Leita í fréttum mbl.is

Með eigin augum

Það skiptir afar miklu máli að skoða mál sjálfur í stað þess að trúa einungis því sem aðrir segja. Allt of oft dettum við í þá gildru að halda að við vitum alla málavexti og tökum ákvarðanir út frá þeirri trú okkar. Það hlýtur að vera gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskan utanríkisráðherra að skoða aðbúnað og viðfangsefni friðargæsluliða okkar erlendis. Án þess er erfitt að byggja upp verkefni og sjá hvernig best er að byggja upp til framtíðar.

Þó ég geri mér fulla grein fyrir að ekki lærist allt um Afganistan í einni ferð þá er alveg ljóst að þekkingin hefur aukist gríðarlega og við höfum nú möguleika á að stýra málum okkar af meiri þekkingu.


mbl.is „Ferðin árangursrík"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ja flott hjá Ingibjörgu, en núna er tími til að huga að þjóð sinni!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.3.2008 kl. 21:16

2 Smámynd: Halla Rut

Gott að vita að einhverjum finnist þetta svona frábært því ég held að þjóðinni finnist þessi ferð allt annað en aðdáunarverð.

Halla Rut , 19.3.2008 kl. 21:34

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála þetta var alveg gríðarlega árangursrík ferð.

Þarna eru margir ættflokkar sem hafa eldað grátt silfur jafnvel um aldir og það þarf ekki að reikna með því að Ingibjörg nái að setja sig inn  í það í einni ferð en hún á eftir að fara þarna aftur. 

Sigurður Þórðarson, 19.3.2008 kl. 23:00

4 identicon

Stýra málum okkar af meiri þekkingu? Ég vil gjarna heyra rökin fyrir þessari yfirlýsingu því hún hefur ekki verið að nýta þessi ferðalög í að stýra málum af meiri þekkingu. Til dæmis má nefna yfirlýsingu hennar varðandi Kosóvó. Við hvern hún ræddi um Kosóvó málið áður en hún lýsti því yfir að Ísland studdi sjálfstæða Kosóvó?  Fyrir hvern þann sem að þekkir til á því svæði þá er það augljóst að það eru stór mistök sem að munu hafa afgerandi afleiðingar. Og þetta er bara eitt dæmi.

Ingibjörg Sólrún er búin að hafa okkur að fíflum - opinberlega - með einhverjum yfirlýsingum sem að hefur ekkert með land né þjóð að gera. Ég, og það virðist að ég sé ekki ein, er búin að missa allt álit á henni.

Linda (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 23:16

5 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ég viðurkenni Linda að ég var ekki sammála Ingibjörgu varðandi fyrstu yfirlýsingar um Kosovo á fundi hér á Akureyri. En viðurkenningin kom stuttu síðar þannig að niðurstaðan er það sem mestu máli skiptir. Ekki er hægt að ætlast til af neinum að hafa alltaf rétt fyrir sér öllum stundum 100%. Mestu máli skiptir að leita sér þekkingar og ef það sem í fyrstu er ekki rétt þá er brugðist við því.

Lára Stefánsdóttir, 21.3.2008 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband