Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
6.3.2008 | 11:02
Blogg og bleksverta
Einhverra hluta vegna virðist sumum í nöp við bloggskrifara og telja þá ritun lakari að virðingu en það sem skrifað er með bleksvertu. Nú er mér hulin ráðgáta hvort það er stigsmunur á því með hvaða verkfæri menn skrifa niður skoðanir sínar. Eru til dæmis verri hugmyndir skrifaðar með Biro penna en Pelican penna? Voru hugmyndir betri þegar steypa þurfti prentmát en þegar hægt er að setja í tölvu?
Eða eru menn ef til vill að tala um að það vanti ritskoðun? Það séu meiri líkur á því að það sé ritskoðað sem fer í dagblöð eða bækur þar sem þá eru ritstjórar eða eftirlitsmenn?
Menn eiga misauðvelt með að setja fram skoðanir sínar í rituðu máli, fyrir því geta verið ýmsar ástæður. Þeir sem dýrka móðurmálið verða afskaplega tilfinningaríkir þegar menn hafa ekki þá náðargáfu að geta ritað fagra íslensku. Sömu menn tala hinsvegar líka um að aðflutt fólk njóti sama réttar og við hin. Hvernig geta þau það þegar þau hafa annað móðurmál en eru höfð að háði og spotti sé íslenskan þeim ekki kristaltær? Hvað með þá sem eru les- eða skrifblindir, eiga þeir aldrei að segja neitt í rituðu máli? Hafa þeir sem hafa náðargáfu á ritaða íslensku einkaleyfi á að segja sínar skoðanir?
Sumir stjórnmálamenn hafa ekki stjórn á sér þegar þeir fjalla um blogg og telja slík skrif langt neðan sinnar virðingar. Eru þetta þeir sem vilja ekki að alþýðan geti sagt það sem hún vill?
Bloggníðingar eru ritníðingar nútímans þeir eiga að lúta sömu lögum og þeir sem í ræðu eða riti eru dæmdir fyrir orð sín. Orðum fylgir ábyrgð.
5.3.2008 | 22:05
Frábær framganga
![]() |
Fiðrildaganga í þágu kvenna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2008 | 08:03
Ungur maður með skoðanir
Það er alltaf skemmtilegt þegar ungt fólk skoðar samfélagið í kringum sig og myndar sér skoðanir. Skoðanir sem ná lengra en hvernig foreldrar þeirra eru, fötin á félögunum og kennarinn. Það er hárrétt að samviska og siðferði fólks í veröldinni er ekki bundið við kristni. Þegar ég hef heyrt slíkar fullyrðingar hef ég velt því fyrir mér hvaða áhrif það getur haft ef menn trúa slíku.
Hverjum dettur í hug að allir þeir íbúar jarðarinnar sem ekki eru kristnir séu samviskulausir og siðlausir? Þeir sem trúa því stuðla að fordómum í garð fjölmargra þjóða hvað þá einstaklinga sem við þó vitum að eru ekki lakara fólk en við sjálf sem búum í löndum sem aðhyllast kristni eða erum kristin.
![]() |
Biskup gagnrýndur í Laugarneskirkju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2008 | 16:54
Arfavitlaus íslenska
Hvernig er hægt að skilja þetta:
Vísaði hann til skýrslna sem unnar hafa verið um Ísland og hverju þær hafi skilað því þegar menn væru upplýstir um stöðuna þá skilar það sér.
Þýðing óskast!!!
![]() |
Forsætisráðherra: Hefur slæm áhrif þegar stíga þarf snöggt á bremsurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2008 | 10:52
Grímulaus samkeppnishindrun
Ég leitaði í Morgunblaðinu að umfjöllun um synjun Gísla Marteins á leyfi fyrir Icelandic Express að fá aðstöðu við austanverðan Reykjavíkurflugvöll. Fann ekkert. Kannski kemur það síðar en ekki er ég hissa á að Mogginn hreinlega kveinki sér undan því að fjalla um að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ákveði samkeppnishindrun sem mun líklega vara a.m.k. þar til flugvöllur fer úr Vatnsmýrinni fái hann að ráða. Á meðan stuðlar hann að einokun flugleiða innanlands og háu vöruverði.
Það er ljótt að sjá svo grímulausa samkeppnishindrun innleidda af Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Það kemur málinu ekkert við hvort flugvöllur verður eða fer hvort það megi afgreiða flugvélar í samkeppni við Flugfélag Íslands. Þetta er bara kúgun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.3.2008 | 23:48
Orkugjafar
Ég er nú að undirbúa lokaverkefnið í ljósmyndanáminu en ég þarf að vinna að því verkefni í a.m.k. ár en undirbúa í tvær annir. Ég valdi mér endurnýjanlega orkugjafa og hef verið að stúdera hverasvæði, borholur, flutning á vatni, tanka og hvernig vatnið er notað. Það er ótrúlega gaman að ferðast eftir lögnum og sjá hvernig þau fléttast um landið. Stundum haganlega en stundum ekki.
Ég fór einnig á boranasvæðið við Kröflu og tók myndir þar sem var verið að taka upp borkrónu og fór að holusvæðunum. Það er ótrúleg orka í gangi, jörðin drynur og brennheit gufan spýtist upp.
Við lesturinn um Gunnuhver þá einmitt hef ég verið að velta fyrir mér hvernig ég fjalla um áhrif jarðhræringa á háhitasvæðin. Í Námaskarði þar sem ég var að mynda um daginn virðist allt eins og verið hefur og spottar sem afmarka hitasvæðin kyrrir á sínum stað. Þetta getur hinsvegar breyst snarlega.
Það verður allavega afskaplega spennandi að fylgjast með háhitasvæðum, jarðgufu og flutningi á heitu vatni það sem eftir er náms eða til sumarsins 2009. Vonandi kemur eitthvað skemmtilegt í ljós;-)
![]() |
Gunnuhver færist í aukana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.3.2008 | 17:35
Áhugavert búsetuform
Ég hef alltaf verið mjög upptekin af því að þurfa að eiga eigin íbúð og lagt talsvert hart að mér til að svo geti verið. Nú í seinni tíð er ég þó farin að efast og heillast af hugmyndinni um húsnæðissamvinnufélög sem gefur okkur meira frelsi en að eiga eigin íbúð og þurfa að sjá um hana alla tíð.
Ég hef skoðað tvær íbúðir í þessu húsi og líst mjög vel á þær, þar er allt til alls og ekkert vesen;-)
![]() |
Stærsta fjölbýlishúsið úti á landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Matthíasson
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Benedikt Sigurðarson
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bwahahaha...
- Daði Einarsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Dagbjört Pálsdóttir
- Davíð Jóhannsson
- Dofri Hermannsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Femínistinn
- Finnur Jóhannsson Malmquist
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðríður Arnardóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gúrúinn
- Hallgrímur Óli Helgason
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Nikulásson
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Hrafn Halldórsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hermann Óskarsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hörður Jónasson
- Ibba Sig.
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga Sig
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Íslandshreyfingin - lifandi land
- Jens Sigurðsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhann Jónsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Svavarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Karl V. Matthíasson
- Kári Harðarson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- kona
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Kristján L. Möller
- Kristján Logason
- Magnús Már Guðmundsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Matthías Björnsson
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Nýkratar
- Orðið á götunni
- Ólöf Nordal
- Ómar Ragnarsson
- Páll Einarsson
- Páll Jóhannesson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Perla
- Pétur Björgvin
- Pétur Gunnarsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Reynir Antonsson
- Rósa Harðardóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurður Axel Hannesson
- Sigurður Kaiser
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Skapti Hallgrímsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Stjórnmál
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Tíðarandinn.is
- Toshiki Toma
- Trúnó
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vika símenntunar
- Vilborg Traustadóttir
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Egilson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þórir Kjartansson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
RSS-straumar
Heimasíða Láru
Hér birtist listi yfir færslur á heimasíðunni minni.
Heimasíðan mín
Augnablik - sæki gögn...