Leita í fréttum mbl.is

Mikil samgönguhindrun

Ég var í Seyðisfirði í dag þegar lokað var yfir heiðina. Svona lítil frétt segir þeim sem fjarri búa frekar lítið en fyrir bæjarbúa hefur þessi frétt mikla þýðingu. Konur sem áttu að koma í sónar á spítalann í Seyðisfirði komust hvergi utan ein sem barðist yfir heiðina. Ungmenni komust ekki í skólann í Menntaskólanum á Egilsstöðum og fólk komst ekki í vinnuna. Það sátu allir fastir.

Ég fór síðan yfir eftir hádegið þegar vindstyrkurinn var kominn "niður í" 16 metra á sekúndu og blindan var mikil og eitt skipti þurftum við að stoppa alveg og bíða þar til við vorum farin að sjá eitthvað smávegis af veginum.

Það er greinilegt að samgöngubætur eru mikilvægar fyrir Seyðisfjörð en eina leiðin þangað sem er mannsæmandi eru göng. Því er að mínu mati mikilvægt að hugsa um samgöngur í Fjarðabyggð, Mjóafirði og Seyðisfirði sem heild til að styrkja þær opinberu stofnanir sem eru á svæðinu, efla atvinnusvæðið og auka öryggið.


mbl.is Fjarðarheiði lokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband