og búrhníf í atlögunni. Gögn bera málsins með sér að brot ákærða hafi haft í för með sér alvarlegar líkamlegar og andlegar afleiðingar fyrir Y. "
og síðar í sama dómi:
"Í ljósi atvika málsins eru bætur þessar hæfilega ákveðnar 1.500.000 krónur. Sú fjárhæð ber vexti eins og í dómsorði greinir."
Þá er spurningin hvort það sé rétt að barn sé dæmt til að greiða 10 milljónir í skaðabætur fyrir að skella hurð á kennara og valda honum tjóni en þennan mann til að greiða 1,5 milljónir?
Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.3.2008 | 16:29
Gleymdi afmælinu!
Það hefur held ég aldrei komið fyrir mig áður að gleyma að ég ætti afmæli, ef svo er þá er ég búin að gleyma því;-) En Fífa systir minnti mig á það að ég á afmæli í dag - dagurinn auðvitað gerbreyttist á þeirri samri stundu og varð enn skemmtilegri en hann var fyrir með stöðugum heimsóknum. Ég sem ætlaði að skrifa ritgerð í allan dag er búin að njóta gestanna og góðgætis. Alltaf gaman að eiga afmæli;-)
Þá er bara að einhenda sér í ritgerðina;-)7.3.2008 | 11:17
Ábyrgð á aukaverkum - hvar er hún?
Útboðslýsingar eiga að vera nákvæmnisverk, ekki má gleyma hurðarhúnum, stigum, gluggum, íblöndunarefnum og fleiru. Ég held þó að það sé alger undantekning þegar útboðslýsingar standast 100%. Þá kemur spurningin um hver ber ábyrgð á þeim. Er það stjórnmálamaðurinn sem las yfir útboðslýsinguna sem gerð var af fagmönnum eða fagmennirnir sjálfir. Eiga stjórnmálamenn að vera lærðir húsasmiðir, múrarar, rafvirkjar, málarar eða bara vel verseraðir í öllum iðngreinum til að geta tekið ákvörðun um útboð? Fagmennirnir sem skrifa útboðslýsingarnar virðast ekki hafa mikla ábyrgð en stjórnmálamennirnir eiga að bera hana.
Þegar útboðslýsingar eru þannig gerðar að ýmislegt stórt og smátt gleymist hér og þar þá hefur stjórnmálamaðurinn ekki réttar upplýsingar til að taka ákvörðun. Þegar verkið er komið af stað er illt að hætta við og því verða menn að klára með því að taka fjármagn úr opinberum rekstri sem átti að nota í annað.
Yfirkeyrsla á íþróttastúku í Reykjavík gæti því haft bein áhrif á umönnun aldraðra í Reykjavík, yfirkeyrsla á menningarhúsi á Akureyri hefur áhrif á þjónustu við fatlaða, skólastarf í bænum og allt það sem bærinn vill vera að gera. Peningar eru ekki óendanleg stærð, sveitarfélög hafa ekki óendanlegt fjármagn og því má segja að röng útboðslýsing sem leiðir til ákvörðunar stjórnmálamanna sé í raun hreinn og beinn þjófnaður oft af þeim sem síst mega við því.
7.3.2008 | 11:07
Grænt á sláttuvélar, rautt á vistvæna bíla...
Skattlagning á eldsneyti skiptir sköpum í rekstri ríkisins en kemur hart niður á borgurunum sérstaklega þegar verð á eldsneyti er jafn hátt og nú er. Ekki má gleyma því að við hér á Íslandi erum að greiða nánast tvöfalt verð á við t.d. Bandaríkjamenn. Á meðan menn einblína á hvernig má flytja inn matvæli í samkeppni við íslenska bændur og vilja afnema tolla þá eru menn skattpíndir með tollum, sköttum og gjöldum á eldsneyti sem er ekki í samkeppni við nokkurn skapaðan hlut.
Hver verðhækkun á olíu skilar þjóðarbúinu auknum tekjum, væri nú ekki ráð að hætta að stinga öllum skattgróðanum af þeim verðhækkunum í vasann og festa gjöldin í ákveðinni krónutölu og binda einungis við neysluna en ekki verð í útlöndum. Íslenska ríkið hefur vart áhuga á því að verð á olíu lækki þegar það hagnast verulega á því að verðið sé hátt.
Lausnin felst ekki í að hafa mismunandi skattlagningar og mismunandi liti á bensíni heldur sanngjarni álagningu ríkisins.
24 metrar af mótmælum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Matthíasson
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Benedikt Sigurðarson
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bwahahaha...
- Daði Einarsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Dagbjört Pálsdóttir
- Davíð Jóhannsson
- Dofri Hermannsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Femínistinn
- Finnur Jóhannsson Malmquist
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðríður Arnardóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gúrúinn
- Hallgrímur Óli Helgason
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Nikulásson
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Hrafn Halldórsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hermann Óskarsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hörður Jónasson
- Ibba Sig.
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga Sig
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Íslandshreyfingin - lifandi land
- Jens Sigurðsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhann Jónsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Svavarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Karl V. Matthíasson
- Kári Harðarson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- kona
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Kristján L. Möller
- Kristján Logason
- Magnús Már Guðmundsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Matthías Björnsson
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Nýkratar
- Orðið á götunni
- Ólöf Nordal
- Ómar Ragnarsson
- Páll Einarsson
- Páll Jóhannesson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Perla
- Pétur Björgvin
- Pétur Gunnarsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Reynir Antonsson
- Rósa Harðardóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurður Axel Hannesson
- Sigurður Kaiser
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Skapti Hallgrímsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Stjórnmál
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Tíðarandinn.is
- Toshiki Toma
- Trúnó
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vika símenntunar
- Vilborg Traustadóttir
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Egilson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þórir Kjartansson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
RSS-straumar
Heimasíða Láru
Hér birtist listi yfir færslur á heimasíðunni minni.
Heimasíðan mín
- Augnablik - sæki gögn...