Leita í fréttum mbl.is

Kristján Möller of vinsæll?

Ég hélt að eitthvað hefði gerst sem ég hefði misst af þegar ég sá bloggaravalið hjá 24 stundum í morgun. Hringdi út og suður til að vita hvað hefði gerst sem gerði það að verkum að þrír bloggarar sem sækja að Kristjáni L. Möller samgönguráðherra eru dregnir fram sem bloggarar dagsins. Þegar ég fann út að ekkert hefði gerst fór ég að velta fyrir mér hvort Kristján væri ekki bara orðinn of vinsæll fyrir blaðið og þar þyrfti að slá á. En skoðum hvað bloggararnir segja betur: 

Guðmundur Gunnarsson segir Kristján hafa gert Héðinsfjarðargöng til að komast í sumarhúsið sitt þrátt fyrir að Gunnar viti rétt eins og ég að byrjað var á þeim göngum fyrir löngu. Sumsé bara blaður. Hann heldur áfram með að Kristján beri ábyrgð á þeim vandræðagangi sem hefur verið um Sundabraut þó hann viti eins vel og ég að sá vandi liggur hjá Reykjavíkurborg sem tvístígur eins og dauðstressaður geldingur yfir því hvar gatan á að liggja. Það átti að byrja á þeim vegi fyrir 20 árum og Reykvíkingar verða að fara að hætta þrasi og nöldri og ganga til verka með að klára þá vinnu sem þarf fyrir undirbúning þeirrar götu. Sumsé aftur blaður. 

Þráinn Bertelsson minnir mig á konu sem ég þekkti sem barðist fyrir breytingum á samfélaginu við eldhúsborðið sitt. Já við borðið því hún barði ævinlega svo fast í það þegar henni fannst eitthvað. Hinsvegar barði hún borðið stuttu síðar fyrir einhverju sem var þvert ofaní það sem hún áður hafði sagt. Kristján á sumsé að segja af sér af því að hann stjórnar ekki lögreglunni og fjármálaráðuneytinu þeim tveimur aðilum sem eru að fjalla um málefni vörubílstjóra. Ég verð því að álykta að Þráni finnist ef til vill ákjósanlegt að Kristján stjórni bara öllu. Ef hann geri það ekki þá eigi hann barasta að segja af sér.

En niðurstaða mín af lestri þeirra kumpána sem eru í 24 stundum í dag er sú að Kristján L. Möller sé bara of vinsæll og beiti hinni hefðbundnu íslensku aðferð að passa uppá að þeim sem gengur vel séu barðir dálítið. Kristján þolir það ágætlega og því verð ég að komast að þeirri niðurstöðu að við megum bara vel við una með samgönguráðherrann okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sá ágæti bloggari sem hér er nefndur er þekktur fyrir ýmislegt annað en málefnalega framsetningu.

ég var eimitt að velta því fyrir mér hvort búið væri að útnefna KLM einvald yfir Íslandi. Hann á að breyta reglum ESB  hann á að lækka olíuverð... hann á að sjá til þess að ökumenn aki eftir aðstæðum og fleira og fleira og síðast en ekki síst á hann að taka ákvörðun fyrir Reykvíkinga í Sundabrautarmálum þar sem þeir hafa sktipt um skoðun 100 sinnum síðustu 20 ár.

Menn treysta KLM til ýmissa verka....

Jón Ingi Cæsarsson, 11.4.2008 kl. 12:37

2 identicon

Framkvæmdamenn fara í taugarnar á mörgum. Hvar voruð þið í dag? Möllerinn kom af sjó og bauð í veislu. kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 20:45

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Fjölmiðlar og ýmsir spekingar ráðast oft að einstökum stjórnmálamönnum í einhvers konar múgsefjun.

Við höfum séð , einkum nokkra krata og framsóknarmenn tekna svona fyrir. 

Í haust var til dæmis allt í einu í tísku að tala Björn Inga Hrafnsson alveg í skítinn.  Ingibjörg Sólrún og Halldór Ásgrímsson hafa einnig fengið mest að kenna á þessu undanfarið. 

Ég held að oft sé þetta ef einhver er í sviðsljósinu, einhver sem er kannski of áberandi og of líklegur til almennra vinsælda, þá er sjálfsagt að ráðast að viðkomandi af andstæðingum hans með hvers konar ásökunum. 

Þannig er það held ég. 

Jón Halldór Guðmundsson, 17.4.2008 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband