Leita í fréttum mbl.is

Tinni er frábær

Sjálfsagt hefur Hergé ekki órað fyrir því hversu langlífur eða frægur Tinni yrði þó Raymond Leblanc hafi trúað á Tinna er ekki líklegt að hann hafi séð fyrir hver afdrif þessarar teiknimyndapersónu yrðu. Ég byrjaði að lesa Tinna þegar ég var 11 ára og hætti því líklega aldrei. Ég á allar bækurnar sem eru orðnar snjáðar, búin að líma rautt límband yfir kjölinn svo þær hreinlega detti ekki í sundur. Út í glugga eru handmálaðar tinfígúrur úr sögunum sem eru alltaf með mér þar sem ég vinn hverju sinni. Nú er ég námsmaður og þá eru þær heima;-)

Enn þann dag í dag gríp ég í bækurnar og fátt skemmtir mér jafn vel. Kolbeinn kafteinn með sinn skrautlega orðaforða, Vaíla Veinólínó í sínum sjálfhverfa heimi og Vilhjálmur Vandráður sífellt með uppgötvanir sem við höfum ekki náð sumum enn þann dag í dag. Tobbi er síðan ekki sístur í hópnum.

Megi Raymond Leblanc hvíla í friði, þeir sem stóðu að útgáfu Tinna eiga mínar þakkir skildar fyrir að gefa mér teiknimyndapersónu sem skemmtir mér allt lífið. Svo vil ég fá Tinnasöngleikinn hingað til lands sem ég hef nú minnst áður á þessu bloggi;-)


mbl.is Útgefandi Tinnabókanna látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér með Tinna. Snilldarbókmenntir. Ég byrjaði að lesa þær 10 ára með Eldflaugastöðinni og kann þær flestar utanbókar. Þetta voru manns helstu heimildir um landafræði og óendanleg skemmtun. Ég á þær allar núna og les þær oft og börnin mín líka. Húrra fyrir Tinna og Tobba!

Guðjón (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband