Leita í fréttum mbl.is

Ekkert svar - öllum sama?

Var að blaða á vef Alþingis í ræðunum sem ég hef flutt þar og fyrirspurnum sem ég lagði fram. Ég var lengi vel spennt að fá svar við fyrirspurn um laun til fjarkennara til menntamálaráðherra. Ég fór af þingi og leit af og til eftir skjalinu til að vita hvort ráðherrann hefði svarað. Tíminn leið og ég fór að kíkja sjaldnar og amstur hversdagsins tók við.

Nú er nýliðinn 3ja ára afmælisdagur fyrirspurnarinnar en ekki hefur virðulegur menntamálaráðhera Þorgerður Katrín ennþá svarað. Ég verð því að álykta sem svo að það sé ekki hægt að svara þessu og fjarkennarar munu áfram búa við þá kjaraóvissu sem þeir hafa búið við. Furðulegt að Kennarasamband Íslands hafi ekki haft nokkurn áhuga á að koma að samningagerð fyrir þessa kennara sem nú hafa starfað í landinu í 13 ár í það minnsta.

Er öllum alveg sama um þetta mál? Má þá ekki bara sleppa yfir höfuð öllum kjarasamningum fyrir kennara???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það kæmi mér ekki óvart að bæði greiðsla fyrir fjar- og dreifkennslu sé í stofnanasamningum skólanna. Það er þannig að kjarasamningar gera ráð fyrir grunnlaunum innan FF og síðan er samið um nánari útfærslu kennarans á kennslu eða stjórnun. Þær upplýsingar liggja hjá skólunum en ekki miðlægt hjá menntamálaráðuneytinu. Björn Bjarnason hafði mikinn áhuga á þessu.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 09:16

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Síðast þegar ég vissi fengu fjarkennarar ekki fjarkennslu metna til starfsaldurs, réttindi þeirra voru ekki þau sömu og almennra kennara. Kannski kemur menntamálaráðuneytinu fjarkennsla ekkert við og ég hefði átt að spyrja fjármálaráðherra.

Lára Stefánsdóttir, 17.4.2008 kl. 12:34

3 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Já ég gleymdi einu, þeir þurfa öðruvísi starfsaðstöðu, tæki og búnað. Ég held að þeirra starf sýni í hnotskurn að störf án staðsetningar eru ekki metin til jafns við önnur störf og mikilvægt að bregðast við því.

Lára Stefánsdóttir, 17.4.2008 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband