Leita í fréttum mbl.is

Orkugjafar

Ég er nú að undirbúa lokaverkefnið í ljósmyndanáminu en ég þarf að vinna að því verkefni í a.m.k. ár en undirbúa í tvær annir. Ég valdi mér endurnýjanlega orkugjafa og hef verið að stúdera hverasvæði, borholur, flutning á vatni, tanka og hvernig vatnið er notað. Það er ótrúlega gaman að ferðast eftir lögnum og sjá hvernig þau fléttast um landið. Stundum haganlega en stundum ekki.

Ég fór einnig á boranasvæðið við Kröflu og tók myndir þar sem var verið að taka upp borkrónu og fór að holusvæðunum. Það er ótrúleg orka í gangi, jörðin drynur og brennheit gufan spýtist upp.

Við lesturinn um Gunnuhver þá einmitt hef ég verið að velta fyrir mér hvernig ég fjalla um áhrif jarðhræringa á háhitasvæðin. Í Námaskarði þar sem ég var að mynda um daginn virðist allt eins og verið hefur og spottar sem afmarka hitasvæðin kyrrir á sínum stað. Þetta getur hinsvegar breyst snarlega.

Það verður allavega afskaplega spennandi að fylgjast með háhitasvæðum, jarðgufu og flutningi á heitu vatni það sem eftir er náms eða til sumarsins 2009. Vonandi kemur eitthvað skemmtilegt í ljós;-)


mbl.is Gunnuhver færist í aukana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband