Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Niðurlægjandi

Ég hef þurft að liggja á gangi á Landspítala - háskólasjúkrahúsi og man vel niðurlæginguna þetta er lífsreynsla sem ég væri vel til í að gleyma. Gestir og starfsfólk gekk framhjá og ég upplifði að allir þyrftu að kíkja ofan í rúmið, yfir þartilgert þil til að sjá hvort þarna væri einhver sem þeir þekktu - allavega var upplifunin þannig. Kannski kíktu fáir því ég reyndi að hafa augun lokuð og þykjast ekki vera þarna svo ég man bara eftir þeim sem litu í rúmið mitt þegar ég var með augun opin.

Það var erfitt að liggja kyrr, sem ég þó varð að gera, erfitt að vera sett á bekken - fram á gangi. Ég var á blæðingum og þrátt fyrir að ég bæði um hjálp þá var starfsfólk á þessari deild ekki vant slíkum subbuskap kvenna þannig að ég fékk í orðsins fyllstu merkingu að liggja í blóði mínu þann daginn - fram á gangi. Það sást ekki þar sem ég var með sæng en var býsna óþægilegt.  Ég var með grátstafinn í kverkunum, viðkvæm eftir það inngrip í líf mitt sem þessi innlögn var og þar sem ég lá á ganginum trítluðu niður tár og ég var ekki hún kraftmikla ég. Starfsfólkið var gott og ég var fegin að fá þá þjónustu sem ég fékk en það var vont að liggja fram á gangi.

Nú eru mörg ár liðin frá því þetta var og lítið virðist breytt. Kannski var ég aumingi á meðan á þessu stóð en þetta er lífsreynsla sem mig langar aldrei að reyna aftur og fæ alltaf hnút í magann þegar ég sé rúm fram á gangi þegar ég á leið um spítala.


mbl.is Einkalíf fótum troðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband