Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
31.1.2007 | 18:45
Til hamingju!
Flott hugmynd af afmæli hjá Árna og alveg í hans anda. Hitti hann nokkrum sinnum þegar við vorum á upphafsdögum Íslenska menntanetsins og menn að reyna að ná áttum í hvað Internetið er. Þegar aðrir horfðu á mann háðulega þá var Árni leitandi og velti þessum málum fyrir sér og sá ýmsa skemmtilega fleti. Alltaf gaman að tala við hann.
Þeir hefðu mátt taka Árna sér til fyrirmyndar yfirstéttarstjórnendur Pósts og Síma á þessum tíma sem ég reyndi að fá að vinna fyrir í staðinn fyrir að vera að leggja mestan tíma í Telia (sænska símann). Hitti þá á sýningu í Genf 1995 þar sem þeir stóðu í fínu jakkafötunum sínum og hringluðu koníaki í glasi, horfðu rosalega langt niður á mig og einn sagði "Það verður aldrei neitt úr þessu Interneti væna mín". Og snéri síðan í mig bakhlutanum og sötraði konjakið. Aldrei hefur mig langað eins til að eiga myndskeið úr lífi mínu eins mikið og af þessu atriði. Óborganlegt og klár lýsing á því hugarfari sem tröllreið þeirri fornaldarstofnun.
En ekki vissi ég að Árni væri jafn gamall mér, hélt hann væri yngri;-)
Ef einhver les þetta og hittir Árna blessuð sendið honum mínar bestu afmæliskveðjur!
Sautján hljómsveitir í fimmtugsafmæli Árna Matthíassonar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2007 | 09:01
Sofandi á verðinum
Svo virðist sem við séum sofandi á verðinum gagnvart loftmengun því það er vart ásættanlegt að íbúar í bæjum sem skilgreina mætti sem "smábæi" á alþjóðavísu eins og Reykjavík er að þar þurfi einhverjir íbúar að búa við mengun sem er sambærileg við mengun stórborga. Segja má að í umhverfismálum höfum við Íslendingar verið dálítið valkvæmir þar sem við erum dugleg að gagnrýna t.d. framkvæmdir á ósnertri náttúru á ákveðnum stöðum en ekki öðrum. Við erum ekki jafn dugmikil þegar kemur að loftmengun, ljósmengun og ýmsum öðrum umhverfisspjöllum og er óskandi að vitund manna (mín líka) aukist verulega á þessu sviði.
Ég hef heimsótt Hrísey nokkrum sinnum en þar er samfélag sem er líklega einna best meðvitað um umhverfismál í landinu. Flokkun úrgangs er óvíða meiri og umgengni til fyrirmyndar. Þar eru margir sem hafa áhuga á að í eynni verði ekki bílar heldur einungis flutningstæki þegar flytja þarf farm eða þyngri hluti. Ég minntist þá bæjarins Zermatt í Sviss með 5.500 íbúum þar sem engir bílar eru leyfðir utan rafmagnsbíla en þetta er einmitt bærinn þar sem má sjá Matterhorn blasa við. Kyrrðin er einstök og umhverfið ægifagurt.
Við getum ekki verið "eins máls fólk" þegar kemur að umhverfismálum.
Þúsundir búa við svipaða mengun hér og íbúar evrópskra stórborga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2007 | 00:07
Lifum áfram en skiljum afturábak
Var það ekki Søren Kirkegård sem sagði að við þyrftum að lifa lífinu áfram en skilja það afturábak? Mér datt þetta í hug þegar ég las frétt af Hilary Clinton sem telur Bush hafa misnotað atkvæði demókrata sem studdu hervald í Írak. Þrátt fyrir að alþjóðleg skoðunarsveit fullvissaði SÞ um að ekki væru gjöreyðingarvopn í Írak voru menn í Bandaríkjunum vissir, svo vissir að þeir hafa nú háð þar stríð í fjögur ár.
Ekki ætla ég að verja stjórnsýslu Saddam Hussein en það er ábyrgðarhluti að kollvarpa stjórnsýslukerfi í heilu landi á örskotsstundu. Það er ekki svo auðvelt að byggja það upp aftur. Það hefur komið á daginn í Írak og við þekkjum þetta víðar að. Þess vegna er það svo mikilvægt að þegnar hvers lands standi dyggan vörð um lýðræðið og beri virðingu fyrir því. Þegar of langt er gengið þá brestur eitthvað og það er það sem Írak er að fást við.
Eins og staðan er núna í Írak er hinsvegar ekki auðveld í Al Jazeera má lesa um tugi þúsunda Bandaríkjamanna mótmæla stríðinu og krefjast þess að menn haldi heim nú þegar. En geta menn það? Er hægt að ráðast inn í land og hlaupa svo heim frá hlutunum í mikilli óreiðu? Hvað segir sagan frá Vietnam? Hinsvegar er ljóst af fréttum í Al Jazeera að íbúar Arabalandanna trúa því ekki að utanríkisstefna Bandaríkjanna muni breytast mikið þó Demókratar taki við völdum sbr. þessi frétt.
Clinton segir Bush hafa misnotað vald sitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2007 | 00:04
Snilld
Allir farþegar fá sinn eigin skjá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2007 | 00:00
Glæsilegt kvöld
Góð tilbreyting frá keppni í alskyns boltaleikjum að horfa á keppni í lagasmíðum. Söngvarakeppnir eru líka skemmtilegar en mér finnst Eurovision keppnin hér heima frábær. Alskyns tónlist er dregin fram, útsett og kláruð og við höfum eignast margar perlurnar í þessari keppni. Kvöldið var frábært og niðurstaðan bara fín, auðvitað fleiri fín lög, ég hefði viljað sjá fyrsta lagið áfram hjá Sauðkrækingunum þeir voru flottir.
Tveir Eurovisionfarar í úrslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.1.2007 | 18:46
Nú er eitthvað að gerast
Aðföng bænda hafa allt of lítið verið í umræðunni þegar kemur að matarverði en hér eru menn greinilega að taka til hendinni. Fá garðyrkjubændur raforku á sama verði og álverin? Hvað með lyf sem þarf handa dýrunum? Fóðrið er einungis einn þáttur en ég er viss um að það má ná niður matarverði á íslenskum landbúnaðarvörum töluvert með því að ná niður kostnaði við framleiðsluna.
Ætlar að bjóða 1020% lægra verð á kjarnfóðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Matthíasson
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Benedikt Sigurðarson
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bwahahaha...
- Daði Einarsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Dagbjört Pálsdóttir
- Davíð Jóhannsson
- Dofri Hermannsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Femínistinn
- Finnur Jóhannsson Malmquist
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðríður Arnardóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gúrúinn
- Hallgrímur Óli Helgason
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Nikulásson
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Hrafn Halldórsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hermann Óskarsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hörður Jónasson
- Ibba Sig.
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga Sig
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Íslandshreyfingin - lifandi land
- Jens Sigurðsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhann Jónsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Svavarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Karl V. Matthíasson
- Kári Harðarson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- kona
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Kristján L. Möller
- Kristján Logason
- Magnús Már Guðmundsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Matthías Björnsson
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Nýkratar
- Orðið á götunni
- Ólöf Nordal
- Ómar Ragnarsson
- Páll Einarsson
- Páll Jóhannesson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Perla
- Pétur Björgvin
- Pétur Gunnarsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Reynir Antonsson
- Rósa Harðardóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurður Axel Hannesson
- Sigurður Kaiser
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Skapti Hallgrímsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Stjórnmál
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Tíðarandinn.is
- Toshiki Toma
- Trúnó
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vika símenntunar
- Vilborg Traustadóttir
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Egilson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þórir Kjartansson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
RSS-straumar
Heimasíða Láru
Hér birtist listi yfir færslur á heimasíðunni minni.
Heimasíðan mín
- Augnablik - sæki gögn...