Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Netfréttir - á hvaða leið eru þær?

Enn aukast fréttir frá Norðurlandi, fyrir höfðum við dagur.net sem á heima í Svarfaðardal en eins og þeim er lagið þá sinna þeir Eyjafirði afskaplega vel. Á Akureyri er gefið út akureyri.net sem er líflegur miðill og sérstaklega duglegur að sinna sínum heimabæ þá N4 sem er einnig á Akureyri og rekur netmiðil auk sjónvarpsmiðils og auglýsingadagskrár og síðan kemur frá Húsavík skarpur.is sem einnig gefur út fréttablaðið Skarp. Þannig að flóran er mikil og ekki er hægt að segja að við Norðlendingar fáum ekki fréttir úr heimahéraði.

Stóru miðlarnir bæði mbl.is og visir.is tengja sínar fréttir við blogg og þar með getur lesandinn rætt um fréttina eða rætt við fréttina bæði við sjálfan sig og aðra. Norðlensku miðlarnir hafa ekki þennan möguleika og eru því einstefnumiðlar að því leytinu til að þeir senda út fréttir en taka ekki á móti. Spurningin er þá hvaða hlutverk umræðan við fréttina hefur. Skarpur hefur að vísu umræðusvæði en það tengist ekki endilega fréttum í blaðinu heldur því sem Húsvíkingar eða Norðurþingsmenn vilja ræða hverju sinni.

Ég velti fyrir mér hvert netmiðlun mun þróast og held enn að Current.tv sé nútímalegasti miðillinn þar sem allir geta sent inn fréttir, kosið um  hvaða frétt á erindi til margra og þannig stýrt því hvað er efst á baugi. Spurningin er hvort þetta sé lýðræðislegasta leiðin.

En frá því ég fór að nota Internetið að marki árið 1991 hefur margt gerst en þó sýnu minna í seinni tíð en áður eins og einkenni upplýsingatækninnar hefur verið. Ég held að eftirsóknarverður netmiðill hér á landi væri miðill þar sem allir geta skrifað fréttir og síðan séu greidd atkvæði um hvað ætti að vera efst á baugi í þeim miðlinum. Væri spennandi að sjá hvers konar fréttir yrðu þá efst á baugi. Væru það stríðsfréttir frá Írak og umferðarfréttir frá Íslandi eins og virðast helstu fréttir undanfarið?


mbl.is Verkalýðsfélag sér um samfélagsþjónustu útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðaldra galdranorn

Af hverju vantar ekki miðaldra galdranorn það væri ekki leiðinlegt að taka þátt í eins og einni Harry Potter mynd. Bíð spennt eftir bókinni, búin að lesa allar hinar enda gríðarlega skemmtileg lesning;-)
mbl.is Viltu taka þátt í sjöttu Harry Potter-myndinni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími, mannskapur, peningar

Hefðum við tíma í svona rannsókn? Mannskap til að sinna henni og fjármuni til að standa undir henni?


mbl.is Dönsk skattayfirvöld innheimta skatt af leynisjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppgjöf?

Ég velti fyrir mér hvort skólakerfið sé að gefast upp eftir ræðu skólameistara Menntaskólans á Akureyri. Þegar við - fólkið í landinu - getum ekki lengur rekið framhaldsskóla heldur þarf að leita á önnur mið. Er þetta það sem við viljum?
mbl.is Verður Menntaskólinn á Akureyri gerður að einkaskóla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harka í haustinu

Það eru greinilega hörkur í haustviðrinu í Eyjaálfu en meðalölduhæð sem spáin þar fjallar um núna er 2ja metra ölduhæð. Hinsvegar hef ég ekki skilning á vinum þegar þeir eru mældir í hnútum eins og hjá þeim - sjá spá hér - en á Netinu má finna allt svo 20-30 hnúta vindur er 10-15 metrar sem er ekki svo rosalegt. Nema ástralskir hnútar séu mældir einhvernvegin öðruvísi en þetta gáfulega forrit. En sé þetta rétt þá er veðrið að batna;-)
mbl.is Átta látnir í fárviðri í Ástralíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga fundir að vera á réttum tíma?

Þetta þykir mér að taka á málum þegar það kostar nánast hálfa millu að mæta of seint á fund. Hvað ætli mikið fjármagn hefði skipt um hendur ef þetta væri svona hér á landi? Við verðum alveg steinhissa þegar fundir byrja á réttum tíma.

Við hjá Samfylkingunni á Akureyri höfum fundartíma milli 20:00 og 22:00 á mánudagskvöldum um bæjarmálin á Akureyri. Þegar við byrjuðum byrjaði fundurinn þó menn væru á dreif um húsið eða ennþá úti á tröppum. Næst voru færri á dreif og enginn úti á tröppum og fljótlega voru allir bara tilbúnir klukkan átta.

Á móti kemur að við hættum alltaf klukkan tíu, alveg sama hvernig stendur á þá er fundurinn búinn. Þetta gerir það að verkum að það er miku auðveldara að skipuleggja tímann sinn. Ég er engin fyrirmynd í þessum efnum enda hundleiðist mér að bíða eftir því að eitthvað byrji og hættir því til að koma þegar ég held að fundurinn muni nú byrja. Kannski maður ætti bara að mæta alltaf á réttum tíma og vera með reikningsheftið með sér og afhenda reikning sambærilegan þessum og sjá hvernig það gengur. Ég yrði allavega alveg rosalega skömmustuleg það er alveg ljóst.


mbl.is Dýrt spaug að mæta of seint á blaðamannafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íðilfagrir piltar

Gleymi því aldrei þegar ég kom 16 ára og settist á skólabekk í Laugaskóla í Reykjadal þegar þingeysku skólafélagarnir fóru að glíma. Þetta hafði ég þéttbýlisstúlkan aldrei nokkurn tíman séð unga menn gera. Kraftmiklir stigu þeir á gólfinu í Þróttó og skelltu hver öðrum af miklum krafti. Aldrei hef ég hvorki fyrr né síðar séð önnur eins karlmenni og hetjur. Þetta voru sko engir aumingjar í boltaleik með pempíulegar tæklingar.
mbl.is Konungsglíman rifjuð upp á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að komast nær tölvuástinni

Ég er að uppfæra ferilskrána mína og var að fletta á Netinu og rakst þá á gamalt viðtal við mig í Rafritinu sem gefið var út 1994 þegar við vorum á kafi í að koma Internetþjónustu í gang hér á landi fyrir íslenska skóla hjá Íslenska menntanetinu. Þetta er skondið viðtal í nútímanum og datt í hug að einhver hefði gaman af því að lesa það. Titillinn einn segir hvað margt hefur breyst, mér dettur ekki í hug í dag að vera með neina tölvuást;-)


Gott mál

Ég er ánægð með afstöðu samgönguráðherra enda tóm vitleysa að flytja flugvöllinn. Ég hef aldrei skilið þá höfuðborgarbúa sem labba um með dollaramerki í augum yfir Vatnsmýrinni og sjá þann tilgang einan með þessari landspildu að selja hana hvað sem tautar og raular.

Menn verða að hugsa um hvað það kostar landsmenn að flytja Landsspítala háskólasjúkrahús í burtu enda nýtist það ekki landsmönnum lokað inni í vesturenda borgarinnar þegar eina leiðin að því er í gegnum yfirlestaðar umferðaræðar borgarinnar.

Menn gera sér enga grein fyrir hversu mikilvæg samgönguæð flugvöllurinn er en mín skoðun er að ef menn ætla að flytja þennan flugvöll langt í burtu þarf að flytja um leið flestar stjórnsýslueiningar úr miðbæ Reykjavíkur á aðgengilegri stað. Höfuðborgin getur þá eins verið á öðrum stað í landinu ef gróðasjónarmið eru ofar hagsmunum landsmanna.


mbl.is Ekki eining innan Samfylkingar um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgur ráðherra

Gott að sjá að Kristján L. Möller fylgir strax eftir málum sem hann ræddi í kosningabaráttunni enda bjóst ég svo sannarlega við því. Grímseyinga vantar ferjuna sem fyrst en hún þarf að vera búin þannig að það nýtist þeim sem skyldi. Hér er sýnd ábyrgð, ráðherrann fer á staðinn, skoðar málin, aflar gagna og ætlar sér einnig til Grímseyjar. Hér er ekki á ferðinni ráðherra sem situr á kontórnum og reynir að tala sig frá málum.


mbl.is Nýr samgönguráðherra kynnti sér vinnu við Grímseyjarferju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband