20.2.2007 | 00:34
Aftur og nýbúinn...
Ég hélt ég væri að lesa gamlan Mogga þegar ég las þessa frétt, það er stutt síðan vísað var í Mohamad ElBaradei um þetta sama mál. En síðan verða þetta aftur fréttir stuttu síðar þegar ElBaradei talar við Financial Times. Kannski eru það tímasetningarnar sem nú skipta máli eða er það sama upp á teningnum núna og þegar verið var að sannfæra heiminn um að Írakar væru um það bil að framleiða gjöreyðingarvopn?
Spurningin er líka sú í þessu samhengi hversu langt er hægt að ganga að þjóðum þar til óhapp verður. Er staðan þannig að Íran myndi sprengja kjarnorkusprengju í öðru landi sér til gamans gert? Eða er fyrst og fremst verið að tala um athugasemdir þeirra varðandi Ísrael og þeir geti þá hugsanlega komið sprengju þangað heiman að frá sér?
Mig vantar frekari upplýsingar, geta Íranir sprengt kjarnorkusprengju í Ísrael, koma þeir henni þangað yfir Írak og Jórdaníu? Eða fjallar óttinn um að sprengt verði í Írak þar sem Bandaríkjamenn ásamt fleirum eru með herdeildir. Hverjum stafar mesta ógnin af Íran í dag?
IAEA: Íranar gætu hafið fjöldaframleiðslu á auðguðu úrani á næstu sex mánuðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Matthíasson
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Benedikt Sigurðarson
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bwahahaha...
- Daði Einarsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Dagbjört Pálsdóttir
- Davíð Jóhannsson
- Dofri Hermannsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Femínistinn
- Finnur Jóhannsson Malmquist
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðríður Arnardóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gúrúinn
- Hallgrímur Óli Helgason
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Nikulásson
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Hrafn Halldórsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hermann Óskarsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hörður Jónasson
- Ibba Sig.
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga Sig
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Íslandshreyfingin - lifandi land
- Jens Sigurðsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhann Jónsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Svavarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Karl V. Matthíasson
- Kári Harðarson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- kona
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Kristján L. Möller
- Kristján Logason
- Magnús Már Guðmundsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Matthías Björnsson
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Nýkratar
- Orðið á götunni
- Ólöf Nordal
- Ómar Ragnarsson
- Páll Einarsson
- Páll Jóhannesson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Perla
- Pétur Björgvin
- Pétur Gunnarsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Reynir Antonsson
- Rósa Harðardóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurður Axel Hannesson
- Sigurður Kaiser
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Skapti Hallgrímsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Stjórnmál
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Tíðarandinn.is
- Toshiki Toma
- Trúnó
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vika símenntunar
- Vilborg Traustadóttir
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Egilson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þórir Kjartansson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
RSS-straumar
Heimasíða Láru
Hér birtist listi yfir færslur á heimasíðunni minni.
Heimasíðan mín
- Augnablik - sæki gögn...
Athugasemdir
Það stafar engin hætta af Íran því þeir hafa engar kjarnorkusprengjur til að sprengja (og ef þeir myndu sprengja væri það líklega í sjálfsvörn), það tekur þá minnst 10 ár að búa þær til. Bandaríkin og Ísrael eru samt dugleg í áróðursstarfseminni því fyrr en seinna á að ráðast á Íran, á einn eða annan hátt.
Björgvin Gunnarsson, 20.2.2007 kl. 01:37
Athugasemd er ekki rétta orðið um yfirlýsinguna: ...þurrka þarf Ísrael af blaðsíðum sögunar... ef við þýðum beint.
Enn já það er einkum Ísrael sem óttast að verða fyrir árás frá Íran, annaðhvort með beinum hætti (eldflaugar) eða með aðstoð hryðjuverkasamtaka á borð við Hezbollah.Annars hvað mig varðar þá skiptir ekki máli hvort Íran eða Svíþjóð eiga að hlut, við þurfum ekki fleiri vitleysinga með höndina yfir stórum rauðum takka sem gæti allt eins verið merktur: HEIMSENDIR.Gísli (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 01:45
Mistökin hjá Írönum er að þeir haga sér eins og siðmenntuð vestræn þjóð. Að halda því fram að þeir ætli sér að auðga úran í friðsamlegum tilgangi eins og t.d. Svíþjóð, Þýskaland, Japan og fleiri góðar þjóðir er út í hött. Það að IAEA hafi ekki fundið nein sönnunargögn um sprengjugerð eða áætlun þar um sýnar bara hversu útsmognir þeir eru.
Það er augljóst mál að Íranir ætla sér eitthvað illt með þessu, enda eru þeir múhameðstrúar og þannig fólki er að sjálfsögðu ekki treystandi fyrir neinum geislavirkum efnum. Vonandi verða þeir stoppaðir af áður en það er of seint.
Benni (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 09:07
Mesta ógnin í heiminum í dag eru Bandaríkjamenn. Þeir eru tilbúnir að troða illsakir við alla. Hvað eru svoleiðis ríki kölluð í mannkynssögunni ?
Jón Ingi Cæsarsson, 20.2.2007 kl. 23:27
Heimsveldi, en þýðir það að tvennt slæmt gerir eitt gott? Íran má gera hvað sem það vill af því BNA er vondi kallinn í þínum augum og ekki má tala og hugsa um annað?
Gísli (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 11:29
Gísli: Nei ég skal alveg fallast á að "athugasemdin" var hótun og ég ætla ekkert að gera lítið úr henni hún var óþörf en eftir að hafa horft yfir flóttamannabúðir Palestínumanna í Jórdaníu fyrir tveimur árum sem þar höfðu verið í hálfa öld þá á maður erfitt með að skilja hvers vegna er ekki hægt að leysa málin á þessu svæði. Það hefur mönnum ekki tekist svo vandinn er fyrir hendi.
Ég held að Svíar séu með auðgað úran sem þeir nota til að keyra kjarnaofna í kjarnorkuverunum sínum.
Hvað varðar hótanir Bandaríkjamanna við Íran þá hefur þeim ekki gengið það sem þeir ætluðu sér í Afganistan og Írak þannig að ólíklegt má telja að þeir nái árangri í Íran. Ég tel að innrásarstefnan hafi ekki sannað gildi sitt til að koma á friði eða spekt í Arabaheiminum og velti fyrir mér hvort innrásir séu rétta leiðin. Ég hef á tilfinningunni - já bara tilfinningunni, ég veit þetta ekki frekar en aðrir - að hér séu Bandaríkjamenn e.t.v. að hlaupa framúr sér eins og þeir gerðu með Írak því ekki eru þeir farnir að finna gereyðingarvopnin þar ennþá sem voru helsta ástæða innrásarinnar þangað. Og já ég held að Saddam Hussein hafi verið vondur stjórnandi en þá segja menn það bara og taka að sér að ryðja slíku fólki úr vegi. En hver á að dæma það hlutlægt hverjir eru vondir og hverjir eru góðir???
Lára Stefánsdóttir, 21.2.2007 kl. 23:13
Það er náttúrulega fráleitt að ætla Írönum það að þeir séu í saklausri almennri raforkuframleiðslu og til þess þurfi þeir auðgað úran til að knýja kjarnorkuver. Auðvitað eru þetta bara sprengjugerðarmenn upp til hópa.
Fáum bara Landsvirkjun til að kenna þeim að búa til eitt stykki Kárahnjúkavirkjun þarna með þeirri breytingu að nota rennandi sand í stað vatns.
Í alvöru talað virðast bandaríkjamenn leita logandi ljósi að ástæðu til að stela olíunni í Íran eins og Írak. Til þess að réttlæta innrás þarf ástæður sem sannfæra almenning um að það "hafi verið rétt ákvörðun miðað við þær forsendur sem þá lágu fyrir". Spurningin er hvort almenningur á vsturlöndum fáist til að trúa sömu lyginni tvisvar í röð á skömmum tíma. Það væri reyndar snilld.
Miðað við hótanir bandaríkjamanna skil ég vel að Íranir vilji gefa í skyn að þeir geti hugsanlega hefnt sín. Árásir Ísraela á Líbanon vegna eins mannráns drápu rúmlega 1000 líbana og ollu ómældum hörmungum. Þetta styðja bandaríkjamenn gagnrýnislítið og beita jafnvel neitunarvaldi í öryggisráðinu þegar þessir glæpir er fordæmdir af öðrum.
Bara það að kjarnavopn eru til eru stórkostleg ógn við mannkyn. Skiptir hér engu máli hvort þau eru í höndum "ábyrgra" bandaríkjamanna að nokkurra annarra. Ef ekki verður gripið til þess að eyða öllum þessum vopnum er veruleg hætta á að einhver vitleysingurinn nái að sprengja. Þá er bara spurningin: Hvar?
Haukur Nikulásson, 22.2.2007 kl. 07:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.