Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
15.4.2008 | 23:00
Ekkert svar - öllum sama?
Var að blaða á vef Alþingis í ræðunum sem ég hef flutt þar og fyrirspurnum sem ég lagði fram. Ég var lengi vel spennt að fá svar við fyrirspurn um laun til fjarkennara til menntamálaráðherra. Ég fór af þingi og leit af og til eftir skjalinu til að vita hvort ráðherrann hefði svarað. Tíminn leið og ég fór að kíkja sjaldnar og amstur hversdagsins tók við.
Nú er nýliðinn 3ja ára afmælisdagur fyrirspurnarinnar en ekki hefur virðulegur menntamálaráðhera Þorgerður Katrín ennþá svarað. Ég verð því að álykta sem svo að það sé ekki hægt að svara þessu og fjarkennarar munu áfram búa við þá kjaraóvissu sem þeir hafa búið við. Furðulegt að Kennarasamband Íslands hafi ekki haft nokkurn áhuga á að koma að samningagerð fyrir þessa kennara sem nú hafa starfað í landinu í 13 ár í það minnsta.
Er öllum alveg sama um þetta mál? Má þá ekki bara sleppa yfir höfuð öllum kjarasamningum fyrir kennara???
11.4.2008 | 10:24
Kristján Möller of vinsæll?
Ég hélt að eitthvað hefði gerst sem ég hefði misst af þegar ég sá bloggaravalið hjá 24 stundum í morgun. Hringdi út og suður til að vita hvað hefði gerst sem gerði það að verkum að þrír bloggarar sem sækja að Kristjáni L. Möller samgönguráðherra eru dregnir fram sem bloggarar dagsins. Þegar ég fann út að ekkert hefði gerst fór ég að velta fyrir mér hvort Kristján væri ekki bara orðinn of vinsæll fyrir blaðið og þar þyrfti að slá á. En skoðum hvað bloggararnir segja betur:
Guðmundur Gunnarsson segir Kristján hafa gert Héðinsfjarðargöng til að komast í sumarhúsið sitt þrátt fyrir að Gunnar viti rétt eins og ég að byrjað var á þeim göngum fyrir löngu. Sumsé bara blaður. Hann heldur áfram með að Kristján beri ábyrgð á þeim vandræðagangi sem hefur verið um Sundabraut þó hann viti eins vel og ég að sá vandi liggur hjá Reykjavíkurborg sem tvístígur eins og dauðstressaður geldingur yfir því hvar gatan á að liggja. Það átti að byrja á þeim vegi fyrir 20 árum og Reykvíkingar verða að fara að hætta þrasi og nöldri og ganga til verka með að klára þá vinnu sem þarf fyrir undirbúning þeirrar götu. Sumsé aftur blaður.
Þráinn Bertelsson minnir mig á konu sem ég þekkti sem barðist fyrir breytingum á samfélaginu við eldhúsborðið sitt. Já við borðið því hún barði ævinlega svo fast í það þegar henni fannst eitthvað. Hinsvegar barði hún borðið stuttu síðar fyrir einhverju sem var þvert ofaní það sem hún áður hafði sagt. Kristján á sumsé að segja af sér af því að hann stjórnar ekki lögreglunni og fjármálaráðuneytinu þeim tveimur aðilum sem eru að fjalla um málefni vörubílstjóra. Ég verð því að álykta að Þráni finnist ef til vill ákjósanlegt að Kristján stjórni bara öllu. Ef hann geri það ekki þá eigi hann barasta að segja af sér.
En niðurstaða mín af lestri þeirra kumpána sem eru í 24 stundum í dag er sú að Kristján L. Möller sé bara of vinsæll og beiti hinni hefðbundnu íslensku aðferð að passa uppá að þeim sem gengur vel séu barðir dálítið. Kristján þolir það ágætlega og því verð ég að komast að þeirri niðurstöðu að við megum bara vel við una með samgönguráðherrann okkar.
10.4.2008 | 14:15
Skólauppreisn: Allir út að trimma
Þegar ég var í Álftamýrarskóla sem barn varð uppreisn í grunnskólum Reykjavíkur. Einhverra hluta vegna byrjuðu nemendur í skólum austast í borginni að rjúka út úr skólanum að næsta grunnskóla og sátu þar og kyrjuðu "Allir út að trimma" þar til nemendur þess skóla ruku út. Kennarar og skólastjórnendur reyndu að stöðva sína nemendur við dyr og glugga en allt kom fyrir ekki nemendur struku úr skólanum og fóru í lið með hinum að næsta grunnskóla. Þar var hrópað "Allir út að trimma" þar til bættist í hópinn. Ég gleymi aldrei starfsmönnum Álftamýrarskóla sem reyndu allt hvað þeir gátu að halda börnunum inni, stóðu í dyrunum en krakkarnir skriðu milli fótanna á þeim og til hliðar við þau. Líklega var síðan best að vera ekki í vegi fyrir þessari stórkostlegu skólauppreisn. Svo kom mynd í Mogganum - alveg ný upplifun að taka þátt í fréttnæmum atburði.
Mig minnir að hópurinn hafi síðan marserað niður Laugaveg en allavega endaði hópurinn á Austurvelli og stóð þar hrópandi fyrir utan Alþingishúsið "Allir út að trimma".
Ég man að á þessum tíma var átak í gangi til að fá fólk til að hreyfa sig, sögnin "að trimma" var nýkomin til sögunnar.
Ég er að lesa um Bakhtin og um karnival í samfélögum og þá minntist ég þessarar stóruppreisnar sem ég tók þátt í. Ég vissi ekki þá og ekki enn hver tilgangurinn með þessu var en það var óskaplega skemmtilegt. Brjóta af sér reglur og venjur skólans, strjúka og vera í hópi annarra sem skemmtu sér og hrópuðu algerlega hugsunarlaust þetta slagorð "allir út að trimma".
Ég hef ekki hitt neinn lengi sem man eftir þessu og engan sem veit hvernig á þessu stóð yfir höfuð en ég vildi gjarnan heyra í öðrum sem gengu þessa baráttugöngu fyrir frelsinu til að hreyfa sig;-)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.4.2008 | 12:10
Kokteilhristarar til sölu?
Skjálftahrina í Eyjafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Matthíasson
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Benedikt Sigurðarson
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bwahahaha...
- Daði Einarsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Dagbjört Pálsdóttir
- Davíð Jóhannsson
- Dofri Hermannsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Femínistinn
- Finnur Jóhannsson Malmquist
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðríður Arnardóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gúrúinn
- Hallgrímur Óli Helgason
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Nikulásson
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Hrafn Halldórsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hermann Óskarsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hörður Jónasson
- Ibba Sig.
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga Sig
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Íslandshreyfingin - lifandi land
- Jens Sigurðsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhann Jónsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Svavarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Karl V. Matthíasson
- Kári Harðarson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- kona
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Kristján L. Möller
- Kristján Logason
- Magnús Már Guðmundsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Matthías Björnsson
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Nýkratar
- Orðið á götunni
- Ólöf Nordal
- Ómar Ragnarsson
- Páll Einarsson
- Páll Jóhannesson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Perla
- Pétur Björgvin
- Pétur Gunnarsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Reynir Antonsson
- Rósa Harðardóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurður Axel Hannesson
- Sigurður Kaiser
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Skapti Hallgrímsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Stjórnmál
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Tíðarandinn.is
- Toshiki Toma
- Trúnó
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vika símenntunar
- Vilborg Traustadóttir
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Egilson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þórir Kjartansson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
RSS-straumar
Heimasíða Láru
Hér birtist listi yfir færslur á heimasíðunni minni.
Heimasíðan mín
- Augnablik - sæki gögn...